Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 24. október 2013 | MENNING | 49 Evróputónleikaferð bandaríska tónlistarmannsins Marks Lane- gan hófst í Vínarborg í Austurríki um síðustu helgi. Ferðin endar hér á landi með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember. Auk Lanegans mun hinn breski Duke Garwood, sem sendi frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu, koma fram. Einnig mun belgíski tónlistarmaðurinn Lyenn leika listir sínar. Von er á fleiri gestum í Frí- kirkjuna, eða Hollendingunum Sietse Van Gorkom sem leikur á fiðlu og Jonas Pap sem leikur á yfir þrjú hundruð ára gamalt selló. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir verið iðnir við að spila sígilda tónlist og popp- og rokk- tónlist í Evrópu um árabil. Banda- ríski gítarleikarinn Jeff Fielder frá Seattle stígur einnig á svið. Miðar á fyrri tónleikana eru uppseldir en enn eru til miðar á aukatónleikana 1. desember. Miðasala fer fram á midi.is. 300 ára gamalt selló Eldgamalt selló fylgir Mark Lanegan til Íslands. MARK LANEGAN Tónlistarmaðurinn Mark Lanegan er á leið til Íslands. NORDICPHOTOS/GETTY Tina Fey og Amy Poehler fá sam- kvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs veglega greitt fyrir að kynna Golden Globe-verðlauna- hátíðina á næsta ári. Fyrr í vikunni greindi Radar- Online.com frá því að Fey og Poeh ler myndu fá sínar tvær til fimm milljónir dollara hvor fyrir að kynna hátíðina. Það er meira en nokkur Óskarsverðlauna- kynnir hefur fengið að undan- skildum Billy Crystal, sem fékk litlar fimm milljónir dollara fyrir að kynna Óskarinn. Eftir að fréttir hófu að birtast um launaseðil tvíeykisins sendu stöllurnar frá sér yfirlýsingu sem birtist í Vanity Fair þar sem þær sögðu upphæðina í frétt Radar- Online gróflega ýkta. Ekki fylgdi sögunni nákvæmlega hversu mikið þær fá greitt fyrir störf sín. - ósk Segja upp- hæðir ýktar TINA FEY OG AMY POEHLER Hafa getið sér gott orð í Hollywood fyrir líflega og fyndna framkomu. AFP/NORDICPHOTOS Fyrr í þessum mánuði hætti hljómsveitin the Jonas Brothers við tónleikaferð sína tveimur dögum áður en hún átti að hefj- ast. Í kjölfarið fór af stað orð- rómur um að hljómsveitin væri að hætta. Talsmaður hljómsveitarinnar staðfesti að sveitin hefði hætt við tónleikaferðalagið og sagði ástæðuna vera ósætti á milli bræðranna, þeirra Nicks, Joes og Kevins. Orðrómurinn fékk svo byr undir báða vængi þegar Twitter- síðu Jonas Brothers var eytt í síð- ustu viku. - ósk Jonas Brothers hættir? ÓSÆTTI Þeir Nick, Joe og Kevin Jonas hættu við tónleikaferðalag sitt vegna ósættis í hljómsveitinni. AFP/NORDICPHOTOS Leikstjórinn Peter Jackson, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Hringadróttinssögu, sagði í viðtali við The New Zea- land Herald í vikunni að hann væri ekki með fleiri stórmyndir í pípunum, eftir að síðasta Hobbitamyndin og tvær myndir um Tinna, sem hann vinnur með Steven Spielberg, koma út. Jackson vill frekar halda sig í föðurlandinu, Nýja-Sjálandi, þar sem hann tók upp Hringadróttinssögu og Hobbita-myndirn- ar, til þess að vinna að smærri verkefnum þar í landi. Leikstjórinn sagði í viðtalinu að hann og maki hans, Fran Walsh sem hefur skrifað og framleitt flest allar myndir Jack- sons, eigi nokkrar nýsjálenskar sögur uppi í erminni sem þau vilja vinna að í sameiningu. Hann segir jafnframt í viðtalinu að hann vilji hverfa frá Hollywood um tíma, og að hann sé með nokkrar frábærar hug- myndir að smærri bíómyndum. Þá þykir líklegt að Jackson snúi aftur til indí-kvikmynda- gerðar sem upprunalega kom ferli hans af stað. Þar ber helst að nefna kvikmyndina Heavenly Creatures sem kom út árið 1994. Síðan Jackson leikstýrði fyrstu Lord of the Rings-kvikmynd- inni árið 2001, hefur hann leikstýrt myndum á borð við King Kong, The Lovely Bones, og District 9, sem var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna – allar hafa myndirnar átt mikilli velgengni að fagna og skilað miklum hagnaði. - ósk Vill út úr Hollywood um tíma Leikstjórinn Peter Jackson vill vinna að smærri verkefnum á Nýja-Sjálandi. UNNIÐ TIL FJÖLDA VERÐLAUNA Peter Jackson hefur átt mikilli velgengni að fagna í Hollywood. AFP/NORDICPHOTOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.