Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 61

Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 61
FIMMTUDAGUR 24. október 2013 | MENNING | 49 Evróputónleikaferð bandaríska tónlistarmannsins Marks Lane- gan hófst í Vínarborg í Austurríki um síðustu helgi. Ferðin endar hér á landi með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember. Auk Lanegans mun hinn breski Duke Garwood, sem sendi frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu, koma fram. Einnig mun belgíski tónlistarmaðurinn Lyenn leika listir sínar. Von er á fleiri gestum í Frí- kirkjuna, eða Hollendingunum Sietse Van Gorkom sem leikur á fiðlu og Jonas Pap sem leikur á yfir þrjú hundruð ára gamalt selló. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir verið iðnir við að spila sígilda tónlist og popp- og rokk- tónlist í Evrópu um árabil. Banda- ríski gítarleikarinn Jeff Fielder frá Seattle stígur einnig á svið. Miðar á fyrri tónleikana eru uppseldir en enn eru til miðar á aukatónleikana 1. desember. Miðasala fer fram á midi.is. 300 ára gamalt selló Eldgamalt selló fylgir Mark Lanegan til Íslands. MARK LANEGAN Tónlistarmaðurinn Mark Lanegan er á leið til Íslands. NORDICPHOTOS/GETTY Tina Fey og Amy Poehler fá sam- kvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs veglega greitt fyrir að kynna Golden Globe-verðlauna- hátíðina á næsta ári. Fyrr í vikunni greindi Radar- Online.com frá því að Fey og Poeh ler myndu fá sínar tvær til fimm milljónir dollara hvor fyrir að kynna hátíðina. Það er meira en nokkur Óskarsverðlauna- kynnir hefur fengið að undan- skildum Billy Crystal, sem fékk litlar fimm milljónir dollara fyrir að kynna Óskarinn. Eftir að fréttir hófu að birtast um launaseðil tvíeykisins sendu stöllurnar frá sér yfirlýsingu sem birtist í Vanity Fair þar sem þær sögðu upphæðina í frétt Radar- Online gróflega ýkta. Ekki fylgdi sögunni nákvæmlega hversu mikið þær fá greitt fyrir störf sín. - ósk Segja upp- hæðir ýktar TINA FEY OG AMY POEHLER Hafa getið sér gott orð í Hollywood fyrir líflega og fyndna framkomu. AFP/NORDICPHOTOS Fyrr í þessum mánuði hætti hljómsveitin the Jonas Brothers við tónleikaferð sína tveimur dögum áður en hún átti að hefj- ast. Í kjölfarið fór af stað orð- rómur um að hljómsveitin væri að hætta. Talsmaður hljómsveitarinnar staðfesti að sveitin hefði hætt við tónleikaferðalagið og sagði ástæðuna vera ósætti á milli bræðranna, þeirra Nicks, Joes og Kevins. Orðrómurinn fékk svo byr undir báða vængi þegar Twitter- síðu Jonas Brothers var eytt í síð- ustu viku. - ósk Jonas Brothers hættir? ÓSÆTTI Þeir Nick, Joe og Kevin Jonas hættu við tónleikaferðalag sitt vegna ósættis í hljómsveitinni. AFP/NORDICPHOTOS Leikstjórinn Peter Jackson, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Hringadróttinssögu, sagði í viðtali við The New Zea- land Herald í vikunni að hann væri ekki með fleiri stórmyndir í pípunum, eftir að síðasta Hobbitamyndin og tvær myndir um Tinna, sem hann vinnur með Steven Spielberg, koma út. Jackson vill frekar halda sig í föðurlandinu, Nýja-Sjálandi, þar sem hann tók upp Hringadróttinssögu og Hobbita-myndirn- ar, til þess að vinna að smærri verkefnum þar í landi. Leikstjórinn sagði í viðtalinu að hann og maki hans, Fran Walsh sem hefur skrifað og framleitt flest allar myndir Jack- sons, eigi nokkrar nýsjálenskar sögur uppi í erminni sem þau vilja vinna að í sameiningu. Hann segir jafnframt í viðtalinu að hann vilji hverfa frá Hollywood um tíma, og að hann sé með nokkrar frábærar hug- myndir að smærri bíómyndum. Þá þykir líklegt að Jackson snúi aftur til indí-kvikmynda- gerðar sem upprunalega kom ferli hans af stað. Þar ber helst að nefna kvikmyndina Heavenly Creatures sem kom út árið 1994. Síðan Jackson leikstýrði fyrstu Lord of the Rings-kvikmynd- inni árið 2001, hefur hann leikstýrt myndum á borð við King Kong, The Lovely Bones, og District 9, sem var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna – allar hafa myndirnar átt mikilli velgengni að fagna og skilað miklum hagnaði. - ósk Vill út úr Hollywood um tíma Leikstjórinn Peter Jackson vill vinna að smærri verkefnum á Nýja-Sjálandi. UNNIÐ TIL FJÖLDA VERÐLAUNA Peter Jackson hefur átt mikilli velgengni að fagna í Hollywood. AFP/NORDICPHOTOS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.