Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 5Gengur vel ● Það er löngu orðið tímabært að fólk vakni til vitundar um mikilvægi þess að bera á sig hreinan farða og krem. Ofnæmisviðbrögð og óþol fyrir snyrti- og hreinlætisvörum eru algeng og því er það fagnaðarefni að komnar séu glæsilegar, lífrænt vottaðar húð- og förðunarvörur frá benecos á markaðinn. Með benecos sannast að verð og gæði fara ekki endilega alltaf saman. Loksins er það á allra færi að nota lífrænt vottaðar vörur á góðu verði. Nýverið var stofnuð snyrtivöru- deild hjá Gengur vel sem hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á góðar, hreinar og helst lífrænt vottaðar snyrtivörur á sem bestu verði fyrir neytandann. „Náttúrulegar snyrtivörur styðja við náttúrulega eigin- leika húðarinnar. Þær næra og annast húðina með nærgætn- um hætti og henta fyrir húð á öllum aldri. Það er ótrúlega mikilvægt að hugsa vel um það sem við setjum framan í okkur og almennt á húðina ekki síður en það sem fer ofan í okkur,“ segja Ásta Kjartansdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir sem báðar starfa í snyrtivörudeild Gengur vel ehf. „Húðin er stærsta líffærið okkar og margt sem fer á hana fer inn í blóð- rásina og hefur áhrif á líkams- starfsemina. Það er mjög auð- velt að nýta húðina til inntöku á ýmsum efnum sem eru fram- leidd til þess.“ Förðunarvörurn- ar frá benecos hafa hlotið fjölda viður kenninga, meðal annars frá ÖKO TEST í Þýskalandi. HREINAR SNYRTIVÖRUR, HVAÐ ER ÞAÐ? „Það eru vörur sem eru án allra parabenefna, paraffíns, síli- kons, peg og óæskilegra litar- og ilmefna. Þær eru án allra rotvarnarefna og hafa engin erfðabreytt innihaldsefni. Naglalökkin eru eins hrein og hægt er án þess að það komi niður á gæðum. Þau eru án formaldehýðs, toluens, kam- fóru, phathalates og colophony en þetta er aðeins hluti þeirra skaðlegu efna sem ættu alls ekki að vera notuð og allra síst á ung börn en sífellt yngri börn fá lit á neglur. Allar vörurnar frá benecos, að förðunarburstunum undan- skildum, eru framleiddar innan Evrópu. Hárin í förðunarburst- ana koma frá sjálfbærri rækt- un á toray-bambus í Japan. Vör- urnar frá benecos hafa BDIH- vottun (vottaðar náttúrulegar snyrtivörur) sem er trygging fyrir því að notuð séu nátt- úruleg hráefni eins og olíur, vax, ilmkjarnaolíur og önnur efni sem falla undir þessa vott- un á vinnslu og framleiðslu.“ Sölustöðum benecos-var- anna fjölgar ört og þeim sem áhuga hafa á að selja vöruna er velkomið að hafa samband við Ástu og Elísabetu á gengur- vel@gengurvel.is. Frekari upp- lýsingar á www.gengurvel.is. Sölustaðir benecos eru: Lifandi markaður, Heilsuhúsin, Systra- samlagið á Seltjarnarnesi, Rad- ísa í Hafnarfirði, Heilsutorg Blómavali, Snyrtistofan Rán í Ólafsvík og Snyrtistofan Alda á Egilsstöðum. Ertu vakandi? Hreinar snyrtivörur eru framtíðin METHYL, PROBYL, BUTYL OG ETHYL PARABEN Notað sem vörn gegn örveruvexti (rotvörn) í snyrtivörum og til að auka líftíma þeirra. Þessi efni geta truflað innkirtlastarfsem- ina og aukið líkur á krabbameini og ófrjósemi. Finnst í húðvörum. DEA, MEA OG TEA Notað í snyrtivörur sem bindiefni til að innihaldið freyði betur. Þau geta valdið ofnæmisviðbrögðum, pirringi í augum, þurrk í hári og húð. SODIUM LAURETH/LAURYL SULFATE Notað í hársápur og sápulegi vegna hreinsandi eiginleika. Oftast unnið úr bensíni. Oft falið í snyrtivörum sem eru sagðar náttúrulegar. Getur valdið pirringi í augum, hrúðri í hárs- verði, útbrotum á húð og öðrum ofnæmisvið- brögðum. PHATHALATES Safnast upp í líkamanum. Hefur skaðleg áhrif á lungu, nýru og frjósemi manna. Getur fundist meðal annars í nagla- lakki, svitalyktareyði, ilmvötnum og ýmsum hárvörum. PETROLATUM Einnig þekkt sem petroleum jelly (vaselín). Notað til að fá mjúka áferð á snyrtivörurnar. Hefur ekkert næringargildi fyrir húðina og getur haft neikvæð áhrif á eðlilega rakamyndun húðarinnar. Er ódýrt hráefni. PROPYLENE GLYCOL/PEG/POLY ETHYLENE GLYCOL/POLYPROPYLENE GLYCOLGrænmetisglýseról blandað grjóna- alkóhóli, sem eru bæði náttúruleg. Oftast blandað tilbúinni jarðolíu og notað sem raki í snyrtivörum. Þekkt fyrir að valda ofnæmis- viðbrögðum, útbrotum og exemi. Talið geta skaðað frjósemi. SYNTHETIC FRAGRANCES Tilbúin ilmefni sem notuð eru í snyrtivörum. Geta innihaldið allt að 200 efni. Óþægindi vegna þessara efna eru t.d. höfuðverkur, svimi, útbrot, litabreyt- ingar á húð, hósti, ógleði og húðpirringur. Þau fyrirtæki sem nota ekta ilmkjarnaolíur taka það alltaf fram í innihaldslýsingum. TRICLOSAN/TRICLOCARBAN Þessi efni geta ögrað starfsemi skjaldkirtils. Mikið notað í efni sem eru sótthreinsandi, tannkrem og sápur. TOLUENE Skaðlegt efni sem getur orsakað ofskynjanir, skaðað lifur, lungu og nýru. Hefur verið tengt við krabbamein í heila. Ertir öndun- arfæri. Finnst í naglalakki og hreinsiefnum. FORMALDEHÝÐ Talið vera mjög skaðlegt. Frásogast í gegnum húð, er krabbameins- valdandi og getur valdið taugaskaða. Finnst í naglalakki og mörgum húðvörum. Hættulegt við innöndun. Er eitthvað af þessum efnum að finna í snyrtivörunum þínum? Tíu óæskileg efni í snyrtivörum sem gott er að forðast Hreinar snyrtivörur eru án allra paraben efna, paraffin, silicon, peg og óæskilegra litar-og ilmefna. Þær eru án rotvarnarefna og hafa engin erfðabreytt innihaldsefni. Ásta Kjartansdóttir Elísabet Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.