Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 36
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 36 Brotthvarf nema úr fram- haldsskólum hér er sagt meira en víða í Evrópu og gagnrýnt að skólarn- ir bjóði ekki fram nám og kennslu sem höfðar til nemenda. Atli Harðarson og Magnús Þorkelsson rökstyðja að samanburð- ur á brottfallstölum landa er ómarktækur. Magnús segir alla tekna inn í fram- haldsskóla hér en sums staðar eru 10-15% nem- enda ekki talin hæf í slíkt nám og teljast ekki með í brottfalli. Atli segir norska og sænska framhaldsskóla útskrifa alla, líka þá sem falla. Brottfallstölur hér myndu snarlækka ef við gerðum eins. Fyrir 30 árum fóru aðeins um 60% árgangs í framhaldsskóla en nú um 95%. Hópurinn er orðinn sundurleitari. Of margir leita í bóknám í stað verk- náms að teknu tilliti til getu og áhuga. Breyta þarf hugsunarhætti og auka námsráð- gjöf og stýringu. Hluti hópsins á ekki erindi í háskóla. Lítið heyrist um tveggja ára framhaldsskóla- prófið sem átti að útskrifa nem- endur með reisn og hækka mennt- unarstig þjóðarinnar. Líklega er vinna með námi algengari hér en víða í Evrópu og oft bitnar vinna á námi. Meðal annars vegna vinnu með námi þrýsta nemendur á kennara að minnka heimavinnu og í vaxandi mæli er henni ekki sinnt þar sem ég þekki til. Ef til vill ýtir sveigj- anleiki kerfisins hér undir brott- fall. Lítið mál er að hætta og byrja aftur í skóla síðar. Eftir að hverfaskipting var afnumin hafa sterkustu nem- endurnir sótt í ákveðna skóla. Aðrir skólar fá nemendur sem glíma í meiri mæli við náms- hamlandi vanda, til dæmis les- blindu, athyglisbrest, þunglyndi og vímuefnaneyslu, sem eykur hættu á brotthvarfi. Fjárveit- ingar til skólanna taka ekki mið af þessu, sem er álíka gáfulegt og að skammta spítala sama fjármagn vegna fingurbrots og hjartaaðgerðar. Reiknilík- anið illræmda er yfirvöldum til skammar. Brotthvarf úr framhaldsskólum ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 A MENNTUN Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari ➜ Minni námskröfur þýða minna fall og brottfall en „framleiðniaukning“ byggð á slíku er innistæðulaus. Í alþjóðlegum samanburði myndi slíkt samt leiða til „hærra menntunarstigs“ þjóðarinnar sem væri auð- vitað blekking. Kennarar gerðir ábyrgir Í umfjöllun um brotthvarfið er krafa um aukna framleiðni og árangur í skólakerfinu. Í vax- andi mæli eru kennarar gerðir ábyrgir fyrir frammistöðu nem- enda, eiga jafnvel að sjá til þess að enginn falli. Að auki eiga þeir að vera skemmtilegir og hafa lítið heimanám. Þeir eru í sam- keppni hver við annan og sums staðar er hægt að ljúka áföng- um í eins konar skemmri skírn. Sumir minnka kröfur, standa að einkunnabólgu. Annars væri brotthvarfið enn meira. Er það á ábyrgð tónlistarkennara ef nem- andi hans svíkst um að æfa sig á hljóðfærið? Trésmiðurinn getur þvingað spýtuna meðan hann heflar hana en kennarinn fæst við lifandi fólk sem oft fer sínar leiðir. Framhaldsskólanám er ekki skyldunám. Sinni nemandi ekki náminu er hæpið að velta ábyrgðinni á skólann. Ég gæti haft brottfall og fall í mínum áföngum nálægt 0%. Ég á að fylgja námskrá en ræð kröfunum og gæti haft náms- matið þannig að allir næðu. Væri það góður árangur? Já, ef aðeins væri skoðuð tölfræðin sem skólinn tekur saman. Ráðu- neyti menntamála ætti að veita kennurum stuðning, mat á því hvort námskröfur séu hæfilegar. Aðeins einu sinni hef ég fengið slíkt mat. Nemandi gerði kröfu um að prófdómari mæti prófúr- lausn. Ég stóðst matið fullkom- lega en annars hef ég í 34 ár þurft að treysta eigin dómgreind í þessum efnum. Minni námskröfur þýða minna fall og brottfall en „framleiðni- aukning“ byggð á slíku er inni- stæðulaus. Í alþjóðlegum saman- burði myndi slíkt samt leiða til „hærra menntunarstigs” þjóðar- innar sem væri auðvitað blekk- ing ein. Leyndarmálið Fyrrverandi dúx FB, Smári Freyr Guðmundsson, var spurð- ur um leyndarmálið á bak við velgengnina. Hann sagði: „Vera skynsamur og gera það sem manni er sett fyrir. Þetta er í raun svo einfalt. Gefa sér tíma og sýna því áhuga sem maður er að gera … og líka þessu leiðinlega.“ Jórunn Sóley Björnsdóttir, nýr dúx FB, sagði í skólaslita- ræðu: „Ég hafði litla trú á að námið gæti verið svo krefjandi og ætlaðist til þess að geta svifið í gegnum það áreynslulaust … Í raun mætti segja að ég hafi fengið létt áfall eftir fyrsta dag- inn … og mér fannst sem enginn tími ynnist til þess að klára allt þetta heimanám sem var hrúgað á mig strax á fyrsta degi.“ Jór- unn spýtti í lófana að eigin sögn og margir mættu taka hana og Smára til fyrirmyndar. Framhaldsskólar bjóða marg- ar námsleiðir þótt ef til vill megi fjölga þeim. Slíkt myndi þó þýða meiri verklega kennslu, sem er eitur í beinum stjórnvalda vegna kostnaðar. Margir ráða illa við bóknám og námshamlandi vandi sumra er slíkur að máttur kenn- ara fær ekki við hann ráðið. Oft er þó vanvirkni nemenda aðal- vandamálið. Brotthvarf minnkaði ef nemendur veldu sér námsleiðir eftir áhuga og færni og kæmu sér að verki. Sumir nemendur og for- eldrar þurfa að breyta hugarfari sínu hvað þetta varðar. Gott er að þekkja rétt sinn en skyldunum þarf líka að sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.