Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 50
10. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR6 ● Gengur vel
Bætiefni undir tungu (sublingual supplements) eru tekin inn við
tungurót. Þegar efnin komast í snertingu við slímhúðina (1) undir
tungunni seytla þau í gegnum hana. Þar sem vefurinn undir tungunni
er ríkur af háræðum (2) berast þau þaðan hratt inn í blóðrás líkamans.
Efni sem fara fyrst í gegnum meltingarveginn rýrna mikið í virkni við
snertingu við magasýrur, gall og ensím áður en þau komast út í blóð-
rásina. Þá leið þurfa öll þau lyf og fæðubótarefni sem við gleypum, og
frásogast í meltingar veginum, að fara. Þau fara úr meltingarvegin-
um til lifrarinnar og tapa á þeirri ferð sinni stórum hluta virkni sinnar
vegna hreinsunar- og efnaskiptavirkni lifrarinnar.
Inntaka undir tungu hefur þar af leiðandi fjölmarga kosti fram yfir
hefðbundna inntöku. Þar sem efnin komast fljótt í snertingu við blóð-
rásina verður virkni þeirra hraðari og rýrnun þeirra minni því aðeins
munnvatnsensím komast í snertingu við þau á leið sinni inn í blóðrás-
ina.
Breska fyrirtækið BetterYou
framleiðir meðal annars
bætiefni sem úðað er undir
tungu og magnesíumúða
sem borinn er á líkamann.
Gengur vel spjallaði við
Andrew Thomas, stofnanda
og einn eiganda BetterYou á
dögunum.
Hugmyndin spratt upp úr persónulegri reynslu minni. Sem astmasjúkling-
ur þurfti ég að treysta mikið á hefð-
bundin lyf. Á þessum tíma lifði ég
á hefðbundnu vestrænu mataræði
sem samanstóð af miklu magni af
mjólkurvörum; miklu kalki en of
litlu af magnesíumi og ég var al-
gerlega háður steraúða. Það var
ekki fyrr en ég hitti lífefnafræð-
inginn dr. Juan Ros ello sem augu
mín opnuðust fyrir virkni magnesí-
ums og sérstaklega fyrir mikilvægi
þess að fá rétt hlutföll af kalki og
magnesíumi úr fæðunni. Mig hafði
lengi langað til að losna við úðann
og breyta um lífsstíl svo ég byrj-
aði að taka inn magnesíum og það
dró nánast alveg úr
astmaeinkenn-
unum.“
BYGGT Á TRAUSTUM RANNSÓKNUM
„Í framhaldi hitti ég Juan aftur til
að fræðast meira um rannsóknir
hans í sambandi við húðmeðferð-
ir þ.e. að magnesíumi sé spreyj-
að á húðina og þannig tekið inn í
gegnum hana. Á þann hátt slepp-
um við við frumvinnslu efnisins í
meltingarfærunum og nýrunum,
losnum við mögulega magaólgu og
niðurgang og aukum upptöku efn-
isins verulega. Ég hef alltaf viljað
sýna, með traustum vísindalegum
rannsóknum, að vörur okkar virki
í raun og veru.
Rannsóknirnar byrjuðu með for-
könnun Watkins & Josling (apríl
2010) á hvernig magnesíumklóríð,
sem spreyjað var á húð, gæti breytt
magnesíummagninu í líkamanum.
Eftir tólf vikur hafði magnesíum í
frumum aukist um tæplega 60 pró-
sent. Þetta jafngildir fimm sinnum
hraðari upptöku en þegar magn-
esíum er tekið inn á hefðbundinn
hátt.“
LÆKNAR MÆLA MEÐ VÍTAMÍNÚÐA
„Vörulína BetterYou af vítamín-
úðum kom til vegna samræðna
sem ég átti við dr. Charles Heard,
við háskólann í Cardiff, um vinnu
hans við gerð malaríubólu efnis í
spreyformi (til að spreyja undir
tungu) til notkunar í þorpum þar
sem ferskt vatn og lyf voru af
skornum skammti. Teymi okkar
rannsakaði í kjölfarið verkun D-
vítamínúða sem úðað er undir
tungu. Rannsóknin staðfesti virkni
munnúðans og hversu mikil upp-
takan væri í gegnum tungurótina.
Dlux 1000 var fyrsta munn-
spreyið sem kynnt var á markað,
árið 2010. Síðan hefur áhuginn á
vítamínspreyjum aukist gríðar-
lega. Í framhaldi settum við á
markað D-Lux400 og D-vítamín
fyrir ófrískar konur. Vörulínunni
okkar hefur verið einstaklega vel
tekið, til dæmis hafa læknar oft
ráðlagt sjúklingum sínum að nota
vörunar. Nýlega höfum við einn-
ig sett á markað B12 Boost og
fjölvíta-
mínsprey,“
segir And-
rew að lokum
og bætir því
við að bæti-
efni í úða-
formi séu
klárlega
framtíðin.
Astmaveiki varð
uppspretta blómlegs
heilsufyrirtækis
í fremstu röð
Andrew Thomas.
Hvað eru bætiefni undir
tungu og hvernig nýtast
þau þér?
B12-Vítamín „Boostið“ í hversdagsleikann
B12 Boost er mjög áhrifaríkur og náttúrulegur B12-vítamínmunnúði
sem inniheldur hátt hlutfall af B12 (methylcobalamin) ásamt krómi
og grænu te-ekstrakti. Einstaklega hentugt fyrir einstaklinga sem eru í
annasömu starfi, síþreyttir eða orkulausir, sextuga og eldri og íþrótta-
fólk sem stundar ákafa hreyfingu. B12 Boost tryggir hámarksupptöku
en upptaka á B12 er einstaklega erfið í gegnum meltingarveginn. Talið
er að allt að 1% nýting sé á því B12-vítamíni sem tekið er inn í gegnum
meltingarveginn en þar spilar inn í þreyta, stress og slæmar matarvenj-
ur. BetterYou styðst við eitt aðgengilegasta form af B12 (methylcoba-
lamin) í sinni blöndu til að tryggja hámarksupptöku.
Sólarvítamínið DLUX 1000
Dlux 1000-vítamínið er sérstaklega hentugt D-vítamín í úðaformi. Það
kemur í litlum brúsum sem passa í veski eða úlpuvasa. Ekki skemm-
ir fyrir að úðinn er með náttúrulegu pipar mintubragði og hentar öllum
fjölskyldumeðlimum sex ára og eldri. Í brúsanum eru u.þ.b. 100 sprey
sem er þriggja mánaða skammtur en úr einu spreyi fást 1000IU (alþjóð-
legar einingar) af D-vítamíni. D-vítamín er oft talið eitt nauðsynlegasta
vítamín sem mannslíkaminn þarfnast. Það spilar lykilhlutverk í bein-
og tannheilsu og hefur einnig styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Þegar
hausta tekur með lækkandi sól er algengt
að D-vítamínbirgðir landans fari einnig
lækkandi.
Inntaka undir
tungu hefur
fjölmarga
kosti fram yfir
hefðbundna
inntöku en
virkni efna
sem fara fyrst í
gegnum melt-
ingarveginn
minnkar vegna
snertingar við
magasýrur, gall
og ensím.