Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 30
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Á dögunum sat ég smá- þing þar sem stofnaður var langþráður vettvang- ur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Fæstir trúa því að stór fyrirtæki séu í algjörum minnihluta á Íslandi en raunin er þessi: ● 90% atvinnulífsins eru örfyrirtæki (1-9 stm.) ● 7% eru lítil ft. (10-50 stm.) ● 2% eru meðalstór (51- 250 stm.) ● 1% stór (+250 stm.) Greiða meirihluta launa Samkvæmt nýlegri úttekt sem Hagstofan vann fyrir SA kemur m.a. fram að: ● Lítil og meðalstór fyrirtæki (færri en 250 stm.) greiddu 2/3 heildarlauna á árinu 2012. ● Þar af greiða lítil fyrirtæki (færri en 50 stm.) um 44% heildarlauna í landinu og örfyrirtækin (1-9 stm.) um 21%. ● Á árinu 2012 urðu til 4.000 ný fyrirtæki – nánast öll örfyrir- tæki. Stjórnvöld hafa tilhneigingu til að setja öll fyrirtæki undir sama hatt – þrátt fyrir ólíkan veru- leika. Stór fyrirtæki hafa alla burði til að hafa sérfræðinga í hverju horni við að sýsla með fjármál fyrirtækjanna. Þar er valinn maður í hverju rúmi sem skilur flókna löggjöf og færir endurskoðendur sem vita best hvernig hægt er að hagræða, án þess að fara á svig við lögin. Óvinur eða samstarfsaðili? Ég er svo heppin að fá að starfa á hverjum degi með fjölmörgum stjórnendum ör- og lítilla fyrir- tækja. Þeir stofna oftast fyrir- tæki út frá einhverri allt annarri hæfni en laga- og/eða fjármála- þekkingu. Þeir upplifa ríkis- skattsstjóra frekar sem óvin en samstarfsaðila. Lögin reynast þeim torveld og allt kerfið í kringum skyldur þeirra gagnvart ríkinu. Þeir upplifa ekki neina gulrót við það að skapa sjálfum sér og öðrum tekjur, aðra en persónulega ánægju við að fá að starfa við það sem þeim finnst skemmtilegt. Oftar en ekki þurfa þeir að veð- setja persónulegar eigur til að fjárfesta í rekstrinum eða halda velli. Launin þeirra sitja á hak- anum – á meðan þeir standa fyrst skil á launum annarra launþega í fyrirtækinu og opinberum gjöld- um. Þar fyrir utan þekkja allir eigendur lítilla fyrirtækja hvað felst raunverulega í skammstöf- uninni ehf. Það er „ekkert helvít- is frí“. En það er önnur saga. Ríkið hlýtur að eiga að vera samstarfsaðili þessa hóps – sem er að reyna að skapa sjálfum sér og öðrum lifibrauð, um leið og hann greiðir stóran hluta afrakst- ursins í sameiginlegan ríkissjóð. Þessir aðilar eru í fæstum tilvik- um glæpamenn með einbeittan brotavilja, heldur vilja uppfylla skyldur sínar og skila sanngjörn- um hluta til samfélagsins. Þeir vilja skilja betur hvaða skyld- ur þeir hafa án þess að þurfa að ráða dýra sérfræðinga til þess. Er ekki annars eðlismunur á því að reka fyrirtæki í kringum það að selja t.a.m. eigið hugvit eða pípulagningaþjónustu með 1-9 starfsmenn heldur en að reka fyrirtæki með yfir 250 starfs- menn? Það liggur í hlutarins eðli að stóra fyrirtækið hefur meiri burði til að uppfylla kröfur í því flókna umhverfi sem löggjafinn hefur skapað öllum fyrirtækj- um landsins. Allt frá verktökum sem selja eigin þjónustu til stórra fyrir tækja sem reka fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn. Hefjum samtalið strax! Nú þegar kominn er vettvang- ur fyrir lítil fyrirtæki er ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að hefja samtalið við þau strax! Hvernig geta stjórnvöld þjónað litlum fyrirtækjum sem best? Hvernig geta þau hjálpað þeim að uppfylla sínar skyldur en blómstra jafnframt? Hvernig geta stjórnvöld komið til móts við þarfir þeirra og aðstoðað þau við að skila sanngjörnum hluta í sameiginlega sjóði okkar án þess að aðferðirnar og hlutinn sé það íþyngjandi að það letji starfsemi þeirra? Hvernig geta stjórnvöld dregið úr samkeppni ríkisrek- inna fyrirtækja við einkarekin? Hvernig geta stjórnvöld komið upplýsingum frá sér á mannamáli í stað sérfræðimáls? Hvað meina lítil fyrirtæki með einföldun á tolla-, skatta- og öllu regluverki? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að lítil fyrirtæki geti loks farið að gera langtímaplön? Hvernig geta stjórnvöld hjálp- að litlum fyrirtækjum að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar? Hvernig geta stjórnvöld búið svo um hnútana að það fylgi því einhver gulrót að reka eigið fyr- irtæki og skapa sjálfum sér og öðrum tekjur – í stað þess að allir kjósi að vera launþegar hjá öðrum? Lítil fyrirtæki stærst á Íslandi! Hafið hefur mótað þjóð- arsál Íslendinga, líkt og það hefur gert í Frakk- landi, sérstaklega á Bret- aníuskaga. Það er einnig hafið sem hefur myndað fjölbreytt tengsl beggja okkar landa, þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð. Minningin um frönsku sjómennina sem hlutu vota gröf við Ísland, ásamt frásögnum um sjó- menn sem bjargað var af heimafólki, lifir í hugum fólks enn í dag. Virðing og vinátta Íslands og Frakk- lands er meiri fyrir vikið, en haldið verður upp á það með nýjum menningarvið- burðum. Hafið vakti hrifningu snemma á öldum. Á næsta ári verður opnuð farand- sýning á Íslandi um haf- kortagerð flotaforingj- ans Kerguelens á 18. öld, en hann kortlagði svæðið kringum Ísland. Hversu mörgum frönsk- um sjómönnum var bjarg- að, hjúkrað og veitt húsa- skjól af Íslendingum á öldinni sem fylgdi, milli 1830 og 1930? Þrír franskir spítalar, í Reykjavík (sem hýsir í dag tón- listarskóla), Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði, voru reknir af íslenskum læknum og aðstoð- uðu jafnt íslenska sjúklinga sem franska. Bygging spítalans á Fáskrúðsfirði gengur í endurnýj- un lífdaga um þessar mundir, en þar verður á næsta ári opnað hótel og safn um frönsku sjómennina. Rækta áhugann Á 20. öld þróaðist vitsmunaleg- ur og tungumálalegur skilningur sem enn er til staðar í dag. Sama ár, 1911, opnuðu Alliance française og Háskóli Íslands dyr sínar nem- endum í fyrsta skipti og kenndu frönsku sem fyrsta erlenda tungumál. All- margir eru þeir íslensku menntamenn sem rækta áhuga sinn á Frakklandi, t.d. Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson, og Thor Vilhjálmsson, sem sárt er saknað. Á hinn bóginn er íslensk ritlist, með glæpa- sögum sínum og ljóðrænni depurð, mikils metin hjá frönskum lesendum. Í sögu Frakklands og Íslands á 20. öld er Jean- Baptiste Charcot kenni- leiti. Hann stendur upp úr sökum mikilvægis síns, mikils áhuga á Íslandi og sorglegra endaloka sem hann hlaut við strendur landsins. Allt frá árinu 1902 og til dauðadags, þegar skip hans, Pourquoi pas?, fórst við Álftanes í Borgarfirði, hélt lækn- irinn, könnuðurinn, vís- indamaðurinn og húman- istinn Charcot í allmarga leiðangra til norðurskautssvæð- isins og hafsvæðanna kringum Ísland. Ef hann skildi eftir spor hjá Íslendingum er það forvitni hans um íslenska menningu að þakka, auk hlýju hans og vináttu gagnvart heimamönnum, sem þeir endurguldu honum sannar- lega. Fransk-íslensk hljómsveit Undir áhrifum frá arfleifð Char- cot hefur nýju verkefni verið ýtt úr vör: Fransk-íslenska sinfóníu- hljómsveitin (FIFO) hefur verið stofnuð til að gæða samband land- anna nýju lífi. Af hverju tónlist? Af hverju að búa til hljómsveit með tónlistarmönnum beggja landa? Vegna þess að við deilum ástríðu fyrir þessu listformi, sem er innprentað í listræna tjáningu beggja þjóða. Vegna þess að þessi nýja hljómsveit getur, líkt og vin- áttan, enst lengi með breytilegu sniði. Og eins og vináttan mun hún byggjast á gagnkvæmni: hljómsveitin mun bjóða almenn- ingi að hlýða á verk eftir tónskáld frá báðum löndum, flutt á Íslandi á þessu ári og í Frakklandi næsta vor, í höfuðstöðvum UNESCO. Líkt og vináttan er hljómsveitin vand- lát, en meðlimir hennar eru allir færir tónlistarmenn. Og að lokum má segja að hún, einnig líkt og vin- áttan, sé holdgervingur gilda sem við höfum í hávegum, en listrænn stjórnandi hennar, Amine Kouider, hefur verið útnefndur friðarlista- maður UNESCO, og allur ágóði af sölu miða á tónleikanna í Hörpu 16. september síðastliðinn rann til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Heimsókn okkar til Íslands nú í haust, í tilefni af stofnun frönsk-íslensku sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem fól í sér fundi með ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins, formanni utanrík- ismálanefndar Alþingis, borgar- fulltrúum og Frökkum búsettum á Íslandi, sýnir að vinskapur Frakk- lands og Íslands getur endurnýj- að sig og verið meira lifandi en nokkurn tímann. Vive l’Islande! Og megi vináttusamband land- anna blómstra. Lifi Ísland og Frakkland ATVINNA Brynhildur S. Björnsdóttir atvinnurekandi og varaþingmaður Bjartrar framtíðar ➜ Ríkið hlýtur að eiga að vera samstarfsaðili þessa hóps – sem er að reyna að skapa sjálfum sér og öðrum lifi brauð, um leið og hann greiðir stóran hluta afrakst- ursins í sameiginlegan ríkis- sjóð. MENNING Lionel Tardy formaður vináttu- hóps franskra og íslenskra þing- manna, þingmaður á franska þinginu Axelle Lemaire varaformaður vináttuhóps franskra og íslenskra þing- manna, þingmaður á franska þinginu fyrir Frakka búsetta í Norður-Evrópu ➜ Virðing og vinátta Íslands og Frakklands er meiri fyrir vikið, en haldið verður upp á það með nýjum menn- ingarviðburðum. Bingó hvað? Nokkur umfjöllun hefur verið um svokallaða Bingóáætlun um uppgjör þrotabúanna. Reynt hefur verið að heimfæra áætlunina upp á Seðlabanka Íslands. Þar kemur enn á ný fram talan 75% afsláttur af krónueignum. Hver skyldi hafa svona mikinn áhuga á að koma þessari tölu ítrekað í gegnum fjölmiðla? Það skyldu ekki vera þeir sömu og sögðu ekkert mál að borga Icesave, ekk- ert mál að borga skuldabréfið hjá Landsbankanum og ekkert mál að greiða út úr þrotabúunum? Svo ég vitni í Hörð Ægisson hjá MBL aftur: „Íslensk stjórnvöld fá aðeins eitt tækifæri til að sjá til þess að uppgjör föllnu bankanna fari fram á þann hátt að tryggt sé að fjármálastöðugleika verði ekki ógnað– og um leið að ekki verði grafið smám saman undan lífskjörum þjóðarinnar til langframa.“ Undir er fjárhagslegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar til framtíðar og þar verður heildarhagsmunum ekki fórnað. Punktur. http://blog.pressan.is Eygló Harðardóttir AF NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.