Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 54
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 42 TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 18.10.2013 ➜ 23.10.2013 1 Lorde Royals 2 Katy Perry Roar 3 Arctic Monkeys Do I Wanna Know? 4 One Republic Counting Stars 5 Baggalútur og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma 6 Emiliana Torrini Speed Of Dark 7 Ellie Goulding Burn 8 Steinar Up 9 Egill Ólafsson / Moses Hightower / Lay Low Ekkert þras 10 Nýdönsk Where Dreams Go To Die 1 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 2 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 4 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins 5 Ýmsir Pottþétt 60 6 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 8 Ojba Rasta Friður 9 Emilíana Torrini Tookah 10 Paul McCartney New Í spilaranum Ojba Rasta - Friður Hljómar - Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár Dimma - Myrkraverk í Hörpu Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptök- ur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endur- útgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfs- menn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptök- ur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðn- um og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listan- um. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risa- útgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu gríp- andi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo end- anlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefn- inga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri. freyr@frettabladid.is Popp undir áhrifum frá Robyn og Lykke Poppsöngkonan Katy Perry hefur sent frá sér sína fj órðu hljóðversplötu, Prism. Prism hefur fengið góða dóma víðast hvar. Breska blaðið The Telegraph gefur henni fullt hús stiga og segir Perry hljóma eins og listamaður og kona sem hefur loksins fundið sjálfa sig. Blöðin LA Times, The Guardian og Rolling Stone eru einnig sátt og gefa Prism þrjár stjörnur. Kona sem hefur fundið sjálfa sig Ég hef aldrei lesið The Great Gatsby. Ekki heldur Þrúgur reiðinnar og Catch-22, hvað þá 1984 og Sláturhús 5. Mér hefur líka tekist að leiða Thor Vilhjálmsson, Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness hjá mér í gegnum tíð- ina, að undanskildu Sjálfstæðu fólki sem var á námsskránni í menntaskóla eins og flestar af þeim „alvöru“ bókmenntum sem ég hef reynt mig við og langoftast haft gagn og gaman af (mest þó af Lord of the Flies sem er frábær bók). Ástæðan fyrir vankunnáttu minni varðandi heimsbókmennt- irnar er því ekki áhugaleysi eða lesblinda heldur miklu fremur tímaskortur, vegna þess að frá því á unga aldri hefur nær allur minn bóklestur beinst að ævisögum popptónlistarfólks. Á þeim bænum hefur löngum verið af nógu að taka. Í frumbernsku drakk ég í mig litprentuð rit um Duran Duran, ABBA og fleira. Fyrsta eiginlega poppævisagan sem ég man eftir að hafa lesið var Lifað með Lennon eftir Cynthiu, fyrrverandi eiginkonu Bítilsins sáluga, í hálfbæklaðri íslenskri þýðingu sem ég tók á leigu í Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og uppskar undarlegar augngotur starfsfólks fyrir vikið. Það var eitthvað gríðarlega heillandi við að skyggnast bak við tjöldin og kynnast (oft og tíðum meingölluðum) persónunum á bak við tónlistina og í kjölfarið komu þær í röðum. Fyrst um sinn takmarkaðist lesturinn við popparabækur sem höfðu verið þýddar á ís- lensku eins og Elvis eftir Albert Goldman, sem er skelfileg lesning fyrir ungan mann. Eftir því sem tungumálakunnáttunni fleygði fram varð mögulegt að kafa ofan í fágætari lystisemdir og skipti þá engu hvort smekkur fyrir listsköpun viðfangsefnanna var fyrir hendi eður ei. Þannig lærði ég snemma að fara ekki í manngreinarálit þegar kom að þessum málum, því óvæntu ánægjurnar eru mest full- nægjandi. Ég hef aldrei þolað Mötley Crüe, en The Dirt er stórkostleg bók. Take It Like a Man eftir Boy George kom líka sérstaklega skemmtilega utan af kanti og eins Freaky Dancin’ hans Bez úr Happy Mondays. Aðrar hafa staðið fyllilega undir miklum væntingum, til dæmis Just Kids eftir Patti Smith, Chronicles Bobs Dylan og No Irish, No Blacks, No Dogs eftir Johnny Rotten. Í stuttu máli vil ég helst lesa allar ævisögur þar sem popptónlist kemur við sögu, þrátt fyrir einstaka vonbrigði á borð við Söknuð, um Vilhjálm Vilhjálmsson, og Clapton: The Autobiography eftir gítarleikarann knáa. Ég vona því að mínir nánustu sýni því skilning að ég fórni Mánasteini eftir Sjón fyrir nýútkomna ævisögu Morrissey þessi jólin. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Á bak við tónlistina PATTI SMITH Hvers vegna sál okkar lifir áfram eftir dauðann Fyrirlestur á ensku / www.lif-eftir-daudann.net LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS BOÐAR TIL ÁRSFUNDAR FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER KL. 16:30 Fundurinn verður haldinn í tónlistarsal skólans við Sölvhólsgötu, gengið inn frá horni Skúlagötu og Klapparstígs. Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Listaháskóla Íslands ÁRSFUNDUR LISTAHÁSKÓLANS 2013 KATY PERRY Fjórða hljóðversplata Katy Perry, Prism, er komin út á vegum Capitol Records. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.