Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 6
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað fjölgaði áskrifendum streymis- veitunnar Netfl ix mikið á milli ára? 2. Hvað jókst kaupmáttur launa mikið á milli ágúst og september, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands? 3. Hvað heitir nýjasta plata Sigur Rósar? SVÖR 1. Úr 30 milljónum árið 2012 í 40 milljónir til sama tíma í ár. 2. 0,4% 3. Kveikur. VEISTU SVARIÐ? 2 3 4 5 1 ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR EFNAHAGS- KREPPUNNAR Axel Leijonhufvud prófessor emeritus við UCLA og háskólann í Trento mun ræða um orsakir og afleiðingar efnahagskreppunnar og hvernig hún tengist kreppu hagvísindanna. Axel hefur frá því á sjöunda áratugnum beint sjónum að hlutverki þekkingar, upplýsingamiðlunar og úrvinnslu í hagkerfinu og hvernig oftrú á getu markaða til að leiðrétta sveiflur getur leitt til mistaka í hagstjórn. DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra dæmdi í gær Frið- rik Brynjar Friðriksson, 25 ára, í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum, hinum 49 ára gamla Karli Jónssyni, í íbúð þess síðarnefnda í Blómvangi 2 á Egils- stöðum í maí síðastliðnum. Friðrik Brynjar neitaði sök, bæði við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann gekkst við því að hafa farið inn í íbúð Karls umrætt kvöld og spjallað við hann, en bar að hann hefði reiðst mjög þegar Karl lýsti yfir kyn- ferðislegum áhuga á börnum, meðal annars barnungri dóttur hans. Rannsókn lögreglu renndi engum stoðum undir slíkar fullyrðingar Friðriks. Hann segist eftir þetta hafa slegið til Karls og í kjölfarið farið út og leikið við hundinn sinn í um hálfa klukkustund. Þegar hann hafi komið aftur hafi Karl verið látinn. Karl var með 92 stunguáverka þegar hann fannst. Eftir því sem leið á rannsókn málsins breyttist framburður Frið- riks og hann kvaðst muna atvik næturinnar æ betur, þótt aldrei hafi hann viljað viðurkenna að hafa lagt til Karls með hnífi. „Getur það að áliti dómsins ekki talist trúverðugt að minni ákærða fari batnandi svo löngu eftir atburðinn, heldur sé nærtæk- ari skýring sú að minni ákærða hafi tekið að litast af samtölum við aðra og lestri málsgagna,“ segir í dómnum. Enn fremur segir í dómnum að framburður Friðriks um það sem máli skipti geti ekki talist stöðug- ur eða trúverðugur og að vafi um sekt hans sé „harla lítill“. Meðal þess sem litið var til er að spor eftir dýr – líklega hund – hafi fundist í blóðblettum á gólfi íbúðarinnar. Blóðið hafi hins vegar storknað hratt og því hafi þau ekki getað myndast nema örfáum mínútum eftir morðið. „Haldi ákærði með réttu fram sakleysi sínu hlýtur það að fela í sér að annar óþekktur einstak- lingur, og þá helst með hund með- ferðis, hafi verið að verki aðfara- nótt þriðjudagsins 7. maí sl., er allt var með kyrrum kjörum í fjölbýlishúsinu á Egilsstöðum og nágrenni þess,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingarinnar er litið til þess að árásin hafi verið „ofsafengin og hrottaleg og jafn- framt svo skyndileg að brotaþoli hafi litlum sem engum vörnum við komið“. Friðrik þykir ekki eiga sér neinar málsbætur. Friðriki Brynjari er gert að greiða fjórar milljónir í máls- kostnað. Guðrún Sesselja Arnar- dóttir, verjandi hans, segir ekki búið að ákveða hvort niðurstöð- unni verði áfrýjað til Hæsta- réttar. stigur@frettabladid.is Fékk 16 ára dóm og á sér engar málsbætur Friðrik Brynjar Friðriksson var sakfelldur fyrir að bana Karli Jónssyni á Egilsstöðum. „Harla lítill“ vafi á sekt hans, segir í dómnum. Spor eftir hund Friðriks í blóði Karls skiptu sköpum við sönnunarfærslu. Árásin var sögð bæði ofsafengin og hrottaleg. NEITAÐI SÖK Friðrik Brynjar hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, þótt minni hans hafi ekki alltaf verið jafn gott. Hann hefur alltaf hulið andlit sitt þegar hann hefur komið í héraðsdóm. MYND/PRESSPHOTO.BIZ KARL JÓNSSON stungusár voru á líkama Karls Jónssonar þegar hann fannst í blóði sínu á svöl- unum að Blómvangi 2. 92 SKIPULAGSMÁL Til greina kemur að falla frá áformum um framlengingu á Vífilsstaðavegi í gegnum Garðahraun, að sögn Guðjóns Erlings Friðrikssonar, bæjarritara Garðabæjar. „Það er umræða um að það komi til greina að fella þá framlengingu úr skipulaginu,“ segir hann í sam- tali við Fréttablaðið. Vegurinn sem um ræðir sker Garðahraun/Gálgahraun í tvennt og nær frá austri til suðurs. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti í síðustu viku tillögu skipulagsnefndar um að ráða ráð- gjafa til að vinna að endurskoðun aðalskipulags fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Ráðgert er að fimm til sex þúsund manna byggð rísi á Garða- holti, í Garðahverfi, á Hleinum við Hrafnistu og síðan Álftanesi. Þá verður þjónustukjarni á landi Selskarðs en þar var áður gert ráð fyrir íbúða- byggð samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ, en fallið var frá því árið 2009. Mótmæli héldu áfram í gær vegna framkvæmda við veginn, en enginn var handtekinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. - vg Framlenging á Vífilsstaðavegi hugsanlega slegin af í Garðahrauni: Kemur til greina að hætta við STJÓRNSÝSLA Tryggingastofnun er nú að skoða hvort eigi að breyta framkvæmd meðlagsgreiðslna í ljósi nýs úrskurðar frá úrskurðarnefnd almannatrygg- inga. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar, í tilefni af frétt Stöðvar 2 frá síðasta laugardegi. Í téðum úrskurði kemur fram að meginregla sem viðhöfð hefur verið við innheimtu meðlags með börnum, sem felur í sér að greitt sé með barni til loka þess mánaðar sem barn verður átján ára og þar með lögráða, standist ekki. Það er þrátt fyrir að greitt sé frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að umsókn og gögn berast, en samkvæmt því áttu greiðslur að jafnast út hjá viðkomandi „í flestum tilvikum“. Málið sem um ræðir snerist um mann sem vildi láta reyna á hvort hægt væri að skikka sig til að greiða meðlag með barni sínu út mánuðinn sem það varð átján ára en ekki bara fram að afmælis- deginum. Meðlagsgreiðslur eru 25.175 krónur á mánuði. og meðlagsgreiðendur á síðasta ári voru 12.292 talsins, þar af 637 konur, sem greiddu með 21.000 börnum. - þj Tryggingastofnun bregst við úrskurði frá úrskurðarnefnd almannatrygginga: Skoða breytingar á meðlaginu TRYGGINGASTOFNUN Verið er að skoða hvort eigi að breyta framkvæmd meðlagsgreiðslna í ljósi nýgengins úrskurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Vífi lsstaðavegur. Hugsan- lega verður hann ekki lagður. 2. Álft anesvegur sem mun víkja. 3. Nýr vegur samkvæmt skipulagi. 4. Selskarð. Þar mun rísa þjónustubyggð. 5. Byggð fyrir 5 - 6 þúsund íbúa mun rísa á svæðinu á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.