Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 46
10. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR2 ● Gengur vel Ert þú líftryggð(ur)? Þakklæti er mér efst í huga á 10 ára afmæli Gengur vel ehf., þá sérstaklega gagnvart traustum viðskiptavinum og sölustöðum. Ég og starfsfólk mitt höfum lagt mikinn metnað í að finna hreinar og góðar heilsuvörur sem sannarlega hefur tekist. Helstu ógnir nútímans eru hraði, stress og tímaskortur. Hver og einn þarf því að vera vakandi fyrir því að fara ekki fram úr sjálfum sér. Bestu ráðin eru oft ókeypis s.s. að fara í göngutúr, að setjast niður og anda djúpt, hugsa jákvætt, vera vinir og drekka nóg af vatni. Vinnuregla Gengur vel ehf. hefur verið sú að finna vörur sem virka og skila viðskiptavin- inum einhverri bót en hitt vitum við að eitt virkar fyrir suma og annað fyrir aðra. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að vera í góðu sambandi við við- skiptavinina. Gaman væri að heyra frá þeim á gengurvel@ gengurvel.is Ég er fullviss um að framtíð- in beri í skauti sér byltingu sem felst í því að fólk fari sjálft að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í far- vatninu er ný tækni sem við munum kynna á nýju ári sem getur aðstoðað fólk við að kanna ástand heilsu þess. Grípa í taum- ana áður en kvillar og sjúkdóm- ar banka á dyr. Spennandi tímar eru fram undan og trúi ég að auðveldari og ódýrari lausnir séu í sjónmáli til að efla heilsu og hreysti því heilsan er dýr- mætasta eignin. Mikilvægt er að fólk vakni til sjálfs sín og fram- selji ekki heilsu sína í hendur annarra heldur spyrji sig hvað er gott fyrir mig. Gengur vel tekur sporin létt og ákveðið áfram inn í framtíð- ina. Mikil eftirvænting er fram undan í herbúðum Gengur vel varðandi kynningu á lífrænt vottuðum förðunar- og húðvör- um frá Benecos. Seinna í vetur munum við svo kynna til leiks náttúrulegar vörur sem munu hjálpa börnum og fullorðnum að bæta margs konar húðkvilla. Óþol fyrir matvælum eru einnig staðreynd og eru Food Detective óþolsheimaprófin sérlega góð leið til að finna út hvaða fæðu- tegundir ber að hætta að borða tímabundið til að öðlast betri heilsu. Afi minn sagði oft að það væri til ráð við öllum hlutum nema ráðaleysi sem ég læt vera lokaorðin. Njótið blaðsins og til- boðanna og aftur, takk! Þuríður Ottesen framkvæmdastjóri og stofnandi Gengur vel ehf. Heilsan dýrmætasta eignin „Ég og starfsfólk mitt höfum lagt mikinn metnað í að finna hreinar og góðar heilsuvörur sem sannarlega hefur tekist,“ segir Þuríður. ERT ÞÚ LÍFTRYGGÐUR? Flestir huga vel að alls konar skyldutryggingum og viðbótar- tryggingum. Við tryggjum sam- viskusamlega bílinn, innbúið og jafnvel dýrin okkar og síðast en ekki síst okkur sjálf gegn alls konar sjúkdómum. Það er mjög skynsam- legt en um leið ættum við að sjálf- sögðu að hugsa eins vel um okkur sjálf og við mögulega getum til að lifa vel og lengi. Það eru til alls konar leiðir til að hugsa vel um heilsuna og gríðarlega margar rann- sóknir styðja til dæmis hreyfingu, hvíld, jákvætt hugarfar og næringu. Við hjá Gengur vel settum saman okkar eigin líftryggingarpakka sem saman stendur af vörum sem bæði við og vísindamenn víðs vegar um heim teljum að sé grunnur að góðri líkamsstarfsemi. MELTINGARGERLAR Prógastró DDS+3 eru frábærir próbíótískir gerlar sem hjálpa til við að halda meltingarveginum í jafn- vægi, minnka þarmaólgu, vindgang og uppþembu. Heilbrigður melting- arvegur er af mörgum talinn grunn- urinn að góðri heilsu. DVÍTAMÍN Fjölmargar rannsóknir benda til þess að stór hluti Íslendinga fái ekki nægilegt magn D-vítamíns og því er ráðlagt að taka inn auka- skammt af D-vítamíni í fæðubótar- formi. D-LÚX 1000 er frábær D- vítamínúði sem er spreyjað beint undir tunguna. OMEGA 3 Norðurkrill er ein hreinasta og besta uppspretta ómega 3-fitusýra sem kostur er á. Fitusýrurnar úr krillinu eru taldar nýtast líkaman- um betur en hefðbundnir ómega- gjafar. Ómega 3 er nauðsynlegt fyrir heila- og taugastarfsemi og í raun flesta starfsemi líkamans. MAGNESÍUM Rannsóknir sýna að alltof margir fá ekki nægilegt magnesíum úr fæðunni. Magnesíum gegnir mikil- vægu hlutverki meðal annars í orkumyndun, vöðva- og taugastarf- semi og myndun tanna og beina. Magnesíum- vörurnar frá Better You eru margverð- launaðar og með því að bera magnesíum á húðina getur það skilað hærri upp- takanlegum skömmtum inn í frumur líkamans. Lóló Rósenkranz íþróttakennari mælir með Sore No More hita- og kæligelinu. Matthildi Rósenkranz Guðmundsdóttur, eða Lóló, kannast margir við enda hefur hún verið áberandi í íslensku þjóðlífi í áratugi. Lóló er ein af þeim sem hafa notað Sore No More hita- og kæligelið síðan það kom á markað fyrir sex árum og ráðleggur öllum þeim sem hún þekkir að gera slíkt hið sama. „Ég er íþróttakennari og hef starfað sem einkaþjálfari í World Class í 18 ár. Á þessum tíma hefur margt breyst varðandi áherslur í heilsu og líkamsrækt. Fólk er að mörgu leyti orðið meðvitaðra og umræðan um heilsu og vellíðan meiri, en grunnurinn er alltaf sá sami þótt breiddin og framboð hafi aukist,“ segir Lóló og bætir við að hennar markmið með þjálfun hafi alltaf verið það sama: að bæta heilsuna og daglega líðan. „Fólk kemur til mín í alls konar ástandi og með mismunandi markmið en stór hluti finnur fyrir vöðvabólgu, eymslum hér og þar, eða er með gigt eða einhvers konar krank- leika og þá mæli ég allt- af með Sore No More. Það virkar strax og maður ber það á sig og maður finn- ur gríðarlegan mun. Svo er frá- bært að nota það á gagnaugun við höfuðverk, á efri vörina við kvefi og á bringuna við hósta. Ég er rosalega hrif- in af þessari vöru enda er hún nátt- úruleg og án allra kemískra auka- efna og hentar því öllum aldri. Ég á tvo stráka sem æfðu fótbolta og ég not- aði Sore No More mikið á þá sem ég hefði auðvitað ekki gert nema ég hefði 100 prósent trú á vörunni.“ Virkar strax Lóló hefur notað Sore No More hita- og kæligelið frá því það kom á markað fyrir sex árum. Útgefandi : Gengur vel Ábyrgðarmaður: Þuríður Ottesen Ritstjórn: Elín Hrund Þorgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.