Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 27
FIMMTUDAGUR 7. nóvember 2013 | SKOÐUN | 27
Þriðja árið í röð er 8.
nóvember helgaður
baráttunni gegn einelti.
Markmiðið með deg-
inum er að vekja sér-
staka athygli á mál-
efninu sem á sér ýmsar
birtingarmyndir. Ein
þeirra birtingarmynda
er rafrænt einelti. Þrátt
fyrir að á yfirborðinu
virðist ríkja sátt um að
einelti sé óásættanlegt
og ólíðandi ofbeldi þá
gengur illa að útrýma þessari
meinsemd. Vissulega hefur
árangur náðst en betur má
ef duga skal. Hvert tilfelli er
einu of mikið.
Bara grín?
Síðustu misseri hafa fjöl-
miðlar fjallað um alvarlegustu
afleiðingar eineltis þegar ungt
fólk í blóma lífsins ákveður að
binda enda á líf sitt eftir slíkt
ofbeldi. Iðulega er um að ræða
einhvers konar rafrænt einelti
og sláandi er að sjá hve mörg
þessi tilfelli eru. Við skulum
ekki ímynda okkur að þetta
sé bara eitthvað sem gerist
í útlöndum. Ekki ratar allt í
fréttirnar og margir þjást að
óþörfu.
Rafrænt einelti getur falið
í sér illkvittin skilaboð og
skeytasendingar, niðrandi
ummæli og myndbirtingar á
samfélagsmiðlum. Einnig er
til í dæminu að stofnaðir séu
falskir prófílar í nafni þess
sem fyrir eineltinu verður og
þar fram eftir götunum. Þeir
sem taka þátt í eineltinu eru
í raun allir sem dreifa slíku
efni og samþykkja það. Það
sem gerir rafrænt einelti enn
svæsnara er að þú veist ekki
alltaf hver stendur á bak við
það. Auðvelt er að sigla undir
fölsku flaggi á netinu og þar
eru jafnvel gerendur sem væru
hugsanlega ekki gerendur aug-
liti til auglitis.
En hver er rót vandans?
Hvað fær fólk til að halda að
svona andstyggileg hegðun sé
leyfileg? Grín er oft notað sem
afsökun, einkum hjá
börnum og ungmenn-
um. „Þetta var bara
djók!“ eða „Við tölum
bara svona á netinu,
þetta er bara grín.“
En hvernig getur þú
verið viss um að ein-
hver „fatti djókið“? Eða
fylgir gríninu kannski
alvara? Rafræn sam-
skipti eru vandmeðfar-
inn tjáningarmáti þar
sem þeim fylgja ekki
svipbrigði. Þú heyrir sjaldn-
ast tóninn eða raddblæinn og
þessi fínni blæbrigði mann-
legra samskipta sem eiga sér
stað augliti til auglitis eru ekki
til staðar. Samskiptin verða því
mun beinskeyttari og geta auð-
veldlega misskilist eða virkað
harkalegri en ætlunin var. En
því miður er þeim oft ætlað að
særa.
Ekkert hatur
SAFT og Heimili og skóli eru
í hópi stofnana og samtaka á
Íslandi sem standa á bak við
átakið „Ekkert hatur – orðum
fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið
út frá verkefni Evrópuráðsins,
No Hate Speech Movement, og
er ætlað að stuðla að jafnrétti,
virðingu, mannréttindum og
fjölbreytileika. Því er beint
gegn hatursáróðri, kynþátta-
fordómum og mismunun á net-
inu. Markmiðin eru m.a. að:
stuðla að vitundarvakningu
um hatursáróður og haturs-
orðræðu á netinu meðal ungs
fólks, kynna mikilvægi miðla-
læsis, styðja ungmenni í að
verja mannréttindi á netinu og
utan þess og auka vitund gegn
hatursáróðri á netinu.
Fyrir hönd mennta- og
menningarmálaráðu neytis
annast eftirtaldir aðilar
útfærslu verkefnisins á
Íslandi: SAFT, Heimili og skóli
– landssamtök foreldra, SAM-
FÉS, Landssamband æskulýðs-
félaga, Mannréttindaskrifstofa
Íslands og Æskulýðsvettvang-
urinn. Rafrænt einelti flokk-
ast undir hatursáróður þar
sem orðræðan sem þar við-
gengst hefur það að markmiði
að koma höggi á einhvern,
særa og beita andlegu ofbeldi.
Mikil vægt er að vekja ungt
fólk til vitundar um að orð eru
til alls fyrst og að þeim fylgir
ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir
því sem við segjum og gerum
og við erum líka ábyrg fyrir
því sem við samþykkjum.
Hverjar eru fyrirmyndirnar?
Þegar byggja skal friðelskandi
lýðræðissamfélag er virðing
í samskiptum grundvallar-
atriði. Þrátt fyrir að foreldrum
finnist sér oft ofaukið í
netsamskiptum barnsins eða
unglingsins þá skiptir máli
að fylgjast með og eiga sam-
tal um rafræn samskipti. For-
eldrar þurfa að leiðbeina og
gæta þess að börnin þeirra
komist ekki í tæri við skað-
legt efni. Uppeldi nær yfir alla
hegðun, bæði á netinu og utan
þess. Einnig er rétt að benda á
að fullorðnir eru fyrirmyndir
og það skiptir ekki síst máli
hvernig þeir haga sér á netinu
og í fjöl miðlum. Verum góðar
fyrirmyndir, tökum ábyrgð og
stuðlum að samfélagi þar sem
ekkert hatur þrífst.
Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð
Allir dagar eiga að vera
baráttudagar gegn ein-
elti og kynferðisofbeldi.
Morgundagurinn, 8 .
nóvember, er þó sér-
stakur að því leyti að
hann hefur verið helgaður
þessari baráttu, fyrir alla
aldurshópa.
Við, sem undirritum
þet ta g rei na rkor n ,
sendum frá okkur svip-
aða sameiginlega herhvöt
fyrir réttu ári, á þessum
sama degi. Þá var annað
okkar aktívisti og hitt
innanríkisráðherra. Enn
er annað okkar aktívisti
og hitt er alþingismaður.
Viðfangsefnið hefur ekki
breyst: Að hvetja alla sem
vettlingi geta valdið til að
hringja bjöllum eða þeyta
flautur, um allt land, helst
um allan heim, á slaginu
13:00 í sjö mínútur, eina
mínútu fyrir hvern dag vikunnar.
Þetta er hugsað sem táknrænn
stuðningur við baráttuna gegn
einelti og gegn þögninni sem
hefur lengi umleikið einelti. Þá
þögn verður að rjúfa.
Undir einelti flokkast ofsóknir,
þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í
einelti felst að niðurlægja, móðga,
særa, mismuna og ógna mann-
eskju ítrekað. Kynferðisofbeldi
fellur hér undir, en einnig and-
legt og líkamlegt ofbeldi.
Fátækt í ríku samfélagi er gróf
mismunun, viðvarandi ástand ein-
eltis því fátækt niðurlægir, særir,
mismunar og ógnar mann-
eskju ítrekað.
Einelti fær aðeins
þrifist að samfélagið leyfi
það, að hinir þöglu áhorf-
endur aðhafist ekki, horfi
í aðra átt, oftast fremur
vegna andvaraleysis
en illvilja. Þess vegna
getum við, hvert og eitt,
lagt okkar lóð á vogar-
skálarnar í að útrýma
einelti. Það gerum við
með því að hafa góð áhrif
á okkar eigin umhverfi, beita ekki
valdi í samskiptum, bera virðingu
fyrir fjölbreytileikanum og neita
að taka þátt í þögninni.
Hringjum bjöllum og þeytum
horn klukkan eitt á morgun.
Vekjum samfélagið, vöknum
sjálf. Baráttan gegn einelti og
kynferðisofbeldi veltur á okkur
öllum. Sendum áskorun með raf-
rænum hætti á ýmsum tungu-
málum um heim allan og hvetjum
ábúendur jarðar til virkrar þátt-
töku um gjörvalla heimsbyggð.
Sjá nánar: www.gegneinelti.is/
Baráttudagur
gegn einelti og
kynferðisofbeldi
EINELTI
Helga Björk
Magnúsdóttir
Grétudóttir
tónlistarkennari og
aktívisti
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
➜ Hringjum
bjöllum og þeytum
horn klukkan eitt
á morgun. Vekjum
samfélagið, vöknum
sjálf. Baráttan gegn
einelti og kynferðis-
ofbeldi veltur á okkur
öllum.
➜ Rafrænt einelti getur
falið í sér illkvittin skilaboð
og skeytasendingar, niðrandi
ummæli og myndbirtingar á
samfélagsmiðlum. Einnig er
til í dæminu að stofnaðir séu
falskir prófílar í nafni þess
sem fyrir eineltinu verður og
þar fram eftir götunum. Þeir
sem taka þátt í eineltinu eru
í raun allir sem dreifa slíku
efni og samþykkja það. Það
sem gerir rafrænt einelti enn
svæsnara er að þú veist ekki
alltaf hver stendur á bak við
það.
EINELTI
Hrefna
Sigurjónsdóttir
framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla
Vefsíður á borð við Netflix og Hulu eru
nú aðgengilegar án sérstakra stillinga
sem bjóða upp á hafsjó af afþreyingu
fyrir alla aldurshópa.
Á lúxusnetinu er öryggisnetsía sem
stöðvar för viðskiptavina okkar inná
óæskilegar og varasamar netsíður.
Það eru netsíður sem eru af einhverjum
ástæðum þekktar fyrir að dreifa vírusum
eða öðrum leiðindum.
Lúxusnetið er fyrir okkur hin sem viljum
hafa hlutina auðvelda. Það þarf engan
hugbúnað eða stillingar til að njóta Lúxus-
netsins. Einungis virkja það á vefnum.
Landamæralaust
internet
Virkjaðu þitt Lúxusnet á luxusnet.tal.is
Aukið öryggi með
netsíu Lúxusnetsins
Enginn hugbúnaður.
Engar stillingar.
Ekkert vesen.
Bara lúxus.
Og vegna þessa fá allir viðskiptavinir
Tals með netáskrift 25% afslátt af
þessu tæki.
Með internetþjónustu Tals getur viðskiptavinur fengið aðgang að erlendum efnisveitum og heimasíðum. Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er ávallt á ábyrgð viðskiptavinar
og viðskiptavinurinn semur við erlendu efnisveituna og greiðir fyrir áskrift sína beint til hennar. Tal selur ekki slíkar áskriftir og eru þær Tali óviðkomandi.
Loksins virkar
Apple TV eins
og það á að gera.
25%
afsláttur fylgir
netáskrift
*aðeins fyrir netviðskiptavini Tals
17.175 kr. með afslætti
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is