Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 58
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING LÍFSSTÍLL | 46 Dansbardagi fer fram í íþrótta- húsi Seljaskóla á laugardag klukk- an 16. Dansskóli Brynju Péturs stendur fyrir viðburðinum og er bandaríski dansarinn og dans- höfundurinn Emilio Austin Jr, öðru nafni Buddha Stretch, kom- inn hingað til lands til að dæma í keppninni. Austin var fjórtán ára þegar hann hóf að æfa dans og byrjaði feril sinn sem „b-boy“, eða breik- dansari. Hann segist þó ekki hafa verið sérlega fær í breik-dansin- um og því skipti hann fljótlega yfir í „popping“, sem er dansteg- und náskyld hipphopp-dansi. „Ég reif alltaf fötin mín í breik-dansi, sem var sönnun þess hversu lélegur ég var, almennileg- ur breik-dansari rífur ekki göt á fötin sín,“ segir hann og hlær. Hipphopp-menningin var að ryðja sér rúms á þessum tíma og tók Austin fullan þátt í mótun þess. „Dansgengi spruttu upp víða og í mörgum tilfellum urðu þau þín önnur fjölskylda, jafnvel þín eina. Það er kannski hægt að líkja dansgengi við fótboltalið; allir kunna að spila fótbolta en þó hefur hver og einn sitt hlut- verk innan liðsins. Allir í dans- gengi geta dansað, en svo ertu með poppara eða breikara.“ Austin á langan feril að baki sem danshöfundur og hefur meðal annars unnið náið með tónlistar- fólki á borð við Busta Rhymes, Mariah Carey, Will Smith, Salt‘n Pepa, Whitney Houston, Public Enemy, Run DMC og Michael Jack- son. Spurður út í Michael Jackson segir Austin: „Hann var í einu orði sagt magnaður! Og alveg sér- staklega lærdómsfús, hann vildi vita allt um hipphopp og uppruna þess og spurði þúsund spurninga. Ég var 23 ára þegar þetta var og það var skrítið að standa frammi fyrir Jackson og svara spurning- um hans,“ rifjar hann upp. Þetta er í fyrsta sinn sem Austin sækir Ísland heim. Aðspurður segist hann helst leita eftir fimm atriðum í fari dansara. „Takti, tækni, færni, hversu skap- andi dansara eru og karakter – hið síðastnefnda er það mikilvæg- asta að mínu mati,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Frægur dansari dæmir í dansbardaga Danshöfundurinn Emilio Austin Jr. dæmir í dansbardaga sem fram fer á laugar- dag. Hann hefur meðal annars unnið með Michael Jackson og Will Smith. DANSARAR Emilio Austin Jr. ásamt Brynju Pétursdóttur, hún skipuleggur dans- bardaga sem fram fer á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Smáforritið PIN-Ísland hjálpar fólki að geyma öll PIN-númer- in sem það þarf á að halda með hjálp litaspjalds. Appið er komið út fyrir notendur iPhone í íslensku app-búðinni og fyrir not- endur Android-snjall- síma. Það er væntanlegt á næstu dögum fyrir þá Íslendinga sem eru að nota bandarísku eða bresku app-búðina. „Þetta er frekar létt og lítið app en samt mjög notendavænt. Það eru fleiri og fleiri stað- ir að gera kröfu um að fólk setji inn PIN-númerin sín og þess vegna er þetta mjög hentugt,“ segir vef- hönnuðurinn Helgi Pjetur Jóhannesson, einn af eig- endum Stokks. Appið býr til litaspjald þar sem þú felur PIN-núm- erið þitt þannig að það er ekki aðgengi- legt neinum nema þér. Hægt er að búa til eins mörg spjöld og þú þarft. Ómögulegt er að giska á röðina ef maður þekkir ekki liti og staðsetningu. „Þetta er 100% öruggt. Appið er aldrei nettengt. Meira að segja síminn veit ekki hvert PIN- númerið er,“ segir Helgi. -fb PIN falið í litaspjaldi Appið PIN-Ísland hjálpar fólki að muna PIN-númer. Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orð- skrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér ból- félaga og þér sé gert að mæta á til- tekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveð- inn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þess- ar umræður því undantekningar- laust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér and- anum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinn- ingalegan. Þetta eru mjög skilj- anlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þykir gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega for- eldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín. Samskipti lykillinn að kynlífi UNGT PAR Táningar eiga fyrst að stunda kynlíf með sjálfum sér, svo með öðrum, segir Sigga Dögg. NORDICPHOTOS/GETTY Á þessum tíma árs fara kvef- og flensu- pestir gjarnan á flakk. Hér má finna fimm einföld ráð til að styrkja ónæmis- kerfið og koma í veg fyrir veikindi. ■ Svefn. Góður og reglulegur svefn styrkir ónæmiskerfið. ■ Vatn. Því meira sem fólk drekkur af vatni því hraðar losar líkaminn sig við eiturefni. Það er sérstaklega mikilvægt að drekka mikið á meðan á veikindum stendur. Heitt vatn með sítrónu er sér- staklega gott fyrir heilsuna á köldum vetrardögum. ■ Grænt er vænt. Grænir drykkir eru fullir af víta- mínum og því góðir fyrir heilsuna. Gott er að blanda saman ananas, banana, kókosmjólk og græn- káli. Drykkurinn er bæði meinhollur og orkugefandi. ■ Sviti. Það að svitna losar líkamann við ýmis eiturefni. Því er mikil- vægt að hreyfa sig reglulega, sé fólk þegar orðið veikt getur verið gott að anda að sér gufum einfaldlega með því að sjóða vatn í potti. ■ Óreganó-olía. Kjarnaolía úr óreganói inniheldur efni sem geta hamlað vexti sveppagróðurs, vírusa, baktería og annarra örvera. Góð ráð gegn fl ensu Góður svefn og grænir drykkir gegn veikindum. GRÆNT OG GOTT Grænir drykkir eru góðir fyrir ónæmiskerfið. NORDICPHOTOS/GETTY KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is ➜ 50 manns hafa skráð sig í keppnina. Keppt verður bæði í einstaklingsflokki og hópaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.