Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 54
10. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR6 ● Geðhjálp Arnþrúður Ingólfsdóttir skrifaði MA-ritgerð í kynjafræði sem ber heitið „Staðreyndir lífsins“. Orðræða geðlækna um tvöfalt tíðara þunglyndi kvenna. Það er talin vera ein best sann-aða staðreyndin innan geð-læknisfræðinnar að konur fái oftar þunglyndi en karlar. Ég hafði hins vegar komist á snoðir um að þetta væri ekki svona einfalt og í raun væri þetta mjög umdeild staðreynd,“ segir Arnþrúður um hugmyndina að MA-ritgerð sinni. „Mig langaði að nota spurninguna Hvers vegna eru konur oftar þung- lyndar en karlar? til að skoða hug- myndir um kyn og þunglyndi og kyn og geðsjúkdóma. Sérstaklega vildi ég kanna hugmyndir geð- lækna um þessa hluti.“ Arnþrúður segir mikinn mun á því hvernig kynin greinist með hina ýmsu geðsjúkdóma. Til dæmis sé geðklofi mun oftar greindur hjá körlum og mismunandi gerðir pers- ónuraskana skiptist eftir kyni. „Ég hafði lesið femínískar kenn- ingar um ástæður þess að konur eru greindar oftar með ákveðna sjúkdóma og upplifi ákveðin ein- kenni frekar en önnur. Þar var talið að þetta tengdist félagsleg- um veruleika og jafnvel kynjamis- rétti og kúgun. Mig langaði til að nota þessar hugmyndir til að vita hvort geðlæknar teldu að mismun- andi reynsla kynjanna hefði áhrif á hvernig þeirra vanlíðan kæmi fram. Einnig hvort greiningar þeirra væru undir áhrifum frá kynjuðum viðmiðum í samfélaginu og þá hvernig,“ segir hún. GREINDI VIÐTÖL VIÐ GEÐLÆKNA Arnþrúður tók viðtöl við nokkra geðlækna á Landspítalanum og greindi orðræðu þeirra. „Mér fannst nokkur atriði standa upp úr. Þegar ég spurði þá um hvort sú fullyrðing að konur væru oftar þunglyndar væri sönn töldu þeir það óyggjandi sannað. Þegar ég spurði þá út í orsakirnar kom í ljós að margir töldu líklegt að karlar væru vangreindir. Ástæð- an fyrir því væri meðal annars hvernig þeir sýndu vanlíðan sína. Sumir beindu henni í ofbeldis- fullan farveg og aðrir í neyslu,“ segir Arnþrúður en geðlæknarn- ir bentu því til stuðnings á að karl- ar væru mun fleiri á áfengismeð- ferðardeildinni á Landspítalanum. „Sumir læknanna töldu að margir þeirra karla væru þunglyndir en að áfengismeðferðin hentaði þeim betur en þunglyndismeðferð á geð- deild,“ segir Arnþrúður og telur að þarna komi fram ósamræm- anlegar útskýringar hjá sumum læknanna. „Þetta grefur undan þeirri staðreynd að konur séu oftar þunglyndar.“ Arnþrúður bendir jafnframt á að svo virðist sem þunglyndis- greiningin sjálf hafi verið byggð upp í kringum gagnagrunn kven- sjúklinga. „Á Landspítalanum er í gangi starf sem miðar að því að skoða þunglyndiseinkenni karla betur,“ segir hún. EINKENNI FREMUR EN ORSAKIR „Um leið og ég fór að tala um or- sakir höfðu læknarnir frá miklu og merkilegu að segja. Hins vegar settu þeir hugleiðingar um orsak- ir ekki fram sem neinn vísindaleg- an sannleik enda er sú tegund geð- læknisfræði ekki viðurkennd. Í dag er unnið eftir lýsandi geðlæknis- fræði þar sem áhersla er á lækn- isfræðilega nálgun og horft á ein- kenni fremur en sálfræðilegar or- sakir,“ segir Arnþrúður og bendir á að fyrir fjölmörgum árum hafi greiningarbækur verið endurskoð- aðar. „Þá voru orsakakenningar hreinsaðar út úr skilgreiningum,“ segir hún. Þar komi því ekki fram mikil- vægir hlutir sem geðlæknar og fleiri vita vel. „Til dæmis töluðu allir læknarnir um að ofbeldi, kyn- ferðisofbeldi, afskiptaleysi, van- ræksla í æsku og önnur áföll geti valdið geðvandamálum síðar á ævinni,“ segir Arnþrúður. Núver- andi kerfi bjóði hins vegar ekki upp á að nota slíkar skýringar. „Slíkar orsakakenningar voru hreinsaðar út og í staðinn beindist fjármagn, orka og athygli að því að leita að líf- fræðilegum orsökum,“ segir hún og telur að þrýstingur frá lyfjaiðnað- inum spili þar stórt hlutverk. ÞARF AÐ TENGJA HUG OG LÍKAMA „Mér fannst ein stærsta niður- staða rannsóknarinnar vera sú að geðlæknar vita og hafa reynslu af mjög miklu sem þeir geta ekki talað um sem vísindi og geta ekki unnið með vegna þess til dæmis hvernig stofnun- in er byggð upp,“ segir Arnþrúð- ur. Hið stóra vandamál í orð- ræðu geðlæknanna sé að það vanti skýringalíkan til að tengja huga og líkama. „Það vantar að tengja saman nýjustu rannsókn- ir í til dæmis taugalífeðlisfræði, hugvísindum, sálfræði og lækn- isfræði. Þannig gæti geðlæknis- fræðin aftur farið að mynda sér sterkan hugmyndagrunn,“ telur Arnþrúður. Hugmyndir um kyn og þunglyndi Arnþrúður Ingólfsdóttir tók viðtöl við nokkra geðlækna á Landspítalanum og greindi orðræðu þeirra. MYND/GVA Nokkur ár eru síðan starf fulltrúa notenda á geðsviði Landspítalans var sett á fót. Starfið er mjög fjölbreytt og verkefnin margvísleg. Mikill hluti þess snýr að því að svara fyrirspurnum frá notendum og aðstandendum þeirra. Starf fulltrúa notenda á geðsviði Landspítalans var sett á fót fyrir nokkrum árum og er mikið brautryðjendastarf. Starfið er mjög fjölbreytt en helstu hlutverk fulltrúans eru að hjálpa sjúkling- um að nýta réttindi sín og hjálpa þeim að vera þátt- takendur í meðferð sinni. Einnig vinnur hann við að efla notendaþekkingu hjá starfsfólki geðsviðs Land- spítalans auk þess sem hann vinnur í að bæta ímynd, þjónustu og viðmót geðsviðsins. Starfið var sett á fót í marsmánuði árið 2006 og hefur Bergþór Böðvarsson sinnt því alla tíð. „Upphaf þess má rekja til NsN-verk- efnisins hér á geðsviði 2004 og fyrirspurnar minnar í framhaldi af því sem ég sendi á sviðsstjóra hjúkrun- argeðsviðs en mér fannst bráðnauðsynlegt að boðið væri upp á slíka þjónustu. Hann óskaði eftir nánari hugmyndum frá mér og í sameiningu skilgreindum við þetta nýja starf og settum á fót. Síðustu árin hef ég verið svo heppinn að fá að þróa starfið smátt og smátt.“ MARGVÍSLEGAR FYRIRSPURNIR Bergþór segir starfið vera afar fjölbreytt og einstök verkefni ólík enda hafi mjög margir samband við hann með mismunandi erindi. „Auk þess sem talið var upp hér að framan reynum við með starfinu að sýna fram á að fyrrverandi notendur eiga fullt erindi í vinnu með fagfólki á geðheilbrigðisstofnun, auk þess sem markmiðið er að auka líka formlega samvinnu gæðaráðs geðsviðs við notendur.“ Stór hluti af starfi Bergþórs snýr að því að taka við ábendingum og fyrirspurnum frá notendum. „Vinnan felst meðal annars í því að vera talsmað- ur þeirra sem liggja inni á geðdeild. Þannig tek ég bæði við kvörtunum og jákvæðum athugasemd- um og vinn úr þeim til að bæta þjónustuna á geð- sviði Landspítalans. Það er nauðsynlegt að not- endur geti leitað til einhvers með kvartanir og ábendingar og að þeir upplifi að þeir geti talað við einhvern.“ FJÖLBREYTT STARF Að sögn Bergþórs koma einnig margar fyrir- spurnir frá notendum utan spítalans eða aðstand- endum og stuðningsaðilum þeirra. „Þá er verið að spyrja hvert sé hægt að leita eða um ákveðna að- stoð. Það ber því miður mikið á því í okkar ágæta heilbrigðis- og velferðarkerfi að notendur og að- standendur þeirra hafa ekki verið upplýstir um réttindi sjúklinga en þar kemur meðal annars fram að sjúklingur eigi rétt á upplýsingum um önnur úrræði.“ Það er mikilvægt að sögn Bergþórs að mæta öllum sem jafningjum. „Ég er oft að upplýsa þá sem liggja inni á geðdeild um eðli geðsjúkdómsins svo þeir sem eru að glíma við geðsjúkdóm í fyrsta skipti eigi auðveldara með að takast á við það á eðlilegan og jákvæðan hátt. Það er mikilvægt að geta sýnt heilbrigðisstarfsfólki að fyrrverandi geðsjúklingur geti mætt þeim sem jafningi og hjálpað öðrum sem veikari eru. Þannig felst starf fulltrúa notenda meðal annars í því að vera mál- svari eða talsmaður þeirra sem liggja inni á geð- deild og þurfa á aðstoð að halda. Það má segja að starfið skiptist í fjóra hluta; ég er talsmaður, upp- lýsingafulltrúi, tengiliður og fyrirmynd.“ Fulltrúi notenda gegnir stóru hlutverki „Það má segja að starfið skiptist í fjóra hluta; ég er talsmaður, upplýsingafulltrúi, tengiliður og fyrirmynd,“ segir Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúi notenda á geðsviði Landspítalans. MYND/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.