Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 70
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 „Ég er annálaður smekkmaður á mat– en hef ekki jafn sterkar skoðanir á drykkjarföngum. Fæ mér oftast bara kók eða vatn.“ Tónlistarmaðurinn Intro Beats DRYKKURINN Upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hrauninu standa nú yfir í Reykjavík og lýkur þeim eftir tæpar tvær vikur. Áður höfðu tökurnar farið fram á Snæfells- nesi og gengu þær prýðilega að sögn leikstjórans, Reynis Lyngdal. „Það hitti svo vel á með veðrið. Þetta er ótrúlegur staður. Orkan er mikil og náttúrufegurðin ótrúleg. Þetta er flottur bakgrunnur fyrir þessa seríu, mjög „mystískt“,“ segir Reynir. Hraunið er framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu 2011. Þessi nýja sería verður líkast til frumsýnd um páskana. Björn Hlynur Haralds- son leikur rannsóknarlögreglumanninn Helga Mar- vin sem er sendur á Snæfellsnes til að aðstoða lög- regluna á svæðinu við rannsókn máls. Á sama tíma hverfur ungur maður með dóttur sína eftir berjat- ínsluferð úti í hrauni. „Þetta er svipaður „fílingur“,“ segir Reynir er hann ber saman Hraunið og Hamarinn. „Þetta er svolítið harðara mál sem lögreglumaðurinn er að glíma við í þetta skiptið. Það er aðeins meiri „aksjón“ í þetta skiptið og það er verið að glíma við aðeins harðari glæpamenn.“ -fb Helgi glímir við harðara mál Tökur standa yfi r í Reykjavík á þáttaröðinni Hrauninu, framhaldi Hamarsins. TÖKUR VIÐ LANDSPÍTAL- ANN Reynir Lyngdal og Björn Hlynur Haraldsson við tökur á Hraun- inu hjá Land- spítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er alveg rosalega spennandi og alveg æðislegt. Ég er mjög þakk- lát en geðveikt stressuð líka,“ segir Sigríður María Egilsdóttir. Hún verður annar af tveimur aðal- ræðumönnunum á viðburði sem breska ríkisútvarpið, BBC, stendur fyrir á morgun um konur og fram- tíðarmarkmið þeirra. Alls taka eitt hundrað konur víða að úr heimin- um þátt í viðburðinum sem fer fram í höfuðstöðvum BBC í London og verður hægt að fylgjast með honum í sjónvarpi, útvarpi og á vefsíðu BBC. „Konan sem vinnur að skipulagn- ingunni þekkir íslenska konu sem benti henni á mig,“ segir Sigríður María aðspurð. „Síðan höfðu þau samband og spurðu hvort ég vildi taka þátt. Þetta er tækifæri sem maður eiginlega getur ekki sagt nei við.“ Sigríður María, sem útskrifaðist úr Versló í vor, varð í apríl fyrsta konan í fjórtán ár sem hlaut titilinn Ræðumaður Íslands á Morfís, ræðu- keppni framhaldsskólanna. Hún vakti einnig athygli fyrir fyrirlestur sinn „Three Generations Theory“ á viðburðinum TEDx Reykjavík í sumar sem fjallaði um jafnrétti kynjanna og kvennabaráttuna. Sigríður María segist vera búin að skrifa ræðuna sem hún ætlar að flytja á BBC og hefur að undan- förnu verið að læra hana utan að. Hún mun taka um átta mínútur í flutningi. „Ég ætla að tala um fram- tíð kvenréttindabaráttunnar, hvert hún stefnir,“ segir hún, spurð út í innihald ræðunnar. „Ég hugsa að ástæðan fyrir því að þeir fengu mig til að gera þetta hafi verið að fá unga manneskju til að vera með ræðu. Líka af því að ég kem frá Íslandi, landinu sem er búið að vera í mörg ár í röð, samkvæmt Global Gender Gap Report, á lista yfir þau lönd sem hafa náð bestum árangri og standa fremst í jafnrétti kynjanna.“ Sigríður María flýgur út til Lond- on í dag og verður forvitnilegt að fylgjast með á BBC hvernig henni reiðir af. freyr@frettabladid.is Heldur ræðu um kvenréttindi hjá BBC Sigríður María Egilsdóttir verður annar af tveimur aðalræðumönnum á viðburði sem breska ríkisútvarpið, BBC, stendur fyrir um stöðu kvenna í heiminum. Á LEIÐ TIL LONDON Sigríður María Egilsdóttir er annar af tveimur aðalræðu- mönnum morgundagsins hjá BBC. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Konurnar sem taka þátt í viðburðinum koma úr alls konar áttum en eiga það sameiginlegt að hafa barist fyrir betri heimi fyrir sig og fjöl- skyldur sínar. Þær munu allar fá tækifæri til að tjá sig um stöðu kvenna í heiminum í dag og hvernig framtíð þeirra lítur út. Konur sem berjast fyrir betri heimi Vondulagakeppnin verður haldin í þriðja sinn á laugardaginn, 26. október, á skemmtistaðnum Dolly í Hafnarstræti. Að venju er það tónlistarkonan Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona í Sometime, sem stendur fyrir keppninni, en hún er alltaf haldin í kringum afmæli Rósu, síðast árið 2011. „Þátttakendur flytja frumsamið lag en það er Júróvisjónstandard á því,“ segir Rósa Birgitta. „Það má semsagt ekki vera lengra en þrjár mín- útur að lengd,“ segir hún jafnframt. „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt undanfarin ár og margir tekið þátt. Í síðustu keppni var í fyrsta sinn einhver sem ég þekki ekki sem tók þátt, það voru þrír félagar í hljómsveit sem hefur ekkert nafn hlotið enn, en þeir komu, sáu og sigruðu með hörmulegri tónsmíð og viðbjóðslegum söng. Þá er takmarkinu náð,“ segir Rósa, og segir þetta með skemmtilegri kvöldum ársins að sínu mati. Í dómnefnd í þetta sinn eru Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og Baggalútur, Elísabet Eyþórs- dóttir, úr hljómsveitinni Sísý Ey, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, en hann er umboðsmaður hljómsveita á borð við Hjaltalín og Ylju. „Ég hef heyrt út undan mér að Hermigervill, Ásgeir Trausti og Emmsjé Gauti séu meðal þeirra sem taka þátt í ár,“ segir Rósa, og hvetur alla áhugasama til að vera með en hægt er að skrá sig á Facebook-síðu vondulagakeppninnar. - ósk Hvetur til hörmulegra tónsmíða á laugardaginn Rósa Birgitta Ísfeld leitar að frumsömdum, slæmum lögum til að fl ytja á vondulagakeppninni á Dolly í ár. HELDUR VONDULAGA- KEPPNI Rósa Birgitta Ísfeld skipuleggur vondulaga- keppni sem fer fram á Dolly á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fiskikóngurinn Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 STÓRBÆTTU LÍF ÞITT með breyttu mataræði! Sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt með aukinni vitund um mataræði og sjúkdóma og taka upp hollari lífshætti. „Jóhanna hefur skrifað merkilegt rit um leiðir til betra lífs og hvet ég fólk til að lesa bókina og íhuga efnið.“ SIGMUNDUR GUÐBJARNAS ON FYRRVERANDI REKTOR HÍ METSÖLUBÓ K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.