Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 24. október 2013 | NEYTENDUR | FRÉTTIR | 19 Frá og með 1. desember öðlast einstaklingar sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkra- trygginga í lyfjakostnaði þegar þeir hafa náð þakinu sem skil- greinir hámarkskostnað einstak- lings. Umsókn læknis sem nú er krafist verður þar með óþörf. Í lyfjagreiðslukerfinu sem tók gildi 4. maí síðastliðinn greiðir hver einstaklingur hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostn- aður hans eykst innan 12 mán- aða tímabils. Í fyrsta þrepi greið- ir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann fimmtán prósent af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5 prósent. Á vef velferðarráðuneytisins segir að krafan um að lækn- ir sæki sérstaklega um fulla greiðsluþátttöku til sjúkratrygg- inga hafi verið gagnrýnd frá upphafi og að bent hafi verið á að nýta bæri kosti rafræna kerfis- ins að fullu þannig að þetta gerð- ist sjálfkrafa. Tekið er fram að við þetta sparist vinna lækna við gerð umsókna auk þess sem einstak- lingar þurfi hvorki að bíða eftir útgáfu skírteinis né greiða fyrir kostnað vegna umsóknar læknis. - ibs Umsókn læknis nú óþörf: Lyfjagreiðslu- kerfið einfaldað Lögmannavaktin er rekin af Lögmannafélagi Íslands. Þar er hægt að fá ókeypis lögfræðiað- stoð og ráð á þriðjudagseftirmið- dögum. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hringja og panta tíma en hringt er í íbúa landsbyggðarinnar. Síðdegis á miðvikudögum býður Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, upp á endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf. Orator, félag laganema við Háskóla Íslands veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudagseft- irmiðdögum. - jme Þjónusta við neytendur: Veita ókeypis löfræðiaðstoð LYF Nú þarf hvorki að bíða eftir útgáfu skírteinis né greiða kostnað vegna umsóknar læknis. Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Þau fyrirtæki sem þegar hafa öðlast jafn- launavottun eru: Íslenska gámafélagið, IKEA, ISS, Parlogis, Johan Rönning, Land- mælingar Íslands, Deloitte, KPMG, Logos, Ölgerðin og Securitas. Óútskýrður launamunur kynjanna innan VR er nú 9,4%. Með Jafnlaunavottun VR geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega úttekt á því hvort innan veggja þeirra séu greidd mishá laun fyrir jafnverðmæt störf. jafnlaunavottun.vr.is Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir. Hún staðfestir að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Leiðréttum launamun kynjanna „Bestu kaup sem ég hef á ævi minni gert voru þegar ég fjárfesti í flugmiða til Færeyja í júní árið 2004. Ég hafði séð auglýst námskeið í færeysku og sótti um að komast á það og fékk. Þar var annar þátttakandi frá Íslandi á námskeiðinu og með okkur tókust ástir. Ég kynntist sem sagt konunni minni í Færeyjum og við hófum búskap stuttu eftir að við komum aftur til Íslands. Þetta eru náttúrlega langbestu kaup sem ég hef gert,“ segir Bjarki Karlsson, ljóðskáld og metsöluhöf- undur. „Verstu kaup sem ég hef gert voru að fjárfesta í séreignasparnaði í Landsbankanum. Sparnaðurinn minn hvarf að hálfu í hruninu og ég á von á að ef ég fæ eitthvað greitt af því sem eftir stendur verði það dregið frá greiðslum sem ég fæ frá lífeyrissjóðnum mínum. Það er allt tekjutengt þegar maður verður gamall,“ segir Bjarki. NEYTANDINN Bjarki Karlsson Bestu kaupin voru flugmiði til Færeyja Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur athugað flug til Keflavíkur og Akureyrar, að því er haft er eftir Elínu Árnadóttur, að- stoðarforstjóra Isavia, á vefnum turisti.is. Þar bendir Elín á að Ryanair sé vant því að fá mikinn stuðning frá flugvöllum og ferða- málayfirvöldum en hvorki Isavia né íslensk ferðamálayfirvöld hafi getað boðið slíkt. Erfitt aðflug á Akureyrarflugvelli hafi hins vegar orðið til þess að sá kostur var ekki talinn álitlegur. Greint er frá því á vefnum að Ryanair sé eitt stærsta flugfélag Evrópu og flytji árlega um 80 milljónir farþega. Í flota flugfélagsins séu rúmlega 300 Boeing-flugvélar. Kostnaður í Kefl avík of hár fyrir Ryanair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.