Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 28
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
EN EF ÉG
KAUPI
709
ALÞRIF OG BÓN?
hópkaup.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
30
45
í krafti fjöldans
Tilboð dagsins á hópkaup.is er alþrif og bón.
Íslendingar hafa ávallt
státað sig af góðu heil-
brigðiskerfi. Við erum vel
menntuð þjóð og eigum
góða lækna, hjúkrunar-
fræðinga, sjúkraþjálf-
ara og annað fagfólk sem
starfar innan heilbrigðis-
þjónustunnar. Undanfar-
in misseri hafa þó verið
að koma fram merki
þess að stoðir þess séu
að hrynja. Hjúkrunar-
fræðingar hótuðu upp-
sögnum, geislafræðingar
fylgdu í kjölfarið og nú
eru læknar Landspítalans
að gefast upp vegna álags
og manneklu.
Undanfarnar vikur hafa svo
raddir um aukinn kostnað sjúk-
linga til heilbrigðisþjónustunnar
verið háværar. Við teljum Ísland
vera velferðarríki og að við
búum við gott heilbrigðiskerfi en
núna er það orðið svo að greiðslu-
byrði sjúklinga er orðin 20% af
öllum kostnaði heilbrigðiskerfis-
ins.
Sjúklingar með krabbamein
eru stór hluti af þessum hópi.
Þeir sem þurfa að sækja meðferð
vegna krabbameins til lengri
tíma þurfa sjálfir að greiða mik-
inn kostnað í tengslum við með-
ferð sína. Þar má nefna komu-
gjöld á göngudeildir, blóðprufur,
lyf, myndrannsóknir og svo
mætti lengi telja. Dæmi eru um
að þessar tölur hlaupi á hundruð-
um þúsunda og ef óbeinn kostn-
aður vegna veikinda er tekinn
með í reikninginn má áætla
nokkur hundruð þúsund til við-
bótar.
Það að greinast með krabba-
mein og gangast undir
krabbameinsmeðferð
hefur gríðarlega mikil
áhrif á sjúklinga og
aðstandendur og þá erum
við aðeins að tala um and-
lega álagið. Það er mikið
áfall að greinast með lífs-
ógnandi sjúkdóm. Til að
bæta gráu ofan á svart
þarf þessi hópur einnig
að hafa áhyggjur af fjár-
hagslegri afkomu sinni
meðan á veikindunum
stendur, því kostnaður-
inn við það að veikjast er
umstalsverður og hefur
farið hækkandi sl. ár.
Staðan enn verri
Við höfum nýlega heyrt dæmi af
ungum manni sem á konu og tvö
börn sem hefur þurft að greiða
hátt í milljón á einu ári í beinan
kostnað til heilbrigðisþjónust-
unnar og einnig höfum við heyrt
dæmi af ungri konu sem getur
ekki greitt af lánum sínum því
að hún þarf að láta krabbmeins-
meðferðirnar njóta forgangs.
Nú er svo búið að leggja fram
nýtt frumvarp þar sem sjúkling-
um er gert að greiða fyrir inn-
lagnir á sjúkrahús, sem hefur
verið án endurgjalds fram til
þessa. Ég get tekið undir að það
er viss mismunun að þeir sem
sæki aðeins göngudeildarþjón-
ustu þurfi að greiða mörg þúsund
krónur fyrir þjónustuna en þeir
sem leggjast inn þurfi ekkert að
greiða. En viljum við bæta við
þann kostnað sem sjúklingar
greiða nú þegar? Einstaklingar
með krabbamein sækja þjónustu
á göngudeildir en þurfa einnig
oft að leggjast inn á sjúkrahús
vegna veikinda sinna og fyrir þá
skiptir þessi aukakostnaður mjög
miklu máli.
Ungt fólk sem greinist með
krabbamein er mögulega í enn
verri stöðu en þeir sem eldri eru
ef við gefum okkur það að sá
hópur sé í námi, nýlega kominn
út á vinnumarkaðinn, með ung
börn á framfæri, námslán og
húsnæðislán. Enn fremur ber að
nefna að sjúkdómatryggingar eru
oft mjög fjarlægar í huga fólks
sem er mögulega á þrítugsaldri.
Það er mjög skiljanlegt þar sem
sjúkdómar á borð við krabba-
mein greinast yfirleitt ekki fyrr
en eftir miðjan aldur. Það gerir
samt stöðu þessa hóps enn verri
og veikindin verða meiri fjár-
hagsleg byrði en ella. Heilbrigð-
isþjónusta kostar, það er stað-
reynd, en það er kominn tími til
að við einbeitum okkur aftur að
því að verða það velferðarríki
sem við viljum vera. Staðan er
orðin þannig að það er aðeins
á færi þeirra efnamestu að
greinast með sjúkdóma, en stað-
reyndin er samt sú að sjúkdómar
spyrja hvorki um stétt né stöðu.
Krabbamein er
hvorki háð stétt né stöðu
Jón Gnarr borgarstjóri,
Elsa Hrafnhildur Yeoman,
forseti borgarstjórnar,
Dagur B. Eggertsson,
formaður borgarráðs
Tilefni þessa bréfs er að
borgarstjórn samþykkti
nýlega Aðalskipulag
Reykjavíkur 2010-2030
(AR 2030). Að mati Sam-
taka um betri byggð (BB)
getur þetta nýja skipulag
markað verulega jákvæð
tímamót í skipulagsmál-
um höfuðborgarinnar,
sem sannarlega ber að
fagna.
En nú nýlega fréttist
af samningaviðræðum
Dags B. Eggertssonar,
formanns borgarráðs, og
Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkisráðherra
um AR 2030. Þessar viðræður eru
sagðar snúast um málamiðlun,
sem feli í sér frestun á brottför
flugvallar úr Vatnsmýri. Já, illt
er ef satt reynist!
Skjót brottför flugvallarins er
grundvallarforsenda þess að AR
2030 geti talist jákvætt skref í
skipulagsmálum. BB fá ekki séð
að um neitt sé að semja við ríkið
þar sem skipulagsrétturinn er
alfarið hjá borgaryfirvöldum auk
þess sem Reykvíkingar kusu með
því árið 2001 að flugvöllurinn ætti
að fara 2016!
En ef á annað borð er talin póli-
tísk nauðsyn á að semja þá er
samningur um frestun á brott-
för flugvallarins ótæk málamiðl-
un, sem skaðar borgarsamfélagið
í bráð og lengd og sem bæði ríki
og borg tapa á peningalega vegna
þess að þjóðhagslegi hagnaðurinn
felst í því að nýta byggingarlandið
í Vatnsmýri sem fyrst.
Mun skárri málamiðlun fælist
í því að ríkið fengi drjúgan hluta
af þeim 38% hlut Reykvíkinga,
sem þeir eiga siðferðileg-
an rétt á í ríkislóðunum
þarna vegna þess að þeir
eru 38% af landsmönnum.
Grundvallaratriði er
að semja þegar viðkom-
andi er í sterkri stöðu. Og
málstaður Reykvíkinga
er einmitt mjög sterkur í
þessu máli, siðferðilega,
faglega, lagalega, réttar-
farslega og ekki síst
vegna niðurstöðu flugvall-
arkosningarinnar 2001, en
það sem vantar núna upp
á er að borgarbúar geri
sér almennt grein fyrir
því!
Þess vegna þarf borg-
in nú að fara í mjög öfl-
uga upplýsingaherferð
til þess að leiðrétta þá
skökku mynd sem borgar-
búar gera sér af skipu-
lagsmálum sínum eftir gífurlega
áróðursholskeflu hollvina flug-
vallarins nú í sumar þar sem fjöl-
margir borgarbúar tóku í undir-
skriftasöfnun afstöðu gegn eigin
hagsmunum. Einungis eftir slíka
öfluga herferð verður Dagur B. í
sterkri pólitískri stöðu við samn-
ingaborðið á móti Hönnu Birnu.
BB telja ekki líðandi að borgar-
yfirvöld gangi til samninga við
ríkið með hagsmuni flokka sinna
á landsbyggðinni að leiðarljósi á
kostnað þjóðarhags og almanna-
hagsmuna á höfuðborgarsvæðinu.
BB fara fram á að þið svarið
eftirfarandi spurningum:
1. Mun Reykjavíkurborg nú
upplýsa Reykvíkinga um helstu
skipulagshagsmuni borgarbúa ?
2. Mun Reykjavíkurborg nú
taka til varna og bera til baka
hálfsannleik og uppspuna
flugvallar sinna fyrr og síðar?
3. Mun Reykjavíkurborg nýta
allar málsbætur Reykvíkinga í
Vatnsmýrarmálinu?
a. um ólögmæta yfirtöku lands í
Vatnsmýri 1946
b. um ótvíræðan skipulagsrétt
Reykvíkinga
c. um gríðarlegt tjón Reykvík-
inga af flugstarfseminni í 67 ár
d. um ógreidda lóðarleigu vegna
flugvallar í Vatnsmýri í 67 ár
e. um þjóðhagslegan ábata af
þéttingu byggðar
f. um niðurstöðu flugvallarkosn-
ingarinnar 2001
4. Mun Reykjavíkurborg láta
gera lögfræðiúttekt á yfirtöku
ríkisins 1946 á Vatnsmýri?
5. Mun Reykjavíkurborg láta
ljúka veðurfarsathugunum á
Hólmsheiði?
6. Mun Reykjavíkurborg verja
ítrustu hagsmuni borgarbúa og
þjóðarhag eða e.t.v. semja af sér
með afleitri málamiðlun?
BB bera hér að lokum fram
eftir farandi tillögur:
1. Að Reykjavíkurborg sendi
sem fyrst upplýsingabæklinga
á öll heimili í borginni um víð-
tæka heildarhagsmuni borgar-
búa í skipulagsmálum …
2. Að Reykjavíkurborg efni sem
fyrst til málþinga um skipulags-
hagsmuni borgarbúa …
3. Að Reykjavíkurborg hafi
forgöngu um að 2015 verði ár
höfuð borgarsvæðisins …
F.h. framkvæmdastjórnar
Samtaka um betri byggð (BB)
Gunnar H. Gunnarsson og
Örn Sigurðsson
Opið bréf -
um framtíð höfuðborgar …
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Halldóra F.
Víðisdóttir
hjúkrunarfræðingur
og formaður Kraft s,
félags fyrir ungt
fólk með krabba-
mein og aðstand-
endur
➜ Þeir sem þurfa að sækja
meðferð vegna krabbameins
til lengri tíma þurfa sjálfi r
að greiða mikinn kostnað í
tengslum við meðferð sína.
Þar má nefna komugjöld á
göngudeildir, blóðprufur,
lyf, myndrannsóknir og svo
mætti lengi telja.
SKIPULAG
Gunnar H.
Gunnarsson
verkfræðingur
Örn Sigurðsson
arkitekt
➜ BB fá ekki séð að um
neitt sé að semja við ríkið
þar sem skipulagsrétturinn
er alfarið hjá borgaryfi rvöld-
um auk þess sem Reykvík-
ingar kusu með því árið 2001
að fl ugvöllurinn ætti að fara
2016