Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 5Gengur vel ●
Það er löngu orðið
tímabært að fólk vakni til
vitundar um mikilvægi þess
að bera á sig hreinan farða
og krem. Ofnæmisviðbrögð
og óþol fyrir snyrti- og
hreinlætisvörum eru algeng
og því er það fagnaðarefni
að komnar séu glæsilegar,
lífrænt vottaðar húð- og
förðunarvörur frá benecos
á markaðinn. Með benecos
sannast að verð og gæði
fara ekki endilega alltaf
saman. Loksins er það á
allra færi að nota lífrænt
vottaðar vörur á góðu
verði.
Nýverið var stofnuð snyrtivöru-
deild hjá Gengur vel sem hefur
það að leiðarljósi að bjóða upp á
góðar, hreinar og helst lífrænt
vottaðar snyrtivörur á sem
bestu verði fyrir neytandann.
„Náttúrulegar snyrtivörur
styðja við náttúrulega eigin-
leika húðarinnar. Þær næra og
annast húðina með nærgætn-
um hætti og henta fyrir húð
á öllum aldri. Það er ótrúlega
mikilvægt að hugsa vel um það
sem við setjum framan í okkur
og almennt á húðina ekki síður
en það sem fer ofan í okkur,“
segja Ásta Kjartansdóttir og
Elísabet Guðmundsdóttir sem
báðar starfa í snyrtivörudeild
Gengur vel ehf. „Húðin er
stærsta líffærið okkar og margt
sem fer á hana fer inn í blóð-
rásina og hefur áhrif á líkams-
starfsemina. Það er mjög auð-
velt að nýta húðina til inntöku
á ýmsum efnum sem eru fram-
leidd til þess.“ Förðunarvörurn-
ar frá benecos hafa hlotið fjölda
viður kenninga, meðal annars
frá ÖKO TEST í Þýskalandi.
HREINAR SNYRTIVÖRUR, HVAÐ ER ÞAÐ?
„Það eru vörur sem eru án allra
parabenefna, paraffíns, síli-
kons, peg og óæskilegra litar-
og ilmefna. Þær eru án allra
rotvarnarefna og hafa engin
erfðabreytt innihaldsefni.
Naglalökkin eru eins hrein og
hægt er án þess að það komi
niður á gæðum. Þau eru án
formaldehýðs, toluens, kam-
fóru, phathalates og colophony
en þetta er aðeins hluti þeirra
skaðlegu efna sem ættu alls
ekki að vera notuð og allra síst
á ung börn en sífellt yngri börn
fá lit á neglur.
Allar vörurnar frá benecos,
að förðunarburstunum undan-
skildum, eru framleiddar innan
Evrópu. Hárin í förðunarburst-
ana koma frá sjálfbærri rækt-
un á toray-bambus í Japan. Vör-
urnar frá benecos hafa BDIH-
vottun (vottaðar náttúrulegar
snyrtivörur) sem er trygging
fyrir því að notuð séu nátt-
úruleg hráefni eins og olíur,
vax, ilmkjarnaolíur og önnur
efni sem falla undir þessa vott-
un á vinnslu og framleiðslu.“
Sölustöðum benecos-var-
anna fjölgar ört og þeim sem
áhuga hafa á að selja vöruna
er velkomið að hafa samband
við Ástu og Elísabetu á gengur-
vel@gengurvel.is. Frekari upp-
lýsingar á www.gengurvel.is.
Sölustaðir benecos eru: Lifandi
markaður, Heilsuhúsin, Systra-
samlagið á Seltjarnarnesi, Rad-
ísa í Hafnarfirði, Heilsutorg
Blómavali, Snyrtistofan Rán í
Ólafsvík og Snyrtistofan Alda
á Egilsstöðum.
Ertu vakandi?
Hreinar snyrtivörur eru framtíðin
METHYL, PROBYL, BUTYL OG ETHYL
PARABEN Notað sem vörn gegn örveruvexti
(rotvörn) í snyrtivörum og til að auka líftíma
þeirra. Þessi efni geta truflað innkirtlastarfsem-
ina og aukið líkur á krabbameini og ófrjósemi.
Finnst í húðvörum.
DEA, MEA OG TEA Notað í snyrtivörur sem
bindiefni til að innihaldið freyði betur. Þau geta
valdið ofnæmisviðbrögðum, pirringi í augum,
þurrk í hári og húð.
SODIUM LAURETH/LAURYL SULFATE
Notað í hársápur og sápulegi vegna hreinsandi
eiginleika. Oftast unnið úr bensíni. Oft falið
í snyrtivörum sem eru sagðar náttúrulegar.
Getur valdið pirringi í augum, hrúðri í hárs-
verði, útbrotum á húð og öðrum ofnæmisvið-
brögðum.
PHATHALATES Safnast upp í líkamanum.
Hefur skaðleg áhrif á lungu, nýru og frjósemi
manna. Getur fundist meðal annars í nagla-
lakki, svitalyktareyði, ilmvötnum og ýmsum
hárvörum.
PETROLATUM Einnig þekkt sem petroleum
jelly (vaselín). Notað til að fá mjúka áferð á
snyrtivörurnar. Hefur ekkert næringargildi fyrir
húðina og getur haft neikvæð áhrif á eðlilega
rakamyndun húðarinnar. Er ódýrt hráefni.
PROPYLENE GLYCOL/PEG/POLY
ETHYLENE GLYCOL/POLYPROPYLENE
GLYCOLGrænmetisglýseról blandað grjóna-
alkóhóli, sem eru bæði náttúruleg. Oftast
blandað tilbúinni jarðolíu og notað sem raki
í snyrtivörum. Þekkt fyrir að valda ofnæmis-
viðbrögðum, útbrotum og exemi. Talið geta
skaðað frjósemi.
SYNTHETIC FRAGRANCES Tilbúin ilmefni
sem notuð eru í snyrtivörum. Geta innihaldið
allt að 200 efni. Óþægindi vegna þessara efna
eru t.d. höfuðverkur, svimi, útbrot, litabreyt-
ingar á húð, hósti, ógleði og húðpirringur. Þau
fyrirtæki sem nota ekta ilmkjarnaolíur taka það
alltaf fram í innihaldslýsingum.
TRICLOSAN/TRICLOCARBAN Þessi efni
geta ögrað starfsemi skjaldkirtils. Mikið notað í
efni sem eru sótthreinsandi, tannkrem og sápur.
TOLUENE Skaðlegt efni sem getur orsakað
ofskynjanir, skaðað lifur, lungu og nýru. Hefur
verið tengt við krabbamein í heila. Ertir öndun-
arfæri. Finnst í naglalakki og hreinsiefnum.
FORMALDEHÝÐ Talið vera mjög skaðlegt.
Frásogast í gegnum húð, er krabbameins-
valdandi og getur valdið taugaskaða. Finnst í
naglalakki og mörgum húðvörum. Hættulegt
við innöndun.
Er eitthvað af þessum efnum að finna í
snyrtivörunum þínum?
Tíu óæskileg efni í snyrtivörum sem gott er að forðast
Hreinar snyrtivörur eru án allra paraben efna, paraffin, silicon, peg og óæskilegra litar-og ilmefna. Þær eru án rotvarnarefna og hafa engin erfðabreytt innihaldsefni.
Ásta
Kjartansdóttir
Elísabet
Guðmundsdóttir