Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 7. nóvember 2013 | SKOÐUN | 25 Til að bregðast við frétt í Fréttablaðinu um bloggpistil sem ég birti 25. október skrifaði Eiríkur Smári Sigurðarson grein í blaðið 30. október með yfirskriftinni „Epli og könglar“. Það er ánægjuefni, þar sem markmiðið með skrifum mínum um háskólamálin er að hvetja til opinberrar umræðu um það sem gott er og vont í íslenska háskólakerfinu. Það eru hins vegar nokkur vonbrigði að Eiríkur (eins og aðrir sem gagnrýnt hafa staðhæfingar mínar opinberlega) lætur sér nægja að halda fram að sá samanburður sem ég gerði milli fræðasviða Háskóla Íslands sé ekki marktækur. Betra væri að Eiríkur útskýrði hver hinn eðlilegi samanburður sé, sem ætti að vera auðvelt fyrir hann, þar sem hann sýslar einmitt með slík mál í starfi sínu hjá HÍ. Tvítugfaldur munur Það sem er sláandi við þessar staðhæfingar Eiríks er að ég hef annars vegar margtekið fram í skrifum mínum að þessi samanburður sé ekki nákvæmur, og að til þess að hann yrði það þyrfti að taka tillit til ýmissa þátta, eins og þeirra sem Eiríkur nefnir. En, eins og ég hef einnig bent á er augljóst öllum sem til þekkja, eins og Eiríki, að þeir þættir sem hann nefnir geta með engu móti útskýrt þann gríðarlega mun sem er á birtingatíðni ólíkra fræðasviða HÍ í svokölluðum ISI-tímaritum, samkvæmt tölum sem HÍ birtir sjálfur. Það er nefnilega fráleitt eðlilegt að munurinn sé tífaldur, eins og gildir um Félags- vísindasvið í samanburði við Verkfræði- og Náttúru- vísindasvið, hvað þá tvítugfaldur, eins og gildir um Menntavísindasvið. Það er rétt að taka fram að í hugvísindum er munurinn á birtingatíðni trúlega meiri á alþjóða- vettvangi, vegna ólíkra hefða, en Eiríkur er ekki bara að fjalla um hugvísindin, heldur líka félags- og menntavísindin, sem eru þau svið sem gagnrýni mín hefur fyrst og fremst beinst að. Það virðast líka vera talsverðar ýkjur hjá Eiríki að það vanti „stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn“ þegar félags- og menntavísindi eru annars vegar, enda styður hann þá staðhæfingu engum gögnum. Það eru fleiri gögn aðgengileg á netinu sem sýna svart á hvítu að Eiríkur er að reyna að verja óverj- andi meðferð rannsóknafjár, miðað við yfirlýsta stefnu HÍ um að komast í fremstu röð. Þar á meðal eru ritaskrár allra starfsmanna Mennta- vísindasviðs, en eina slíka skrá, frá 2007, má finna í heilu lagi á netinu. Þar er allt tínt til sem hver starfsmaður telur til rannsókna- framlags. Fyrir utan örfáa starfsmenn sem greinilega eru duglegir, og sem sumir virð- ast öflugir á alþjóðavettvangi, er birtinga- skráin aðallega eyðimörk, ef litið er til þess sem gjaldgengt er í alþjóða sam félaginu. Og sú af- sökun að íslensk mennta vísindi séu svo sérstök að þau eigi ekki erindi á alþjóðavettvang er jafn fárán- leg og kenningarnar um hin sérstöku lögmál sem útskýrðu snilld Íslendinga í fjármálum. Að fegra bókhald Talið um að koma HÍ í hóp hundrað bestu háskóla í heimi er óraunsætt miðað við þær aðferðir sem for- ysta skólans notar. (Og það segir sína sögu að ekki ein einasta af manneskjunum í æðstu akademísku valdastöðum skólans hefur reynslu af starfi við erlendan háskóla.) Það er líka beinlínis skaðlegt að einblína á að komast hátt á tilteknum mælikvörð- um, í stað þess að leggja áherslu á að byggja upp gæði þeirrar starfsemi sem tryggir hátt mat á slík- um kvörðum til langframa. Eitt dæmi um skaðlega áherslu er fjöldaframleiðsla á doktorsgráðum, þar sem leiðbeinendur eru í sumum tilfellum alls ekki hæfir til starfs síns. Með þessu er verið að fegra bókhald skólans, en vinna tjón á gæðum rannsókna- starfs hans. Það er hins vegar mun auðveldara en margir halda að byggja upp miklu öflugri rannsóknir á Íslandi en nú er raunin. Og þótt það þurfi mikið fé til að byggja upp stóran og öflugan háskóla væri hægt að efla rannsóknastarfið til muna með því fé sem háskólar fá nú til þess. En þá þarf að nota féð í gott rannsóknastarf, ekki dreifa því á alla akademíska starfsmenn ríkisháskólanna, líka þá sem aldrei hafa stundað rannsóknir, eða bara rannsóknir sem alls ekki ná máli í því alþjóðasamfélagi sem nánast öll vísindi eru. Til að það megi verða þarf hins vegar að hætta að segja ósatt um hvað er gott og hvað slakt í háskólastarfinu. Epli og gerviepli í Háskóla Íslands VÍSINDI Einar Steingrímsson stærðfræðingur ➜ Með þessu er verið að fegra bókhald skólans, en vinna tjón á gæðum rannsóknastarfs hans. Vörður, Fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna í Reykja- vík, hefur staðið fyrir fundaherferð í Valhöll í haust. Þar stíga í pontu sérfræðingar um ákveðin málefni með það að mark- miði að fræða áhugasama um sín sérsvið. Hinn 10. október síðastliðinn var umfjöllunarefnið menning- armál. Framsögumenn á fundinum voru Guðmundur Oddur Magnússon, pró- fessor við LHÍ, og Pjetur Stefáns- son listamaður. Eftir þeirra ágætu framsögu áttu sér stað líflegar umræður, m.a. um listamannalaun. Þar sem mér er málið hugleikið á vissan hátt fannst mér áhugavert að heyra álit manna sem þekkja vel til. Þannig vill til að faðir minn, fæddur 1924, var talinn efnilegur lista maður á sínum yngri árum. Hann valdi að stofna fjölskyldu og kom ekki til greina að leggja það á fjölskylduna að búa við svo bág kjör sem listamenn lifðu við á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það hefur setið í mér að faðir minn, sem er látinn, hafi ekki látið drauminn rætast og fannst því áhugavert að heyra þá Guðmund Odd og Pjetur tjá sig um listamannalaun. Þeir voru nokkuð samtaka í svörum sínum um að listamanna- laun væru sjálfsögð en settu báðir spurningu við aðferðina sem notuð er við úthlutun. Það kom fram í máli þeirra að aðferðin skapar hættu á spillingu sé málið í höndum tengdra aðila. Sú skoðun kom einnig fram að listamannalaun ættu frekar að tryggja nýliðum rými til að fóta sig í sköpun sinni en að verða eins konar áskriftargjörningur til þroskaðra listamanna. Einnig kom fram að meira réttlæti væri í því að tengja umsóknir verkefnum eða sýn, eins og Guðmundur Oddur orðaði það, frekar en nöfnum listamanna. Það er mikilvægt að styðja við menningu og listir en það er hægt með öðrum leiðum en að greiða út listamannalaun í því formi sem gert er í dag. Með því að steypa saman einkafjármagni við fjármagn frá ríki og borg mætti stofna óháðan úthlutunarsjóð. Mikil- vægt væri í slíku fyrirkomulagi að skipa úthlutunarnefnd sem tengdist ekki listamönnunum sem fengju út- hlutun. Einnig mætti fara aðrar leiðir, s.s. að greiða frekar af hús- næði eða annan fastan kostnað eins og rafmagn og hita. Menning og l ist i r er u hornsteinar samfélagins eins og móðurmálið og má aldrei líta á þessa þætti sem kostnað. „Að vera gift listamanni er eins og að vera gift happdrættis miða,“ eru eft- irminnileg orð sem Guðmundur Oddur hafði eftir eigin konu lista- manns. Þennan happdrættismiða kaus pabbi minn ekki að kaupa og er ég honum þakklát fyrir. Jafn- framt er ég sorgmædd yfir að hann náði ekki að verða hluti af arfinum en verkin hans bera vitni um að hann hafði hæfni til. Okkur ber skylda til að hlúa að upprenn- andi listamönnum. Við vitum aldrei hverjir þeirra verða hluti af dýrmætum menningararfi okkar í framtíðinni. Listamannalaun í áskrift MENNING Lára Óskarsdóttir frambjóðandi í 4. sæti í komandi prófk jöri sjálf- stæðismanna ➜ Með því að steypa saman einkafjármagni við fjármagn frá ríki og borg mætti stofna óháðan úthlutunar- sjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.