Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 74
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Opnanir 17.00 Týsgallerí verður opnað á Týs- götu með sýningunni Merki eftir Baldur Geir Bragason. 17.00 Opnun Menningarhátíðar Sel- tjarnarness fer fram í dag. Setning hátíðarinnar fer fram í Bókasafni Sel- tjarnarness en þar verða opnaðar þrjár sýningar. Félagsvist 20.00 Rangæingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í samvinnu við Skaftfellinga hefst í Skaftfellingabúð í Reykjavík í kvöld. Upplestur 12.00 Í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík verður boðið upp á girnileg ljóð og gómasætar súpur á góðu verði í aðal- safni Borgarbókasafns alla fimmtudaga í október og fyrsta fimmtudag í nóvem- ber. Ljóðalestur, súpa, heimabakað byggbrauð með hummusi og hvítlauks- smjöri og kaffi á eftir á 1.290 krónur. Allir velkomnir. 12.00 Boðið er upp á ljóðalestur og súpu frá Kryddlegnum hjörtum í aðal- safni Borgarbókasafns í dag. Ljóðalest- ur, súpa og kaffi kostar 1.290 krónur. Pub Quiz 21.00 Rokk Quiz fer fram á Bar 11 í kvöld. Það kostar ekkert að taka þátt og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Spyrill að þessu sinni verður Matti á Rás 2. Tónlist 20.00 Björg Þórhallsdóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanó- leikari koma fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík í kvöld. 20.30 Eiríkur Hauksson er gestur Jóns Ólafssonar í tónleikaröðinni Af fingrum fram sem fram fer í Salnum í Kópavogi. Nánari upplýsingar á Miði.is. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Obladíoblada við Frakkastíg 8. Góður gestur kemur í heimsókn! Uppákomur 21.00 Opnar prufur fyrir Skinnsemi sirkus fara fram á Harlem í kvöld. Alls kyns tónlistaratriði, súluhópdans, húllabrjálæði, diskódrottning, spákona. Gleðin fer fram í bakherberginu á Harlem og það kostar 1.500 krónur inn. Aldurstakmark áhorfenda og skemmti- krafta eru 20 ár. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Hljómar og John Grant eru á meðal þeirra sem koma fram á afmælisfundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld. Á meðal annarra sem koma fram eru Lockerbie, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og Karlakórinn Fóstbræður. Sérstakur gestur verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Þarna erum við að stilla saman strengina og brýna okkur öll í baráttunni sem er fram undan,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður SÁÁ. Fjársöfnunin Áfram Vogur er nýhafin þar sem óskað er eftir aðstoð frá fyrirtækjum og einstak- lingum. Einstaklingar geta hringt í síma 903-2001, 903-1003 og 903-1005 og borgað eitt til fimm þús- und krónur. „Okkur finnst við standa á tímamótum því Þórarinn Tyrfingsson [yfirlæknir á Vogi] segist aldrei hafa séð svartara ástand. Við erum að byggja upp aðstöðu fyrir veikasta fólkið og eins og staðan er núna þurfum við aðstoð til að geta þetta. Annars er nánast óumflýjanlegt að skerða þjónustuna,“ segir Rúnar Freyr. „Þess vegna viljum við hittast og fylla Háskólabíó.“ Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 20. -fb Hljómar og John Grant á svið Hljómar og John Grant spila á afmælisfundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld. JOHN GRANT Tónlistarmaðurinn John Grant kemur fram á afmælisfundi SÁÁ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Grant hefur talað opinskátt um eiturlyfja- neyslu sína og tók vel í það að syngja nokkur lög. Hljómsveitin Major Lazer, með tónlistarmanninn Diplo í broddi fylkingar, hefur staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík 2014. Major Lazer hefur leikið á mörgum stærstu tónlistarhátíð- um heims síðustu ár og lék í júní á Sónar í Barcelona. Hljómsveitin gaf í apríl út breiðskífuna Free The Universe, þar sem hljómsveit- in nýtur meðal annars liðsinnis Bruno Mars, Santigold, Flux pavil- lion og Ezra Koenig úr hljómsveit- inni Vampire Weekend. Á plötunni er m.a. stór- smell- inn Get Free. Major Lazer spilar á Sónar „Við opnuðum síðustu helgi og slógum upp mikilli veislu en það verður enn þá meira um að vera hjá okkur núna um helgina,“ segir Böðvar Reynisson, betur þekktur sem Böddi í Dalton, einn af eigend- um veitinga- og skemmtistaðarins Hendrix, um opnunina á nýja staðn- um. Á föstudagskvöldið verður alvöru dansleikur með hljómsveitinni Út í hatt og á laugardagskvöldið koma fram Ultra Mega Technobandið Stefán og Haffi Haff. „Síðasta helgi var minni í sniðum, fyrir vini og vandamenn, næsta helgi er í raun formleg opnunarhelgi.“ Nýi veitinga- og skemmtistaður- inn Hendrix er nefndur eftir gít- arhetju og stendur við Gullinbrú, Stórhöfða 17. „Við ætlum að leggja mikinn metnað í góðan mat og ætlum að sýna allt helsta sportið,“ bætir Böðvar við. Að auki verður lifandi tónlist í hávegum höfð á Hendrix. Staðurinn er einn stærsti sport- bar landsins, eða um 400 manna staður. „Staðurinn ætlar að hýsa alls kyns viðburði eins og pub quiz, bingó og svo er líklegt að Íslands- mótið í karókíi verði haldið hér,“ segir Böðvar að lokum. -glp Hendrix hýsir sport og tónlist Veitinga- og skemmtistaðurinn Hendrix leggur metnað í mat, sport og tónlist. GLEÐI VIÐ GULLINBRÚ Böðvar Reynisson, einn eigenda Hendrix við Gullinbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MAJOR LAZER Hljómsveitin Major Lazer spilar á Sónar Reykjavík í næsta ári. OPIÐ HÚS Gunnarsbraut 47 - efri sérhæð Í dag kl. 17.30 til 18.00. Glæsileg 126,7 fm. neðri sérhæð auk 15,5 fm. bílskúrs á vinsælum stað í Norðurmýrinni. Sér inngangur. Samtals 142,2 fm. Gott skipulag og innréttingar. Fallegur garður. Sjón er sögu ríkari. Háholt 14, Mosfellsbær Sími: 588 5530 • berg@berg.is www.berg.is • GSM 897 0047 Pétur Pétursson lögg. fasteignasali Petur@berg.is Sölumaður Berg tekur á móti áhugasömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.