Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 60
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48
„Við funduðum með yfirmönnum
Remo á alþjóðlegu hljóðfærasýn-
ingunni í Frankfurt fyrr á árinu.
Í framhaldi var skrifað undir
samning í gegnum umboðsaðila
Remo á Íslandi, Hljóðfærahúsið
– Tónabúðina,“ segir Benedikt
Brynleifsson trommuleikari, sem
skrifaði, ásamt Jóhanni Hjör-
leifssyni trommuleikara, undir
samstarfssamning við trommu-
skinna framleiðandan Remo fyrir
skömmu.
Benedikt er best þekktur fyrir
að spila með hljómsveitunum
200.000 Naglbítar og Todmobile.
Jóhann Hjörleifsson er þekktast-
ur fyrir að spila með Sálinni hans
Jóns míns og Stórsveit Reykja-
víkur.
Remo er einn virtasti fram-
leiðandi trommuskinna í heimin-
um og hefur verið leiðandi í gerð
trommuskinna síðastliðin 50 ár.
Þeir voru fyrstir að setja á mark-
að trommuskinn úr Mylar-gervi-
efni í stað nautshúða.
„Það er mikill fengur í því fyrir
okkur í Hljóðfærahúsinu – Tóna-
búðinni að fá þá Jóhann og Bene-
dikt í raðir Remo-listamanna, en í
röðum Remo-listamanna eru flest
stærstu nöfn heims í trommu-
leik,“ segir Sindri Heimisson,
framkvæmdastjóri Hljóðfæra-
hússins – Tónabúðarinnar.
Þekktir trommuleikarar sem
leika á Remo skinn og búnað eru
trommugoðsögnin Steve Gadd
sem hefur meðal annars leikið
með Eric Clapton, Ringo Starr úr
Bítlunum, Larry Mullen Jr. úr U2
og Taylor Hawkins úr Foo Fight-
ers, ásamt mörgum öðrum.
-glp
Íslenskir trommuleikarar gera stóran samstarfssamning
Jóhann Hjörleifsson og Benedikt Brynleifsson gerðu samning við einn stærsta trommuskinnaframleiðanda heims, Remo.
MIKILL FENGUR Jóhann Hjörleifsson, Sindri Heimisson og Benedikt Brynleifsson
sáttir við samninginn.
Áætlað er að Anchorman 2: The
Legend Continues, framhald
kvikmyndarinnar Anchorman:
The Legend of Ron Burgundy frá
árinu 2004, komi í kvikmyndahús
vestanhafs 20. desember næst-
komandi.
Myndinni er leikstýrt af Adam
McKay sem leikstýrði einnig
fyrri myndinni.
Í myndinni leika Will Ferrell,
Steve Carell, Paul Rudd, Kristen
Wiig og Megan Good, og sam-
kvæmt slúðurmiðlum vestanhafs
koma margir frægir til með að
sjást í mynd.
Fyrri myndin naut gríðarlegra
vinsælda og talsverð eftirvænt-
ing ríkir eftir framhaldinu. - ósk
Anchorman 2
kemur fyrir jól
Í HLUTVERKI RONS BURGUNDY Will
Ferrell leikur fréttaþulinn Ron Burgundy
í kvikmyndinni The Anchorman
AFP/NORDICPHOTOS
Breski leikarinn Charlie Hunnam
hætti fyrir stuttu við að taka að
sér aðalhlutverk kvikmyndar-
innar Fifty Shades of Grey. Mikið
hefur verið fjallað um málið í
erlendum fjölmiðlum og útskýrði
Hunnam ákvörðun sína fyrir
sjónvarpsstöðinni E!.
„Ég þarf að sinna persónuleg-
um málum. Þegar ég hef lokið við
tökur á sjónvarpsþáttunum [Sons
of Anarchy] ætla ég til Englands
að hitta fólkið mitt. Síðan mun ég
taka að mér að leika í nýrri kvik-
mynd eftir Guillermo [del Toro].
Ég hyggst einbeita mér að þessu í
bili,“ sagði leikarinn. Hann missti
föður sinn í maí.
Líklegt þykir að Jamie
Dornan, Billy Magnussen eða
Luke Bracey taki við hlutverki
Christians Grey í stað Hunnams.
Leikstjóri myndarinnar, Sam
Taylor-Johnson, hyggst hefja
tökur á myndinni í nóvember og
er áætlaður frumsýn-
ingardagur hennar
14. ágúst á næsta
ári.
Hyggst sinna
fj ölskyldunni
SINNIR FJÖL-
SKYLDUNNI
Charlie
Hunnam
hætti við
Fifty Shades
of Grey til að
sinna fjöl-
skyldu sinni.
NORDICPHOTOS/GETTY