Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 16
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30 – 21:00 Nánari upplýsingar og skráning á ung@gudrunbergmann.is og www.ungaollumaldri.is Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR FARIÐ YFIR: fimmtudagur 17. okt. 4.900 kr. Hvernig þekkja má bólgueinkennin og finna leiðir til bata. Hvaða fæðutegundir valda bólgueinkennum í líkamanum. Hvaða fæðu, krydd og bætiefni má nota til að draga úr bólgum. GUÐRÚN BERGMANN hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða og skrifað bækur um heilsu, náttúrulækningar og umhverfisvitund. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.09.13 - 08.10.13 1 2Maður sem heitir Ove Fredrik Backman Höndin Henning Mankell 5 Leðurblakan Jo Nesbo 6 Amma GlæponDavid Walliams 7 Nikký og slóð hvítu fjaðranna Brynja Sif Skúladóttir 8 Ég skal gera þig svo hamingju-saman - Anne B. Ragde 10 Iceland small world Sigurgeir Sigurjónsson9 Norðurslóðasókn - Ísland og tækifærin - Heiðar Guðjónsson 4 Sáttmálinn Jodi Picoult3 Heilsubók Jóhönnu Jóhanna Vilhjálmsdóttir SLYS Grazvydas Lepikas vann hetju- dáð í Suðurbæjarlaug um síðustu helgi þegar honum tókst að endur- lífga mann sem lá meðvitundarlaus í sundlauginni. Þegar Lepikas kom að manninum var hann blár í kring- um varirnar og annar sundlaugar- gestur hafði hafið skyndihjálp. „Ég vissi að hver sekúnda skipti sköpum og ég setti höfuð mannsins í rétta stöðu og hóf að blása og hnoða til skiptis. Ég veit ekki hversu lengi ég gerði þetta en þetta virtist vera heil eilífð.“ Lepikas kallaði annan sundlaugargest til hjálpar sem blés í manninn á meðan Lepikas hnoðaði hann. „Allt í einu gerðist kraftaverk sem ég á erfitt með að lýsa. Ég fann að hjartað fór að slá á ný. Hjartað hökti af stað eins og dísilvél á köld- um vetrarmorgni.“ Maðurinn komst aftur til meðvit- undar, en lífgunartilraunir Lepikas höfðu reynt svo á hann að hann sat lengi á sturtugólfinu og hvíldi sig. Lepikas, sem er frá Litháen, er 43 ára gamall og hefur búið hér á landi í átta ár. - jjk, skó „Hjartað hökti af stað eins og dísilvél á köldum vetrarmorgni“: Vann hetjudáð í Suðurbæjarlaug SNÖR HANDTÖK Sundlaugargestir í Hafnarfirði björguðu mannslífi. ALÞINGI „Hættum að tala um nýtt hátæknisjúkrahús, tölum um eðli- legt viðhald á gömlum húsum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir Fram- sóknarflokki í umræðum um Landspítalann á Alþingi í gær. Þór- unn sagði jafnframt að það hefði komið fram á fundi með stjórnend- um sjúkrahússins að þrjá milljarða króna vantaði til reksturs og upp- byggingar þess á næsta ári. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu sagði að það hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni að óánægja starfsfólks á Landspítalanum færi vaxandi. „Sú óánægja snýr ekki síst að þeirri staðreynd að þær fyrirætl- anir sem uppi voru um endurnýj- un húsakosts sjúkrahússins eru nú í uppnámi og ekki virðist mik- ill skilningur á þörfinni hjá núver- andi stjórnvöldum,“ sagði þing- maðurinn. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra sagði stjórnvöld hafa skilning á því að Landspít- alinn þyrfti endurbættan húsa- kost. „Ég hef átt í viðræðum við formann byggingarnefndar nýja Landspítalans og staðið í viðræð- um við aðra stjórnarmenn um að þetta mál þurfi að útfæra,“ svar- aði ráðherrann. Kristján sagðist hafa kallað eftir hugmyndum í þá veru og falið stjórninni að stilla upp sundurliðuðum möguleikum á framkvæmdinni bæði hvað varð- ar aðalbygginguna og ekki síður smærri þætti verksins. Sigríður Ingibjörg vildi fá svar við því hvernig ætti að tryggja fjármuni til tækjakaupa á sjúkra- húsinu. Heilbrigðisráðherra sagði Landspítala vantar þrjá milljarða króna Heilbrigðisráðherra segist gera sér grein fyrir vanda sjúkrahússins. Þingmaður fagnar því að skilningur virðist vera á því meðal þingmanna að sjúkrahúsið þurfi meira fé. Annar segir að hætta eigi tali um nýtt hátæknisjúkrahús. FJÁRVANA Þingmenn á Alþingi ræddu vanda Landspítalans í gær. Heilbrigðisráð- herra sagði að hann hefði átt í viðræðum við formann og stjórn byggingarnefndar nýs Landspítala og hefði óskað eftir tillögum og hugmyndum frá þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELÍN HIRST KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR að hann og fjármálaráðherra ætl- uðu að fara fram á að gerð yrði tímasett áætlun til fjögurra ára um tækja- og búnaðarþörf spítalans. „Við verðum að leggja aukið fé til spítalans, það er engin spurning í mínum huga,“ sagði Elín Hirst Sjálfstæðisflokki. Hún sagði að það mætti þó ekki gera með því að auka skuldasöfnun ríkisins. Peningana yrði að finna með öðru móti. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði frekari niðurskurð á fjár- framlögum til spítalans ekki ger- legan. Hann sagðist fagna því að svo virtist sem það væri að mynd- ast samhljómur og skilningur meðal þingmanna á því að sjúkra- húsið þyrfti meira fé svo hægt yrði að fara í nauðsynleg tækjakaup, viðhald og uppbyggingu. - johanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.