Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 10
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
JAFNRÉTTI Jafnlaunavottun VR fer
afar vel af stað og hafa ellefu fyr-
irtæki og stofnanir þegar fengið
slíka vottun. Fimmtán til viðbótar
eru í vottunarferlinu og á fimmta
tug hafa sótt um að fá vottunina,
segir Ólafía B. Rafnsdóttir, for-
maður VR.
„Þetta er gríðarlega góður
árangur sem við höfum náð, en við
viljum að sjálfsögðu halda áfram
og erum að kynna þetta áfram
fyrir fyrirtækjum og stofnunum,“
segir Ólafía. Fyrstu fyrirtækin
fengu vottun í apríl síðastliðnum.
Öll fyrirtæki og stofnanir geta
sótt um að fá jafnlaunavottunina,
óháð því hvort einhverjir starfs-
menn eru í VR. Standist þau
úttekt, sem unnin er af alþjóð-
lega vottunarfyrirtækinu British
Standard Institution, og staðfesti
að greidd séu jöfn laun fyrir jafn
verðmæt störf, fá þau vottunina.
Gerður er þriggja ára samning-
ur við vottunarfyrirtækið og sér-
fræðingar þess heimsækja svo
viðkomandi fyrirtæki eða stofnun
á sex til tólf mánaða fresti til að
fylgjast með. Ólafía segir skýrt að
fyrirtæki og stofnanir geti misst
jafnlaunavottunina standist þau
ekki reglulegar skoðanir vottun-
arfyrirtækisins.
„Ég held að atvinnulífið hafi
verið að bíða eftir þessu stjórntæki
til að vinna eftir,“ segir Ólafía.
Hún segir að árangurinn muni
vonandi koma í ljós í launakönnun
VR eftir tvö ár. - bj
Ellefu fyrirtæki og stofnanir með jafnlaunavottun VR og fimmtán í ferli:
Mikil ásókn í jafnlaunavottun
MENNTAMÁL „Ég vil fá að vita
hvort það er ekki hægt að byggja
upp góða læknadeild fyrir norð-
an, það gæti styrkt Háskólann á
Akureyri,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins. Hún bætir við að það
sé mikill læknaskortur í landinu
og fjöldi stúdenta í læknanámi
í útlöndum á námslánum frá
íslenska ríkinu.
„Væri ekki betra ef þetta fólk
lyki sínu grunnnámi á Íslandi,
annaðhvort á Akureyri eða í
Reykjavík, og færi út í sérnám að
því loknu?“ segir hún enn fremur.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur
tekið fjórða árs læknanema í
starfsnám. Bjarni Jónasson,
forstjóri FSA, segir að það yrði
skoðað með jákvæðum huga að
taka við fleiri læknanemum.
„Hins vegar er margt sem þarf
að skoða í þessu sambandi, til
dæmis hvaða kröfur yrðu gerð-
ar til sjúkrahússins og hverju
þyrfti að breyta svo sjúkrahúsið
gæti orðið fullgilt háskólasjúkra-
hús,“ segir Bjarni og bætir við að
FSA sinni ekki jafnmörgum sér-
greinum og Landspítalinn og það
kunni að takmarka möguleika
þess sem háskólasjúkrahúss.
Stefán B. Sigurðsson, rektor
Háskólans á Akureyri, segist
ekki telja forsendur fyrir að
koma á laggirnar læknadeild á
Akureyri.
„Þetta er dýrt nám, það þyrfti
aukið fjármagn til skólans.
Aðstaðan á sjúkrahúsinu er ekki
næg, auk þess sem það er ekki
nægur fjöldi sérfræðinga starf-
andi á FSA svo það sé hægt að
reka læknadeild við Háskólann
á Akureyri,“ segir Stefán.
Í svipaðan streng tekur Magn-
ús Karl Magnússon, forseti
læknadeildar Háskóla Íslands.
„Ég held að það sé óraunhæft
að opna læknadeild við HA.
Ísland er lítið land og það ber
ekki tvo læknaskóla,“ segir hann.
Hvað varðar fjölgun lækna-
nema segir Magnús að það sé ef
til vill hægt fjölga þeim. Þegar
fjöldi læknanema á hverju ári
er ákvarðaður sé horft til þess
hversu marga nema Landspítal-
inn geti menntað á sómasamleg-
an hátt.
Magnús segir að læknaskort-
urinn á Íslandi sé ekki til kominn
vegna þess að svo fáir læknar
útskrifist heldur vegna þess að
þeim bjóðist betri kjör erlendis
og því fáist þeir ekki til starfa
hér á landi. johanna@frettabladid.is
Ekki grundvöllur fyrir
tveimur læknaskólum
Þingmaður Framsóknarflokksins vill láta kanna hagkvæmni þessa að hefja
kennslu í læknisfræði á Akureyri. Rektor HA segir ekki forsendur fyrir læknadeild
fyrir norðan. Forseti læknadeildar HÍ segir Ísland ekki bera tvo læknaskóla.
Vigdís Hauksdóttir bíður svara við fyrirspurn til heil-
brigðisráðherra. Hún spurði hvort hagkvæmni þess hafi
verið skoðuð að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til læknis-
fræðikennslu. Þá vill hún fá að vita hvort ráðherra telji
að Háskólinn á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri geti
uppfyllt kröfur um læknanám sem yrði sambærilegt
því sem er í Háskóla Íslands og á Landspítalanum. Loks
spyr Vigdís heilbrigðisráðherra hvort ekki sé rétt að
fjölga læknanemum á hverju ári um helming, úr 48 í
96, í ljósi stöðu heilbrigðismála hér á landi.
Fyrirspurn Vigdísar
SIGLINGAMÁL Áform um að reisa
sextán hæða byggingu við Höfða-
torg virðast verða til þess að sjó-
farendur hætti að styðjast við
innsiglingarmerki á gamla Stýri-
mannaskólanum.
Nýi turninn er á deiliskipulagi
frá 2007. Þegar er risinn nítján
hæða turn á Höfðatorgi. Eftir
ábendingu Faxaflóahafna árið
2009 var sjókortum breytt vegna
þess að sá turn skyggði á vitann í
Stýrimannaskólanum.
„Ef nú stendur til ný turnbygging
á svipuðum stað er hætt við því að
enn muni þrengja að innsiglingar-
merkjum Gömlu hafnarinnar,“ segir
í bréfi Faxaflóahafna til umhverfis-
og skipulagssviðs sem boðaði hags-
munaaðila til samráðsfundar um
málið.
Í minnisblaði af samráðsfundin-
um er haft eftir fulltrúa Faxaflóa-
hafna að „til lengri framtíðar væri
eina lausnin að byggja vita niður
við ströndina“. Jafnframt kom fram
að mögulegt sé að hafa vita á þaki
hússins við Guðrúnartún 8. - gar
Nýr turn á Höfðatorgi gerir út um siglingamerki á Stýrimannaskólanum:
Reisa þarf nýja vita í Reykjavík
ILLA Í STAKK
BÚINN Rektor
HA telur að ekki
séu forsendur
fyrir því að opna
læknadeild við
Háskólann á
Akureyri. Forseti
læknadeildar HÍ
segir að lækna-
skortur á Íslandi
sé vegna lélegra
kjara lækna,
ekki vegna þess
hversu fáir séu
útskrifaðir.
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
STEFÁN B.
SIGURÐSSON
MAGNÚS KARL
MAGNÚSSON
JAFNRÉTTI Árangurinn gæti komið í
ljós eftir tvö ár, segir Ólafía B. Rafns-
dóttir, formaður VR.
STÝRIMANNASKÓLINN OG HÖFÐA-
TORGSTURNINN Núverandi turn við
Höfðatorg skyggir á siglingamerki á
Stýrimannaskólanum og nýr turn mun
ekki bæta úr skák. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 16.10.13 - 22.10.13
1 2Árleysi alda Bjarki Karlsson Vísindabók Vill Vilhelm Anton Jónsson
5 Litgreining og stíll Heiðar Jónsson 6 Amma glæponDavid Walliams
7 Glæpurinn Ástarsaga Árni Þórarinsson 8 Út að hlaupa Elísabet M. / Karen K.
10 Heilsubók JóhönnuJóhanna Vilhjálmsdóttir9 Ég skal gera þig svo hamingju- saman - Anne B. Ragde
4 Höndin Henning Mankell3 Maður sem heitir Ove Frederik Backman