Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 12
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | AVIÐTAL | 12 YOKO ONO ER HEIÐURSBORGARI REYKJAVÍKUR María Lilja Þrastardóttir maria@frettabladid.is MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 5 8 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 Yoko Ono er stödd hér á landi í sinni árlegu heimsókn til þess að tendra Friðarsúluna í Viðey. Það gerir hún á afmælisdegi Johns heitins Lennon. Hún segist elska Ísland og þrátt fyrir að Íslendingar þrefi innbyrðis um málefni ríki hér vandfundinn friður. Áfall að vera heiðruð Yoko tók jafnframt á móti verðlaunum sem heiðursborgari Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í gær. Hún segir sér hafa brugðið við að hlotnast þessi mikli heiður en að það muni veita sér styrk til þess að halda áfram að berjast fyrir friðsælli heimi. „Ég fékk hálfpartinn áfall þegar ég fékk fréttirnar af verðlaununum,“ útskýrir Yoko fyrir mér á meðan við komum okkur fyrir í uppstilltu stúdíói á hótel Nordica. Með frú Yoko er heilmikið fylgdarlið sem sá til þess að allt gengi að óskum, allir fjöl- miðlar fengju sinn tíma. Þrátt fyrir allt tilstandið er viðmót Ono hlýtt og manneskjulegt. „Mér finnst hárið þitt fallegt, þið Íslendingar eruð falleg þjóð,“ segir hún og brosir. Auglýsingaskilti fyrir Ísland Yoko Ono segist stolt af Friðarsúlunni og því umtali sem hún hefur komið af stað. „Þegar ég ferðast um heiminn þá fer ég yfirleitt í viðtöl um hin ýmsu mál. Næstum allir sem ég tala við spyrja mig um Frið- arsúluna í Viðey. Svo það má segja að ég sé orðin að gangandi auglýsingaskilti fyrir hið friðsama og fallega Ísland,“ segir Ono, hlær og bætir við að sér þyki vænt um hlut- verkið. „Það skiptir mig miklu máli að hafa vakið jákvæða athygli á landinu annars staðar í heiminum. Ég hefði líka aldrei komið með Friðar- súluna til lands sem stæði í stríði, eða þar sem alvarlegt misrétti og ófriður þrífst. Á Íslandi svífur andi friðar yfir vötnum og mig langar til að hingað geti aðrar þjóð- ir litið og séð að friður er raunverulegur möguleiki.“ Aktívistar í hverju horni Talið berst að þeim átökum sem eiga sér stað hér á landi, pólitískum og á sviði jafn- réttismála. Yoko segir það vera smámuni í hinu stóra samhengi hlutanna. Allar þjóðir þrefi innbyrðis. Það sé eðlilegt og krafa um að allir séu sammála og samstíga sé óraun- hæf. „Ég sé sjálfa mig ekki beint sem fyrir- mynd. Heimurinn er samt sem áður ríkur af góðum fyrirmyndum. Kannski hjálpuð- um við John einhverjum, opnuðum jafn- vel augu sumra fyrir margt löngu síðan. Í dag eru til dæmis „aktívistar“ úti um allt. Alveg sama hvort þú lítur á hægri væng- inn eða þann vinstri, það eru „aktívistar“ alls staðar og það er svo fallegt. Öll ætla þau sér að gera eitthvað sem bætir heim- inn. Hver með sínum hætti, þar af leiðandi gerist það,“ útskýrir Yoko. Hjálpum konum sem lifa í ótta „Kvennabaráttunni er hvergi nærri lokið,“ segir Yoko og beinir því næst orðum sínum beint að blaðamanni. „Konur eins og við, við erum heppnar. Við höfum ákveðin völd í okkar samfélagi. Þau völd verðum við að sjálfsögðu að nýta til þess að hjálpa öðrum konum að öðlast jafn- rétti og frið. Til eru þær konur sem lifa í stöðugum ótta um líf sitt, hugsaðu þér það.“ Óttast Ono ekki eins og Lennon? Spurð hvort hún sjálf hafi aldrei óttast um sitt líf eftir að eiginmaður hennar, John Lennon, var myrtur fyrir það eitt að hafa talað fyrir friði segist Yoko aldrei hafa ótt- ast. „Fólk var hrætt við völdin sem John hafði. Á því leikur ekki vafi. Ég held að fólk hræð- ist mig ekki með sama hætti,“ segir hún kímin. „Ég hef því, frá því að John var myrt- ur, aldrei óttast að einhver vinni mér mein. Hins vegar hef ég tekið mér það hlutverk eftir dauða Johns að halda baráttunni áfram í hans nafni því það er svo margt, eins og við vitum, sem má betur fara í heiminum.“ „Takk fyrir mig“ „Ég er afar þakklát fyrir þessi verðlaun. Fyrir mér er það ómetanlegt að hugsað sé til mín af slíkri virðingu. Ég mun koma til með að nota þetta mér til hvatningar til þess að gera betur og leggja harðar að mér í þágu friðar. Takk fyrir mig.“ Óttaðist aldrei um líf sitt Yoko Ono er stödd á Íslandi í ellefta sinn. Vera hennar hér á landi vekur ávallt mikla athygli og hefur tendrun Friðarsúlunnar í Viðey fest sig í sessi sem ljúfur boði Veturs konungs. Í ár tók Yoko á móti æðstu heiðursnafnbót Reykvíkinga, hún segir það óvænt en hvetjandi. HEIÐURSBORGARI Í HÖFÐA Yoko Ono tók við viðurkenn- ingunni í Höfða í gær. Jón Gnarr borgarstjóri fylgdist með heiðurs- borgaranum halda þakkarræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.