Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 36
fyrir sanngjarnt verð. „Við bjóð- um einnig upp á þá þjónustu að hreinsa upp eldri legsteina, bæta við áletrun og hreinsa og endur- mála þegar farið er að sjá á letri.“ Uppsetning legsteina allt árið Heiðar bendir á að hægt sé að setja legsteina niður allt árið um kring. „Við uppsetningu legsteins skipt- um við um jarðveg undir steinin- um, hellusandur er settur í staðinn fyrir moldina og þjappað og slétt vel þannig að steinninn standi beinn og fallegur í kirkjugarð- inum,“ segir hann. Graníthöllin tekur ábyrgð á uppsetningu leg- steins í þrjú ár frá kaupdegi. „Ef legsteinn fer að halla eða síga er um að gera að hafa samband við okkur og við komum og gerum tilheyrandi ráðstafanir til að laga undirlag og rétta legsteininn af. Um Graníthöllina Graníthöllin er til húsa í Bæjar- hrauni 26 í Hafnarfirði, á móti Fjarðarkaupum, en fyrirtækið þjónustar allt landið. Fyrirtækið er í rúmgóðu og fallegu húsnæði með góðu aðgengi og vel er tekið á móti öllum. Nánari upplýsing- ar er að finna á granithollin.is og í síma 555-3888. Alltaf er heitt á könnunni og bakkelsi í boði. Graníthöllin er á Facebook Fram að jólum er leikur í gangi sem felst í því að þeir sem líka (like) við síðuna og kvitta fyrir þátttöku styrkja Barnaspítala Hringsins um 10 kónur. Leik- urinn felur einnig í sér gjafir til þátttakenda en á hverjum föstu- degi fram til jóla eru dregnir úr tíu þátttakendur og vinna þeir heppnu gjafabréf, út að borða fyrir tvo á veitingastaðnum Saffr- an við Bæjarhraun í Hafnarfirði. KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir FRAMHALD AF FORSÍÐU 2 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2013 Andrúmsloftið er hátíðlegt í kirkjugörð-um á aðfangadegi jóla og ánægju-legt að upplifa hversu fólki líður vel að sinna þessum hluta mannlífsins sem er heimsókn í kirkjugarð um jól og að sýna látnum ástvinum virðingu,“ segir Þorgeir Adamsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þorgeir segir Íslendinga glysgjarnari en frændur vora á Norðurlöndunum þegar kemur að jólaskreytingum á leiði. „Skreytingar Íslendinga eru upp til hópa litríkar og íburðarmiklar á sama tíma og stefna okkar í kirkjugörðunum er að verða umhverfisvænni. Við mælumst því til að fólk útbúi jólaskreytingar úr vistvænum og end- urvinnanlegum efnivið, eins og mismun- andi tegundum sígrænna greina, könglum, stráum, þurrkuðum berjum og slaufum úr niðurbrjótanlegum efnum.“ Förgun á gríðarlegu magni óendurvinn- anlegra jólaskreytinga er afar kostnaðarsöm fyrir kirkjugarðana, að sögn Þorgeirs. „Ákjósanlegast væri að geta fargað öllum jólaskreytingum í jarðvegsgerð innan garð- anna. Kertadósir fara beint í endurvinnslu málma og starfsfólk Bjarkaráss hirðir kertavax sem fellur til af óbrunnum kertum og notar til að steypa ný útikerti,“ upplýsir Þorgeir. Hann segir boðskapinn smám saman vera að komast til skila. „Við viljum síður vera með boð og bönn heldur sjá þetta þróast á réttan hátt. Því erum við þakklát fyrir viðtökurnar sem komið er en betur má ef duga skal.“ Í Fossvogs- og Gufuneskirkjugarði gefst kostur á raflýsingu sem fer fram í gegnum verktaka. Kveikt er á ljósakrossum fyrsta sunnudag í aðventu og ljósin látin loga fram yfir þrettándann. „Raflýst jólaljós eru sívinsæl og tilkomu- mikið að horfa á tindrandi jólalýsingu í kirkju- görðum á aðventunni,“ segir Þorgeir sem stendur vaktina á aðfangadag sem hann segir gestkvæmasta dag ársins í kirkjugörðum. „Þá þjónusta starfsmenn okkar gesti og stjórna umferð sem er stöðugt frá klukkan átta að morgni þar til þjónustu okkar lýkur klukkan 15. Eftir það er umferð frjáls inn í garðana og sjáum við vel á ummerkjum að fólk kemur að leiðum fram á jólanótt.“ Þorgeir segir hjartnæmt að sjá hvernig margar stórfjölskyldur sameinast ár eftir ár við leiði ömmu, afa eða annarra sem kvatt hafa jarðvistina á undan. „Víst koma sumir í sorg og söknuði að leið- um ástvina sinna á aðfangadag en sorgin er þó ekki áþreifanleg heldur friður jóla sem ríkir í hjörtum gesta.“ Sorgin víkur fyrir friði jólanna Ómissandi hluti af jólahaldi margra Íslendinga er að eiga kyrrðarstund við leiði látinna ástvina á aðfangadag, líta yfir farinn veg og rifja upp minningar um jólin sem voru. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma mælast til að jólaskreytingar á leiði séu unnar úr náttúrulegum, vistvænum og endurvinnanlegum efnivið. Þorgeir hvetur fólk til að útbúa endurvinnanlegar og náttúru- legar jólaskreytingar á leiði ástvina fyrir komandi jól. MYND/GVA Jólaskreytingar setja hátíðlegan blæ á kirkjugarðana en mikilvægt er að hafa þær vistvænar þar sem förgun á óendurvinnanlegum jólaskreytingum er afar kostnaðarsöm. MYND/VILHELM Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen, ivarorn@365.is, s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.