Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 4
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari
dró á mánudag til baka ákæru á
hendur Erlendi Magnússyni, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra hjá
Glitni, fyrir tíu milljóna króna inn-
herjasvik þegar hann seldi bréf í
bankanum í febrúar og mars 2008.
„Maður getur núna farið að ein-
beita sér að einhverju uppbyggi-
legra og skemmtilegra,“ segir
Erlendur, sem kveðst feginn yfir
málalyktunum.
Fjármálaeftirlitið kærði málið
til sérstaks saksóknara í vor, sem
skoðaði málið og felldi það í kjöl-
farið niður. Fjármálaeftirlitið var
ósátt við það og kærði niðurfell-
inguna til Ríkissaksóknara, sem
gerði Sérstökum saksóknara að
gefa út ákæru í málinu.
„Þetta snerist um það á endanum
að ákvörðun Ríkissaksóknara um
að höfða málið að nýju var tekin of
seint,“ segir Björn Þorvaldsson hjá
Sérstökum saksóknara.
Erlendur segist alltaf hafa verið
sannfærður um sakleysi sitt og
segir málið hafa haft mikil áhrif á
sig. „Ég hef þurft að draga mig út
úr verkefnum og minnka mína hlut-
deild í ýmsu.“ Sem betur fer hafi
hann ekki sætt ákæru lengi. „En
það verður samt eitthvert tjón sem
maður verður að sætta sig við.“
Og hann segist líklega ekki ætla
að leita réttar síns, enda telji hann
að það mundi ekki skila miklu.
„Hefnd er ekki ofarlega í mínum
huga. Ég ákvað þegar ég lenti í
þessari stöðu að láta ekki þær
slæmu kenndir reiði og hefnd ná
tökum á mér.“ - sh
Innherjasvikaákæra gegn Erlendi Magnússyni dregin til baka eftir að Ríkissaksóknari féll á tíma:
„Hefnd er ekki ofarlega í mínum huga“
ÓSÁTTUR Erlendur er ósáttur við
aðkomu Fjármálaeftirlitsins að því að
málið gegn honum fór aftur af stað í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKIPULAGSMÁL „Mín skoðun er sú
að það hefði verið best að viður-
kenna mistök og engin skömm að
því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Umhverfis- og skipulagsráð sam-
þykkti í gær breytingar á Hofs-
vallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá.
Umdeild flögg og eyjur verða
fjarlægð verði málið samþykkt í
borgarstjórn en hart hefur verið
tekist á um götuna eftir umdeildar
breytingar.
Fundur var
h a ld i n n með
óánægðum íbúum
í hverfinu í lok
ágúst. Þar kom
fram hörð gagn-
rýni á hendur
borgarfulltrúum
vegna samráðs-
leysis.
Júlíus Vífill
segir að með samþykktinni í ráðinu
í gær felist viðurkenning á því að
ekki hafi verið staðið rétt að málum.
Hann gagnrýnir hins vegar að þetta
sé í fyrsta skiptið sem málið rati
fyrir umhverfis- og skipulagsráð.
„Það er eiginlega bara mjög
furðulegt að ekki hafi verið kallað
fyrr til fundar um málið,“ segir Júl-
íus Vífill.
Spurður hvort hann sé sáttur við
breytingarnar segir Júlíus Vífill að
hann hefði viljað ganga lengra.
Þrátt fyrir að flöggin og eyj-
urnar verði fjarlægð verða áfram
hjólastígar báðum megin á götunni
auk þess sem enn verður aðeins ein
akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að
ekki skuli vera tvær akreinar við
gatnamót Hringbrautar.
„Og ég hefði viljað fá útskot fyrir
strætó, þannig hann stoppi ekki alla
umferð þegar farþegum er hleypt
út. Það skapar oft óþarfa hættu,“
segir Júlíus Vífill.
Kristinn Fannar Pálsson, verk-
fræðingur og íbúi í hverfinu, er
einn þeirra sem mættu á íbúafund-
inn og gagnrýndu framkvæmdirn-
ar harðlega; meðal annars í viðtali
á visir.is.
„Við erum mjög ósátt við hjóla-
stígana nærri ljósunum,“ segir
Kristinn Fannar og útskýrir að það
hafi verið vilji íbúa að hjólastígur-
inn færðist upp á stétt nærri ljósun-
um þannig það væri hægt að nýta
tvær akreinar, við gatnamót Hring-
brautar.
Að öðru leyti kveðst Kristinn sátt-
ur við breytingarnar.
„Við erum að sjálfsögðu ánægð
með að það sé hlustað á okkur,“
segir Kristinn sem vonast til þess
að nú verði lagst í að laga götuna
„almennilega“ og í sátt og samlyndi
við íbúa hverfisins.
valur@frettabladid.is
Flögg og eyjur hverfa
af Hofsvallagötunni
Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði að fjarlægja flögg og eyjur sem eru á
Hofsvallagötu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að viðurkenna hefði átt mis-
tök. Ósáttur íbúi segir að ganga hefði átt lengra og tvöfalda akreinar nærri ljósum.
HOFSVALLA-
GATA Starfs-
menn borgar-
innar athafna
sig á Hofsvalla-
götunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
JÚLÍUS VÍFILL
INGVARSSON
Framkvæmdir við Hofsvallagötu hafa kostað Reykjavíkurborg tæpar 18
milljónir króna. Það sem fellur undir þennan kostnað er meðal annars
kostnaður vegna hönnunarinnar sem var 680 þúsund krónur, kostnaður
vegna flagga og fuglahúsa var rúmar þrjár milljónir króna en samkvæmt
upplýsingum frá borginni fellur kostnaður vegna allra staura sem settir
voru upp við götuna undir þann kostnaðarlið.
Kostnaður borgarinnar við sérfræðivinnu verktaka var 200 þúsund og
bekkirnir kostuðu 180 þúsund krónur. Gróðurkassarnir kostuðu rúmar
tvær milljónir króna.
Breytingarnar kostuðu 18 milljónir
LEIÐRÉTTING
Í fyrirsögn aðsendrar greinar Ögmund-
ar Jónassonar í Fréttablaðinu í gær
hafði orðið arkitektar verið ritað í stað
orðsins verktakar. Rétt er fyrirsögnin
svona: „Skattheimta og skipulagsvald
til verktaka“. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
96,7% Íslendinga notuðu tölvu
einu sinni eða oftar á þriggja
mánaða tímabili árið 2012.
Nær allir, alls 96,2 prósent lands-
manna, tengdust netinu.
Hlutfallið hefur hækkað frá 2007
þegar 91 prósent notaði tölvu og 90
prósent netið. Heimild: Hagstofa Íslands
HEILBRIGÐISMÁL Stjórn og kjara-
nefnd Félags sjúkraþjálfara mót-
mæla þeirri fyrirætlun ríkis-
stjórnarinnar sem kemur fram í
fjárlagafrumvarpinu að draga enn
frekar úr útgjöldum sjúkratrygg-
inga til sjúkraþjálfunar. „Á síðustu
fimm árum hefur kostnaðarhlut-
deild skjólstæðinga sjúkraþjálfun-
ar aukist að meðaltali um 33 pró-
sent en á meðan hefur verðskrá
sjúkraþjálfara ekkert hækkað,“
segir Unnur Pétursdóttir, formað-
ur Félags sjúkraþjálfara.
„Að auki fær fólk í dag að
hámarki tuttugu tíma niðurgreidda
hjá sjúkraþjálfara, eftir það þarf
það að borga allt gjaldið sjálft,“
segir Unnur. - ebg
Ósáttir við fjárlagafrumvarp
Skorið niður til
sjúkraþjálfunar
STJÓRNMÁL Kjaranefnd Félags
eldri borgara í Reykjavík mót-
mælir harðlega ætlun ríkis-
stjórnarinnar að leggja 1.200
króna gjald á þá sem leggjast inn
á Landspítalann og aðrar sjúkra-
stofnanir. Telur nefndin gjald-
ið bitna á öldruðum og skorar á
stjórnvöld að falla frá því. Þegar
séu komugjöld og aðrir sjúklinga-
skattar of háir.
Jafnframt harmar nefndin að í
fjármálafrumvarpinu sé ekki gert
ráð fyrir leiðréttingu lífeyris aldr-
aðra og öryrkja, sem orðið hafa
fyrir kjaragliðnun á krepputíman-
um. Standa þurfi við gefin loforð
og hækka þurfi lífeyri um tuttugu
prósent til leiðréttingar. - skó
Áskorun frá eldri borgurum:
Fallið verði frá
sjúklingagjaldi
LAUNAMÁL Formaður VR segir
ábyrgð vegna ofgreiddra launa
liggja hjá Bauhaus, þar sem það
hafi ekki verið leiðrétt strax. Að
ekki gangi að krefja starfsfólk um
ofgreidd laun ári síðar.
Bauhaus hefur sent mörgum
núverandi og fyrrverandi starfs-
mönnum kröfu um endurgreiðslu
á launum frá því í apríl til júlí
2012. VR óskaði eftir lista yfir
starfsmenn fyrirtækisins en því
var hafnað og í gær höfðu þrjátíu
manns leitað til VR vegna málsins.
- jjk, skó
30 manns höfðu samband:
Bauhaus ber
ábyrgðina
UNGMENNI Á Íslandi vinna 52
prósent fólks á aldrinum 15-19
ára og er það mest meðal Norður-
landanna. Í Danmörku vinna 44
prósent ungmenna, í Noregi 35 pró-
sent, í Finnlandi 24% en einungis
sextán prósent vinna í Svíþjóð.
Meðal þess sem kemur fram
í skýrslu um vinnuaðstöðu ungs
fólks er að ungmenni eru gjarn-
an í láglaunastörfum sem krefjast
engrar kunnáttu eða þekkingar
og vinnutíminn er oft óreglulegur.
Einnig að ungt fólk sé líklegra til
að lenda í vinnuslysum. - skó
Líklegri til að lenda í slysum:
Ungt íslenskt
fólk vinnusamt
TELJA GJÖLD ÞEGAR OF HÁ Kjara-
nefnd félags eldri borgara ályktar
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Strekkingur allra vestast en annars
hægari.
MILDIR DAGAR eru fram undan en nokkuð vindasamir vestanlands. Dálítil
úrkoma verður sunnan og vestan til en bjart með köflum norðan- og austanlands. Á
sunnudaginn lítur út fyrir hægviðri og nokkuð bjart veður um allt land.
8°
18
m/s
8°
15
m/s
8°
7
m/s
9°
8
m/s
Á morgun
Strekkingur eða allhvasst allra vestast
en annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
9°
9°
8°
8°
8°
Alicante
Aþena
Basel
26°
26°
17°
Berlín
Billund
Frankfurt
13°
12°
13°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
10°
12°
12°
Las Palmas
London
Mallorca
26°
12°
26°
New York
Orlando
Ósló
17°
29°
10°
París
San Francisco
Stokkhólmur
13°
18°
13°
6°
4
m/s
7°
5
m/s
8°
4
m/s
6°
6
m/s
8°
10
m/s
7°
10
m/s
1°
11
m/s
10°
9°
9°
11°
9°