Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 2
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Jóhann, er það ekki bara húrra fyrir pylsugerðarmanninum? „Það er alltaf gott að fá eina með öllu og mjólkurglas með.“ Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugar- dalsvelli. Til að völlurinn verði til reiðu fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu hefur KSÍ fengið risastóra pylsu sem heitu lofti er dælt inni í og á að halda hita á vellinum. SPURNING DAGSINS REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w. ex po .is Sími: 535 9000 RAFGEYMAR Í ÚRVALI! VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL Er rafgeymirinn klár fyrir veturinn MENNING „Myndirnar gefa nýtt sjónarhorn á hafnfirskt mannlíf fyrir einni öld. Þetta er alveg þrælmerkilegur fundur,“ segir Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar. Þessa dagana er byggðasafnið að undir- búa hátíðahöld um næstu helgi í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu Bjarna Sívertsen, „föður Hafnarfjarðar“. Af því tilefni er verið að taka Sívertsen- hús í gegn. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að ráðast í var að laga raflagnir í húsinu. Taka þurfti upp gólfborð á efri hæð hússins til að koma nýjum lögnum fyrir. Á mánudag fundust merkilegir gripir faldir undir gólffjölunum. Annars vegar var um barnaskó að ræða og hins vegar veski með 134 filmum í. „Við skiljum ekki hvernig veskið með öllum þessum filmum gat endað undir gólf- fjölunum. Þetta hlýtur að hafa verið góður felustaður á sínum tíma,“ segir Björn. Filmurnar eru taldar rétt rúmlega aldar- gamlar. Myndirnar sem þær geyma eru flestar teknar í Hafnarfirði á árunum 1910 til 1915. Einstaka er þó úr Reykjavík og frá Danmörku. Margar þeirra sýna fólk við dag- leg störf. „Þarna eru myndir af konum að elda og strauja og verkamönnum við störf sín. Myndirnar eru flestar mjög skýrar og góðar,“ segir Björn. Þótt safnamönnum hafi ekki gefist langur tími til að skoða filmurnar og skanna þær telja þeir líklegast að þær séu teknar af Ólafi V. Davíðssyni en hann bjó í Sívertsen- húsi á þessum árum ásamt konu sinni, list- málaranum Hönnu Davíðsson. Hún málaði meðal annars myndir á skírnarfontinn og predikunarstólinn í Fríkirkjunni í Hafnar- firði. Ólafur var verkstjóri hjá Bookles-bræðr- um um tíma en rak svo um árabil eigin fisk- verkun í bænum. Hann vann sér það meðal annars til frægðar að vinna fyrstu Íslands- glímuna 1906. johanna@frettabladid.is Merkilegar mann- lífsmyndir finnast Aldargamlar filmur fundust í vikunni undir gólffjölum í Sívertsenhúsi í Hafnar- firði. Bæjarminjavörður segir myndirnar gefa nýtt sjónarhorn á mannlíf í bænum. Talið er að Ólafur V. Davíðsson glímukóngur hafi tekið myndirnar í kringum 1910. DAGLEG STÖRF Margar af þeim myndum, sem komu í ljós þegar filmurnar sem fundust í Sívertsenhúsi voru skannaðar, eru af fólki við dagleg störf í Hafnarfirði fyrir einni öld. Þær eru flestar tekn- ar í nágrenni við Sívertsenhúsið. PRÚÐBÚNAR SYSTUR Talið er að þetta sé mynd af Flygenringsystrum. Þær bjuggu í samnefndu húsi og voru nágrannar Ólafs V. Davíðssonar sem talinn er hafa tekið myndina einhvern tíma á árunum 1910 til 1915. DÓMSMÁL Enn er beðið eftir niður- stöðu úr geðheilbrigðisrannsókn eins Íslendinganna sem dómstóll í Kaupmannahöfn sakfelldi nýlega fyrir stórfellt fíkniefnasmygl frá Hollandi til Danmerkur. Fyrir mánuði var maðurinn, sem er 35 ára, fundinn sekur um aðild að smygli á samtals 60 kílóum af amfetamíni til Danmerkur. Hann átti stóran þátt í málinu en refsing hans verður ekki ákveðin fyrr en niðurstaða læknisrannsóknarinn- ar liggur fyrir. Gitte Juul Jensen, lögmaður hans, segir ekki ljóst hvenær hennar er að vænta. Sjö aðrir Íslendingar hafa verið sakfelldir vegna málsins. Af þeim fengu sex fangelsisdóma, tveir sex ára dóma, þrír tíu ára dóma og einn, höfuðpaurinn Guðmundur Þóroddsson, tólf ára dóm. Að auki var einn Íslendingur dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Til viðbótar við Íslendingana sjö hafa þrír menn hlotið sjö, átta og tíu ára dóma fyrir aðild sína að málinu. - sh Ekki er búið að ákveða refsingu eins Íslendinganna í dópmálinu í Danmörku: Niðurstöðu geðmats enn beðið VANDLEGA FALIÐ Efnin voru vandlega falin í bíl sem ekið var frá Hollandi til Danmerkur, eins og sjá má hér að ofan. MYND/KAUPMANNAHAFNARLÖGREGLAN. LONDON, AFP Georg prins, þriggja mánaða gamall ríkisarfi í Bretlandi, var skírður við hátíðlega athöfn í St. James‘s Palace í London í gær. Foreldrarnir, Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja, völdu sjö nána vini fjölskyldunnar til að vera guðforeldrar piltsins. Þar á meðal eru jarlinn af Grosvenor, fyrrverandi einkaritari foreldra prinsins, og gömul vinkona Díönu prinsessu. Erkibiskupinn af Kantaraborg skírði piltinn. -ebg Látlaus athöfn með nánum vinum og fjölskyldu: Ríkisarfinn Georg skírður í gær SKÍRN Athöfnin var fremur látlaus miðað við íburð brúðkaups Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju. MYND/AFP ATVINNUMÁL Skráð atvinnuleysi í september var 5,2 prósent sam- kvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Atvinnuleysi jókst um 0,3 pró- sentustig frá því í september 2012 þegar það var 4,9 prósent. Að jafn- aði voru 186.700 manns á vinnu- markaði í september og af þeim voru 177 þúsund starfandi og 9.700 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi var 5,2 prósent meðal karla og 5,3 prósent meðal kvenna. - hg 9.700 manns í atvinnuleit: Atvinnuleysi eykst lítillega NÁTTÚRA „Hún er raunhæf að því leyti að þetta er gerlegt. En það er ekki mitt að tjá mig um fjármagnið,“ segir Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, en stofnunin hefur lokið tillögu um viðbragðsáætlun vegna síldardauða í Kolgrafa- firði í framtíðinni. Sú áætlun gerir ráð fyrir því að síldin verði urðuð á viðurkenndum urðunarstað en sá næsti er Fíflholt sem er töluvert langt frá. Reikna má með að heildarkostnaður við flutn- ing og urðun á tonni sé um nítján þúsund krónur og samkvæmt því myndi kosta um 19 milljónir að flytja og urða 1.000 tonn. Þegar hefur þurft að urða 50 þúsund tonn af síld sem drapst í firðinum. Samkvæmt þessum kostn- aðartölum hefði það kostað tæpan milljarð hefði síldin verið urðuð með þeim hætti. Í tillögum Umhverfisstofnunar er einnig lagt til að samráðsnefnd með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvegaráðuneytis og fjármálaráðuneytis verði stofnuð strax. Nefndin myndi hafa það hlutverk að taka ákvarðanir um fjármögnun verkefnisins. - vg Umhverfisstofnun hefur gert viðbragðsáætlun vegna Kolgrafafjarðar: Annar síldardauði yrði fokdýr KOLGRAFAFJÖRÐUR Hreinsunarstarf í Kolgrafafirði þegar 30 þúsund tonn af síld drápust í firðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið segir tímabundnar undanþágur fyrirtækja ríkisins frá upplýs- ingalögum hafa verið veittar á grundvelli tillagna frá viðkomandi ráðherra, eins og mælt sé fyrir um í upplýsingalögum. Eins hafi til- lögurnar allar verið bornar undir Samkeppniseftirlitið, sem þó hafi ekki náð að veita þeim umsögn þar sem þær bárust of seint. Alls fengu 37 opinber fyrirtæki tímabundna undanþágu. Róbert Marshall, þing- maður Bjartrar framtíðar, gagn- rýndi það harðlega í blaðinu í gær. Undanþágurnar verða endurskoð- aðar eftir áramót. - vg Deilt um upplýsingalög: Segir undan- þágur löglegar LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum handtók sex meðlimi vél- hjólagengisins Devil‘s Choice á Keflavíkurflugvelli í gær. Lög- reglan segir samtökin tengjast skipulagðri glæpastarfsemi en þremur meðlimum samtakanna var vísað úr landi í fyrradag. Búist var við talsverðum fjölda Devil‘s Choice-meðlima frá Norð- urlöndunum hingað fyrir helgina og því var lögreglan með tals- verðan viðbúnað á flugvellinum. Lögregla hugðist einnig senda frávísunarbeiðni til Útlendinga- stofnunar vegna mannanna þriggja. - hþ/ebg Djöflagengi á Íslandi: Sex í viðbót handteknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.