Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 44
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT „SÍBS hefur í gegnum 75 ára sögu félagsins bjargað þjóðinni frá ýmsum faröldrum, kom fyrst til aðstoð- ar berklasjúklingum en nú eru lífsstílssjúkdómarnir hættulegastir,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmda- stjóri SÍBS, sem fagnar 75 ára afmæli félagsins í dag í Norðurljósasal Hörpu klukkan 16.00. Fyrir 75 árum stofnuðu berklasjúklingar með sér samtök, meðal annars með það að markmiði að hjálpa sjúklingum að ná fótfestu í lífinu eftir langa dvöl á heilsuhælum. Í kjölfarið urðu ýmsar stofnanir til eins og margir þekkja. Reykjalundur var stofnaður, SÍBS hafði forgöngu um stofnun Öryrkjabandalagsins, Múla- lundur var stofnaður, SÍBS kom að stofnun HL-stöðv- anna, Múlabæjar og Hlíðabæjar. „Nú stöndum við frammi fyrir nýrri ógn sem eru svo- kallaðir lífsstílssjúkdómar en það eru sjúkdómar sem við getum haft áhrif á með því að breyta slæmum lífs- venjum eins og óhollu mataræði, lítilli hreyfingu, reyk- ingum og óhóflegri áfengis- og vímuefnaneyslu,“ segir Guðmundur um vandamál samtímans. Þetta eru þeir sjúkdómar sem virðast verða algengari eftir því sem samfélög verða þróaðri og fólk lifir lengur. Á þessum tímamótum horfir SÍBS hins vegar fram á við, og stuðlar að bættri heilsu almennings og heilbrigð- ari lífsstíl með forvörnum og upplýsingagjöf, auk þess að sinna endurhæfingu þeirra, sem hafa sökum veik- inda, slysa, eða lífsstíls þurft að byggja sig upp á nýjan leik. „Ein besta fjárfesting í mannauði felst í forvörnum. Ráðamenn vita hvað það kostar að vera með sjúkrahús- rúm eða pláss á hjúkrunarheimili. En hvað er hægt að spara mikið í heilbrigðiskerfinu með forvörnum?“ spyr Guðmundur. Ásamt því að fagna afmæli verður á afmælishátíðinni kynnt útgáfa nýrrar bókar, Sigur lífsins, SÍBS í 75 ár 1938–2013, eftir Pétur Bjarnason. Bókin er í senn saga SÍBS og tengdra stofnana, en ekki síður mikilvægur hluti heilbrigðissögu þjóðarinnar á síðustu öld. -glp Hollt mataræði skiptir máli Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er mataræðið stærsti einstaki áhættuþátturinn, ekki reykingar og vímu- efnaneysla. Hreyfing fylgir fast á eftir, en þeir sem fylgja lág- markshreyfingu á dag, sem er um 30 mínútur, auka lífslíkur sínar um 30 prósent á hverju einasta ári. Mataræðið hefur einnig áhrif á hættu á krabbameini en fjórir af hverjum tíu deyja af völdum sjúkdóma, sem við getum haft áhrif á með betri lífsstíl. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, fósturfaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi starfsmaður Flugleiða, Brávallagötu 50, Reykjavík, sem lést á sjúkrahúsi á Spáni sunnudaginn 13. október verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 28. október kl. 15. Hrefna Björnsdóttir Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Sigurðardóttir Hjördís Sigurðardóttir Sigurður Blöndal Edda Sigurðardóttir Grétar Strange Birna Sigurðardóttir Einar Hjaltason Guðný María Sigurðardóttir Gilbert Ó. Guðjónsson Haraldur Sigurðsson Hrafn Sigurðsson Ingigerður Skúladóttir afabörn og langafabörn. Davíð útfarastjóri hannaJó guðfræðingur útfaraþjónusta Óli Pétur útfarastjóri Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS MARÍA VALDIMARSDÓTTIR fyrrum þjónn og þerna hjá Eimskip, lést sunnudaginn 20. október. Díana Íris Jónína og Bjarni Ragnar og Ragnhildur María og Sverrir Sigurður og Hjördís Birgir og Sigrún barnabörn og barnabarnabörn. HARALDUR JÓHANNSSON Munaðarnesi, lést í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, Borgarnesi, hinn 19. október síðastliðinn. Útför hans fer fram í kyrrþey. Katrín Magnúsdóttir Þorvaldur Haraldsson Katrín G. Helgadóttir Guðrún Jóhanna Haraldsdóttir Þórarinn Jóhannsson Úlfhildur Haraldsdóttir Jóhannes K. Sveinsson Jóhanna Haraldsdóttir Kristín Halla Haraldsdóttir Lárus Sverrisson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR EYLANDS (Gútta), lést á Landspítalanum miðvikudaginn 16. október. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju föstudaginn 25. október klukkan 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Eylands Frank Brandsås Þóra Eylands Elísa, Eirík og Þórunn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARTHÚR GUÐMANNSSON Miðtúni 7, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 16. október. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 25. október klukkan 14.00. Ólafur Arthúrsson Eygló Antonsdóttir Guðrún Arthúrsdóttir Eggert Andrésson Hallgrímur Arthúrsson Inga Jóna Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 24. OKTÓBER 1604 - Za Dengel var drepinn í orrustu og Jakob 1. varð aftur keisari Eþíópíu. 1648 - Þrjátíu ára stríð- inu lauk með undirritun friðarsamninga í Münster í Vestfalíu. Samningarn- ir fólu meðal annars í sér viðurkenningu á sjálfstæði Sviss. 1944 - Ein mesta björgun við Íslandsstrendur, þegar 198 manns var bjargað af kanadíska tundurspillin- um Skeena, sem fórst við Viðey. Með skipinu fórust um fimmtán manns. 1945 - Sameinuðu þjóð- irnar urðu til sem alþjóða- samtök. 1985 – Enski knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney fæðist. 2003 - Farið í síðasta áætlunarflug Concorde-þotu. 2010 - Gerpla vinnur Evrópumeistaratitilinn í fimleikum, fyrst íslenskra liða. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman í upphafi árs 1975 til að skipuleggja aðgerðir ársins og héldu meðal annars fjölsótta ráðstefnu í júní þar sem staða og kjör kvenna voru rædd og fjölmargar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þeirra var tillaga frá Rauðsokkahreyf- ingunni þess efnis að konur tækju sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, hinn 24. október. Framtak íslenskra kvenna vakti verðskuldaða athygli erlendra blaða- og fréttamanna og víða birtust myndir af útifundum og viðtöl við ís- lenskar konur í erlendum fjölmiðlum. Aðgerð af þessu tagi hafði verið undirbúin í öðrum lönd- um, eins og í Bandaríkjunum, en sú íslenska bar af þeim öllum. Má það ekki síst þakka skipulagi og undirbúningi Kvennaársnefndar. ÞETTA GERÐIST 24. OKTÓBER 1975 Íslenskar konur leggja niður vinnu SÍBS fagnar 75 ára afmæli í Hörpu í dag SÍBS hefur í 75 ár litið eft ir íslensku þjóðinni og vill að hún taki upp heilbrigðari lífsstíl. 75 ÁRA AFMÆLI Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, fagnar afmælinu í Hörpu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.