Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 62
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 BAKÞANKAR Dóra DNA Afsakaðu mig, dómari, ég neyðist til að hjóla beint í manninn, þú og hinir getið sparkað boltanum á milli ykkar á meðan. Í Fréttablaði þriðjudags er leikdómur eftir Jón Viðar Jónsson, um Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Ein stjarna. Textinn sem birtist tengist gagn- rýni ekki neitt. Hann er rætinn, illkvitt- inn og umfram allt dónalegur. Í einhverjum öðrum kosmós myndi Sigurður Pálsson gefa honum á kjaftinn fyrir svona tal. TIL samanburðar má benda á gagnrýni Sím- onar Birgissonar í Djöflaeyjunni, þar sem hann er í grófum dráttum sammála Jóni Viðari um vankanta sýningarinnar, en það hljómaði eins og gagnrýni, ekki eins og árás. ÉG hef alltaf haft gaman af Jóni Viðari sem gagnrýnanda. Svona eins og ég hef gaman af risaeðlum. Naut þess að lesa dóma eftir hann, þar sem verkið sem verið var að rýna var aldrei í aðalhlutverki, heldur forneskjulegur smekkur gagnrýnandans. En nú þegar hann skrifar fyrir mest lesna fjölmiðil landsins, þá er það kannski fullmikið af hinu góða. GERPLA, Macbeth og Englar alheimsins eru allt leiksýningar sem voru eins og ferskur blær í íslenskum sviðslist- um. Ferskar, vandaðar, skemmtilegar og listrænar en á sama tíma aðgengilegar. Þær unnu allar til verðlauna, nutu vinsælda, og voru lofaðar í hástert. Jón Viðar hins vegar gaf þeim öllum falleinkunn. MÖGULEGA ætti ritstjórn Fréttablaðsins að setja sérstakan merkimiða á leikdóma Jóns Viðars: „ATH! Gagnrýnandi hefur mjög undarlega og gamaldags sýn á leiklist og er þar að auki sísvangur og pirraður, eins og ísbjörn.“ EN það er þekkt dæmi í sviðslistum á Íslandi að ef Jón Viðar gefur sýningu slæma dóma, þá er það afskrifað sem raus, en þegar hann er jákvæður eru dómarnir hengdir upp á vegg eins og verðlaun. Svona tvískinnung- ur gengur auðvitað ekki. FYRR á árinu vann ég að verkinu Harm- sögu sem dramatúrg. Jón Viðar gaf fjórar stjörnur. Fyrst kættist ég, en svo hugsaði ég: „Ansans, ekki vorum við að gera eitthvað ógurlega gamaldags og sterílt?“ SKOÐANIR Jóns Viðars á leikhúsi eru ekki faglegar viðurkenningar, heldur dægra- stytting, „novelty items“, svona eins og að spyrja gamla og fúla karla hvað þeim finnst um internetið og farsíma. Nokkur orð um leikminjar 18.00 17.30 | 20.00 | 22.30 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SMÁRABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS Í ÚKONAN B RINU KL. 6 - 8 MÁLMHAUS KL. 6 - 10 BATTLE OF THE YEAR KL. 8 - 10 Í ÚKONAN B RINU KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.40 KONAN Í BÚRINU LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 BATTLE OF THE YEAR KL. 5.40 - 8 - 10.30 MÁLMHAUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 Ú ÓT RB 2D Í SL.TAL KL. 3.30 - 5.40 TÚRBÓ 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 ABOUT TIME KL. 8 AULINN ÉG 2 2D KL. 3.30 “ÞESSI MYND ER MEÐ BETRI MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ. PÚNKTUR. ÞAÐ ER EKKI SLEGIN FEILNÓTA.” - MIKAEL TORFASON “SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!” - BERGSTEINN SIGURÐSSON, DJÖFLAEYJAN RÚV Miðasala á: og HÁSKÓLABÍÓ Í ÚKONAN B RINU KL. 5.45 - 8 - 10.15 GRAVITY 3D KL. 9 - 10.15 ÁM LMHAUS KL. 5.45 - 8 LA VIE D‘ADELE KL. 5.30 BLUE JASMIN KL. 10 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 -V.H., DV -H.V.A., FBL - H. S., MBL FORSÝNING SMÁRABÍÓ KL.23 Í KVÖLD „.SPENNUÞRUNGIN KVIKMYND MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM“ -A.F.R., KVIKMYNDIR.IS EMPIRE THE HOLLYWOOD REPORTER KONAN Í BÚRINU 8, 10:10 BATTLE OF THE YEAR 10:10 MÁLMHAUS 5:50 ABOUT TIME 6, 9 AULINN ÉG 2 - ÍSL TAL 5:50 2DÍSL TAL H.V.A. FBL H.S. MBLV.H. DVA.F.R. kvikmyndir.is 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTER MBL NEW YORK OBSERVER ENTERTAINMENT WEEKLY VARIETY VARIETY LOS ANGELES TIMES QC PETE HAMMOND, MOVIELINE CHICAGO SUN TIMES TIMESUSA TODAY THE HOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLY VARIETY EMPIRE Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður hald- in í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstón- listarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einn- ig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykja- vík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíð- in í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þess- ari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega ein- stakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses High- tower, Ojba Rasta, Vök og Halelu- wah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Future- grapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is. -fb Kalkbrenner kemur fram á Sónar Paul Kalkbrenner, Bonobo og James Holden koma fram á Sónar í Reykjavík. PAUL KALKBRENNER Eitt stærsta nafnið í danstónlistarheiminum spilar á Sónar í Reykjavík á næsta ári. Síðasti elskhuginn er ný bók eftir Val Gunnarsson, en hann hefur áður gefið út bókina Konungur norðursins. „Þetta er eins konar saga um ást- ina í skugga búsáhaldabyltingar,“ segir Valur. „Á meðan byltingarlog- arnir fjara út á Austurvelli tekur leitin að ástinni við. Hún færir okkur frá Moskvu og til Montreal og að lokum til sveitar í grennd við Húsavík,“ bætir hann við. Hver staður hefur sín sérkenni og Valur segir samskipti kynjanna afar mismunandi á hverjum stað. „Í Rússlandi hefur lítið breyst síðan á 19. öld. Hér eiga karlmenn að vera karlmenn og konur að vera konur, en ýmislegt kraumar undir yfirborðinu. Á meginlandinu hafa menn aðrar hugmyndir um ástarsambönd, enginn vill binda sig lengur og það er enginn sem segir að ástarsambönd eigi aðeins að innihalda tvær manneskjur. Á hinu napra Íslandi heldur fólk tryggð við hvort annað svo lengi sem það endist, en engin talar saman nema í ölæði og engin leið er til að nálgast hvort annað utan baranna.“ Valur segir mikla rannsókn- arvinnu búa að baki bókinni, og hefur hann farið í rannsóknar- leiðangra til Rússlands, Þýska- lands, Bandaríkjanna og Kanada og jafnvel hætt sér stöku sinnum inn á íslenska bari á meðan á ritun hennar stóð. Síðasti elskhuginn kemur út á laugardag. - ósk Ástin á tímum ölæðis Valur Gunnarsson gefur út aðra bók sína, Síðasta elskhugann, á laugardaginn. FÓR UM VÍÐAN VÖLL Valur Gunnarsson, höfundur Síðasta elskhugans, ferðaðist til Rússlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada í undirbúningsskyni. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.