Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 56
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 44 Bad Grandpa bandarískt grín Jackass-hópurinn snýr aftur í gamanmyndinni Bad Grandpa. Johnny Knoxville leikur Irving Zisman sem ætlar að fylgja barnabarni sínu til föður síns sem býr í öðru fylki. Á leiðinni taka þeir upp á ýmsu sem kemur grunlausu fólki í opna skjöldu. Frances Ha gamansaga Frances, sem leikin er af Gretu Gerwig, býr í New York og hefur sökkt sér í dagdrauma. Myndin er í leikstjórn Noahs Baumbach, sem á að baki gamanmyndina Squid and the Whale. Frances Ha er falleg gamansaga sem hefur fengið góðar viðtökur áhorfenda. Possession hrollvekja Svartir sunnudagar snúa aftur. Á sunnudag verður „költ“-myndin Pos- session með Isabelle Adjani í aðal- hlutverki sýnd í Bíói Paradís. Captain Phillips sannsögulegt drama Tom Hanks fer með hlutverk skipstjórans Richards Phillips, en sjóræningjar réðust á skip hans árið 2009. Handrit myndarinnar er byggt á bók sem Phillips ritaði um atburðinn og kallast A Captain‘s Duty: Somali Pirates, Navy SEALs, and Dangerous Days at Sea. Leik- stjóri myndar- innar er Paul Greeng- rass, sem leikstýrði meðal annars Bourne Ultima- tum. Kvikmyndin Disconnect er í leikstjórn Henry Alex Rubin og spinnur saman þrjár sögur af ein- staklingum sem glíma við ólík vandamál sem rekja má til gegnd- arlausrar netnotkunar nútíma- mannsins. Saga Boyd-fjölskyldunnar er ein þeirra þriggja sagna sem sagðar eru. Táningssonur hjónanna er lagður í einelti á netinu sem hefur þær afleiðingar að pilturinn reynir að stytta sér aldur og er fluttur í dauðadái á sjúkrahús. Fjölskyldu- faðirinn, Rich Boyd sem leikinn er af Jason Bateman, hyggst finna eineltisseggina í fjöru þrátt fyrir mótbárur eiginkonu sinnar. Þá er sagt frá föður annars drengsins sem stendur á bak við eineltið, en sá er leynilögreglu- maður sem er fenginn til að kom- ast að því hver hefur nýtt net- upplýsingar ungra hjóna í þeim tilgangi að ræna þau. Loks er saga fjölmiðlakonunnar Ninu Dunham, sem leikin er af And- reu Riseborough, rakin. Dun- ham hyggst fjalla um strípiþjón- ustu sem þrífst á netinu og kemst í samband við ungan mann sem starfar á síðunni en gerist um leið sek um lögbrot. Með helstu hlutverk fara Jason Bateman, Hope Davis, Frank Grillo, Andrea Riseborough, Paula Patton, sem er eiginkona söngv- arans Robins Thicke, Michael Ny qvist, sem fór með hlutverk Mikaels Blomkvist í Millenium- þríleiknum, Alexander Skars- gård, Max Thieriot og fatahönn- uðurinn Marc Jacobs, sem þreytir hér frumraun sína á hvíta tjaldinu. Disconnect er fyrsta kvikmynd Rubins, en hann hefur hingað til aðallega fengist við auglýsinga- leikstjórn og er í hópi fimm vin- sælustu auglýsingaleikstjóra heims í dag. Rubin hefur unnið Ljónið í Cannes 22 sinnum og unnið til fimm Clio-verðlauna á síðustu fjórum árum. Kvikmyndin hefur fengið ágæta dóma og hlýtur meðal ann- ars 64 stig af hundrað í einkunn á vefsíðunni Metacritic og 7,5 í á IMDb. - sm Skúmaskot netheima Disconnect er frumsýnd annað kvöld. Myndin tvinnar saman þrjár sögur af einstaklingum sem glíma við vandamál tengd óhófl egri netnotkun. Í VANDRÆÐUM Alexander Skarsgård og Paula Patton fara með hlutverk ungra hjóna sem lenda í klóm netsvindlara í kvikmynd- inni Disconnected. ➜ Þegar leynilögreglumaðurinn Mike Dixon skoðar myndir af Hull-hjónunum má sjá mynd af Skarsgård í fullum herklæðum. Myndin var tekin af leikaranum er hann fór með hlutverk í sjón- varpsþáttunum Generation Kill árið 2008. Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðar- innar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmynd- bönd um titilinn besta íslenska myndband- ið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmti- legt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftir- sóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við Lond- on Film School, situr í dómnefnd hátíð- arinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beck- mann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið. - sm STUTTMYNDA- HÁTÍÐ FÆRÐ VEGNA HÁHYRNINGA Northern Wave fer fram í Grundarfi rði í sjötta sinn í nóvember. Hátíðin var færð vegna háhyrninga í fi rðinum. SUTTMYNDAHÁTÍÐ Íranska stuttmyndin More Than Two Hours verður sýnd á stuttmynda- hátíðinni Northern Wave. Dögg Mósesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. stuttmynd verður sýnd á Northern Wave í ár. Um 200 manns sóttu hátíðina í fyrra, að heimamönnum frátöldum. 91 FRUMSÝNINGAR Fjórar kvikmyndir eru frumsýndar um helgina. Fjölbreytt bíóhelgi BÍÓFRÉTTIR Tvær kvikmyndir sem fjalla um baráttu manns við Everst, hæsta fjall veraldar, eru nú í bígerð. Önnur kvikmyndin er í leikstjórn Baltasars Kormáks og framleidd af kvikmyndaverinu Universal, hin er framleidd af Sony og er leikstýrt af Doug Liman, leik- stjóra The Bourne Identity. Síðarnefnda myndin fjallar um ævintýri breska fjallgöngumanns- ins George Mallory, sem lést árið 1924, og átti breski leikarinn Tom Hardy að fara með hlutverk Mallorys. Hardy getur ekki tekið að sér hlutverkið vegna anna og þykir líklegt að Benedict Cumber- batch komi í hans stað. Aðrir sem koma til greina í hlutverkið eru Joel Kinnaman, James McAvoy, Tom Hiddleston, Henry Cavill, Luke Evans og Jim Sturgess. Kvikmynd Baltasars segir frá því þegar átta fjallgöngumenn létust í byl á fjallinu í maí árið 2006. Leik- stjórinn dvaldi í Nepal í byrjun mánaðarins í leit að tökustöðum, en tökur á myndinni eiga að hefj- ast í næsta mánuði sam- kvæmt frétt Deadline. Everest-mynd leikaralaus EKKI MEÐ Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. NORDICPHOTOS/GETTY BENEDICT CUMBERBATCH Bændur og búalið athugið! Nú er Bóndabrie kominn í nýjar umbúðir. Gríptu hann með þér í næstu verslun. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.