Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 22
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI 22 Viðskiptakjör inn- og útflutnings Íslands eru í sögulegu lágmarki og ráð gert fyrir áframhald- andi rýrnun þeirra á næstu ár. „Aðallega vegna lægra sjávar- afurðaverðs,“ segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann kynnti þjóð- hagsspá bankans á fundi í Seðla- bankanum í gær. „Viðskiptakjörin hafa verið okkur afar óhagstæð og hafa nú rýrnað um 17 prósent frá árinu 2007,“ sagði Þórarinn og kvað kjörin ekki hafa verið jafn- slæm síðan 1964. „Eftir að efna- hagskreppan skall á núna fyrir nokkrum árum þá hafa þau nán- ast samfellt verið að rýrna.“ Í umfjöllun í Peningamálum kemur fram að í fyrra hafi við- skiptakjör landsins verið um sjö prósentum undir því sem þau hafa að meðaltali verið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Bankinn gerir ráð fyrir að viðskiptakjör haldi áfram að rýrna á spátíma- bilinu sem nær til ársins 2016, og verði þá komin ellefu prósent undir langtímameðaltal. Rýrn- unina megi fyrst og fremst rekja til slaks hagvaxtar í helstu við- skiptalöndum Íslands og mikillar lækkunar á verði sjávarafurða. Þróun viðskiptakjara segir Þórarinn að skýri að nokkru leyti hvers vegna efnahagsbati hér hafi verið jafnhægur og raun ber vitni. Þróunin hafi grafið undan gengi krónunnar og gert úrlausn nú- verandi greiðslujafnaðarvanda erfiðari en ella. - óká FARIÐ YFIR PENINGAMÁL Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, kynnir Peningamál, efnahags- rit bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Frá byrjun alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2007 hafa viðskiptakjör út- og innflutnings versnað um 17%: Viðskiptakjör landsins ekki verri síðan 1964 Icelandair flutti um 185 þús- und farþega í millilandaflugi í síðastliðnum októbermánuði. Farþegar voru þá átta prósentu- stigum fleiri en í sama mánuði árið 2012. Farþegum flugfélagsins fjölgaði mest í ferðum á milli Norður-Ameríku og Evrópu, eða um 17,8%, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Þar segir einnig að farþegum í innan lands- og Grænlandsflugi hafi fækkað um 8%. - hg Flutningatölur Icelandair: Farþegum fjölg- aði milli ára Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans eru horfur á að hag- vöxtur í ár verði nokkru meiri en bankinn spáði í ágúst, eða 2,3 pró- sent. Næstu tvö ár gerir bankinn engu að síður ráð fyrir svipuðum vexti og áður hafði verið spáð. Kynnt var í gær ákvörðun Peningastefnunefndar Seðla- bankans um að halda stýrivöxtum bankans enn óbreyttum og efna- hagsritið Peningamál með nýrri þjóðhagsspá. Vöxtum Seðlabankans var síð- ast breytt í nóvember í fyrra. „Er þetta lengsta samfellda tíma- bil óbreyttra stýrivaxta bankans síðan 2004,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Í yfirlýsingu Peningastefnu- nefndar kemur fram að verðbólgu- horfur hafi batnað nokkuð frá síð- ustu spá bankans. „Eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri við kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar í gær. „Samkvæmt spá bankans eru horfur á hægfara hjöðnun verð- bólgu á næstu misserum. Hún verður minni á næstunni en áður var reiknað með en verðbólgu- horfur til ársins 2016 eru í stórum dráttum svipaðar.“ Már segir ráð gert fyrir að verðbólga hnígi að markmiði undir lok árs 2015. Hjöðnun verðbólgunnar sagði Már auðvitað mjög hægfara og um margt óásættanlega hæga, auk þess sem hún væri næm fyrir þróun gengis og launa á næstu misserum. „Hafa verður í huga að í spánni er gert ráð fyrir því að launahækkanir verði nokkuð umfram það sem samrýmist verð- bólgumarkmiði,“ sagði Már, en í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að verði launhækk- anir í komandi kjarasamningum í samræmi við spána þá sé lík- legt að nafnvextir bankans muni að óbreyttu hækka í framhald- inu. „Launahækkanir umfram það auka líkur á vaxtahækkunum enn frekar,“ sagði Már, en árétt- aði um leið að launahækkanir sem samrýmdust verðbólgumark- miði hefðu þau áhrif að verðbólga hjaðnaði hraðar en spá bankans gerir ráð fyrir og vextir gætu þar af leiðandi orðið lægri en ella. Þá hafi áhrif stefnan í ríkisfjár- málum. „Mikilvægt er að eftir meðferð Alþingis á frumvarpi til fjárlaga verði aðhald í ríkisfjár- málum að minnsta kosti jafn mikið og boðað er í frumvarpinu.“ Auk óvissu vegna komandi kjarasamninga, nefndi Már að viðskiptakjör Íslands hefðu versn- að á undanförnum misserum og það rýrt viðskiptaafgang og sett þrýsting á gengi krónunnar. Þá sé enn óvissa um hvaða áhrif þung greiðslubyrði erlendra lána, upp- gjöra búa föllnu bankanna og losun fjármagnshafta hafi á gengi krón- unnar. olikr@frettabladid.is Hagvöxtur er umfram spár Stýrivextir Seðlabankans eru óbreyttir. Þeir hafa ekki verið óbreyttir jafnlengi síðan 2004. Horfur á mjög hægfara verðbólguhjöðnun. Seðlabankinn hækkar vexti ef launahækkanir þrýsta um of á verðbólgu. SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrivexti á kynningarfundi í húsakynnum Seðla- banka Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Mikilvægt er að eftir meðferð Alþingis á frum- varpi til fjárlaga verði aðhald í ríkisfjármálum að minnsta kosti jafn mikið og boðað er í frum- varpinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri. 7. – 11. 2. 2014 Á Ambiente má sjá allan heiminn. Þar má sjá möguleikana, tækifærin og alþjóðlega strauma og stefnur kynnt af fl eiri en 4.700 sýningaraðilum. Á áherslusviði Giving má fi nna fjöldan allan af hugmyndum að gjafavöru. Líta má til nýrra tíma, til framtíðar. Hvenær sjáum við þig á sýningunni? Upplýsingar og aðgöngumiðar á forsöluverði á ambiente.messefrankfurt.com dimex@dimex.dk Sími: +45 39 40 11 22 the show Ambiente 201 4 Samstarfsland „Þegar skýrslan er skoðuð má sjá hægan bata á þessum helstu sviðum atvinnulífs- ins,“ segir Viðar Ingason, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Ráðið birti í gær skýrslu þar sem svo- kölluð heilbrigðisvísitala atvinnulífsins er tekin saman. Vísitölunni er skipt í sex undirvísitölur sem saman eiga að veita einfalt yfirlit yfir getu íslensks atvinnulífs til aukinnar verðmætasköpunar. „Ef við skoðum þessar sex vísistölur þá hafa þær undanfarin ár þróast með mis- munandi hætti og þegar heildarvísitalan er tekin saman er vöxturinn ekkert gríðar- lega mikill,“ segir Viðar. Hann segir að heilbrigðisvísitalan frá árinu 2009 hafi sýnt ákveðinn viðsnúning en að spá Viðskiptaráðs fyrir næstu tvö ár geri áfram ráð fyrir hægum bata. „Á heildina litið gefur þessi vísitala til kynna að heilbrigði atvinnulífsins sé nú um sjö prósentustigum lakara en það var árið 2003.“ - hg Viðskiptaráð birti skýrslu um getu atvinnulífsins til verðmætasköpunar: Spá hægum bata næstu árin BATAMERKI Viðskiptaráð segir heilbrigði atvinnulífsins hafa batnað síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.