Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 28
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Í fljótu bragði er erfitt að koma auga á hvað embætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu og Sam- skiptamiðstöð heyrnar- lausra og heyrnarskertra eiga sameiginlegt. Jú, verkefnin Lögreglan á samfélagsmiðlum og Sign Wiki sem þessar stofnanir hafa þróað og hrint úr vör hafa hlotið sérstaka viður- kenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þau eru meðal 15 verkefna í úrslitum til Evrópskra nýsköpunarverðlauna í opin- berum rekstri (European Public Sector Award 2013) sem afhent verða í lok nóvember. Alls voru 230 verkefni tilnefnd til verð- launanna frá 26 ríkjum og stofn- unum ESB, svo árangur Íslands er eftirtektarverður. Til viðbótar má nefna að verk- efnið Librodigital frá Hljóð- bókasafni Íslands hefur þegar verið valið meðal 47 verkefna sem fengu sérstaka viðurkenn- ingu sem framúrskarandi verk- efni í keppninni. Þessi þrjú verk- efni höfðu áður fengið verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköp- un í opinberri þjónustu og stjórn- sýslu á Íslandi 2011 og 2012, en að því framtaki standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Barnahús varð útflutningsvara Nýsköpun í opinberri þjónustu á Íslandi er hvorki ný af nálinni né stundarfyrirbrigði. Hægt er að nefna mörg dæmi, en hér er kosið að nefna stofnun Barnahúss 1998, þar sem börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eiga skjól. Stofnun Barnahúss fól í sér nýja hugsun og nýja nálgun á hvernig eigi að leysa krefjandi verkefni með betri hætti og með virðingu fyrir þeim sem minna mega sín. Þessi nýsköpun hefur orðið útflutningsvara, en barnahús hafa verið opnuð á öllum Norður- löndum og í nokkrum öðrum lönd- um Evrópu að íslenskri fyrirmynd. Hugmyndafræði Barnahúss hefur jafnframt haft áhrif á alþjóða- sáttmála um verndun barna. Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu Þrátt fyrir eða jafnvel í einhverjum tilvikum vegna efna- hagsþrenginga síðustu ára er mikill kraftur hjá stofn- unum ríkis og sveitarfélaga að leita nýrra lausna. Starfs- menn opinberra stofnana eru vel menntaðir og metnaðar- fullir, með víðtæka þekk- ingu og yfirsýn. Rannsóknir sýna að þeir stunda nýsköpun í töluverðum mæli og standa jafn- vel kollegum sínum annars staðar á Norðurlöndunum framar. Fjöl- margar lausnir sem þróaðar hafa verið hjá opinberum stofnunum hér á landi eru framúrskarandi og til eftirbreytni. Nú er verið að auglýsa eftir tilnefningum til verð- launa fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem veitt verða í þriðja sinn á ráðstefnu sem haldin verður 24. janúar 2014. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna. Lýsingu á þeim má finna á vefnum www. nyskopunarvefur.is. Frestur til að skila tilnefningum er til 8. nóvem- ber nk. Ríkisstofnanir og sveitar- félög eru hvött til að senda inn tilnefningar. Það þarf að vekja athygli á nýsköpun hjá hinu opin- bera á Íslandi. Það er hvatning og lærdómur fyrir aðra opinbera aðila og íbúar landsins þurfa að fá að vita um það sem vel er gert í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Nýsköpun hjá opinberum stofn- unum vekur athygli erlendis Í umræðu um framtíðarskipan peningamála á Íslandi ber iðulega á góma mikilvægi sveigjanleika íslensku krónunnar. Er þar átt við þann sveigjanleika sem felst í því að geta aðlagað vexti og gengi krónunnar að efnahags legum raunveruleika með því markmiði að jafna út hagsveiflur og við- halda ytra jafnvægi hagkerfisins. Fáir virðast draga í efa mikil- vægi þessa eiginleika. Þeir sem eru fylgjandi krónunni tala um að sveigjanleiki krónunnar hafi bjargað Íslandi eftir hrun, en þeir sem kalla eftir notkun alþjóða- myntar segja sveigjanleikann of dýru verði keyptan. En hversu mikilvægur er sveigjanleikinn? Eistland og Lettland eru smá- ríki í Evrópu sem líkt og Ísland lentu í miklum hremmingum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrepp- unnar árið 2008. Ólíkt Íslandi þá höfðu þessar þjóðir á árunum 2004-2005 gengið í EMR II mynt- starfið þar sem gjaldmiðlar land- anna voru festir við evru. Þessar þjóðir gátu því ekki nýtt sér sveigjanlegt gengi til að auka útflutning og örva eftirspurn eftir innlendri framleiðslu. Gengið var blýfast. Þrátt fyrir fast gengi hefur útflutningur þessara tveggja Eystrasaltsríkja aukist talsvert umfram útflutning Íslands frá árinu 2007. Gengi íslensku krón- unnar lækkaði um 49% miðað við Evru, milli áranna 2007 og 2009, en þrátt fyrir það voru íslensk útflutningsverðmæti ársins 2010 einungis 3% meiri heldur en árið 2007. Eftir það hefur útflutningur aukist nokkuð (m.a. vegna veiða á makríl), en þó verulegum mun minna en í áðurnefndum Eystra- saltsríkjum. Þá má spyrja sig hvort sveigjan- leiki krónunnar hafi leitt til þess að neytendur hafi skipt innfluttum vörum út fyrir inn- lenda framleiðslu. Þrátt fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman hefur sá sam- dráttur í tiltölu- lega litlum mæli leitt til stað- kvæmdaráhrifa fyrir innlenda framleiðslu. Vand- fundnir eru t.d. þeir Íslendingar sem skiptu úr íslenskum í erlend- ar landbúnaðarvörur þegar gengi krónunnar hækkaði á árunum 2004-2007 og jafnframt fáir sem keyptu íslenska bíla í stað jap- anskra eða notuðu íslenskt timbur við húsbyggingar á árunum þegar gengi krónunnar var lágt. Neikvæð áhrif augljós Staðreyndin er því sú að sveigjan- leiki krónunnar hefur sögulega fyrst og fremst lýst sér í því að ytra jafnvægi hagkerfisins er aðlagað í gegnum lækkun á alþjóð- legum kaupmætti íslenskra neyt- enda. Þetta er vissulega ákveðin tegund sveigjanleika, en líklega ekki sú framleiðsludrifna aðlögun sem flestir sækjast eftir með sveigjanlegu gengi. Reynsla Eist- lendinga og Letta sýnir að ýmsir aðrir þættir spila inn í þá jöfnu en fyrirkomulag gjaldeyrismála. Af þessu má ætla að sveigjan- leiki gjaldmiðils gegni ekki jafn mikilvægu hlutverki í litlu hag- kerfi sem byggir útflutning sinn í megindráttum á nýtingu nátt- úruauðlinda. Á sama tíma eru neikvæðu áhrifin augljós. Í Íslandsskýrslu McKinsey um hag- vaxtarmöguleika Íslands segir að alþjóðageirinn muni þjóna lykil- hlutverki í útflutningsvexti næstu ára. Til þessa geira flokkast þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum og eru að mestu óháð staðbundnum auðlind- um landsins. Fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP. Sé gengið á milli þessara fyrirtækja og stjórn- endur þeirra spurðir hvernig fyrir- komulag peningamála myndi helst þjóna þeirra hagsmunum væri svarið nær undantekningarlaust hið sama. Þeir biðja um stöðug- leika, ekki sveigjanleika. Stjórnvöld munu því eiga erfitt með að komast hjá því að svara þeim áleitnu spurningum sem fyrir liggja um framtíðarskipan peningamála. Ef ávinningur af sveigjanleika krónunnar er tak- markaður hlýtur endanlegt mark- mið að felast í breyttu fyrir- komulagi gjaldmiðlamála. Stóra spurningin er þá hver sú leið eigi að vera? Í hverju felst sveigjanleiki krónunnar? Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þann- ig lið minni og meðalstór- um fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkis- sjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli. Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkis- stjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum toll- um, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snú- ist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsyn- legar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óholl- ar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem inni- halda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vöru- gjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjón- varp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambæri- legra vara. Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarps- þættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því sam- hengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrú- leg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guð- laugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þing- mannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tolla- kerfinu sem myndi jafna samkeppn- isstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlits- kerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við sam- keppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is Vörugjöld eru ekki eðlileg gjaldtaka Utanríkisráðherrann okkar upplýsti okkur sauðsvartan almúgann um það á Bloom- berg að í Evrópusamband- inu ætti sér stað aukin mið- stýring og völdin innan þess væru að færast frá aðildarlöndunum til em- bættismanna. Hann sagði þetta reyndar sína skoðun. En ósannindi verða ekki rétt þótt þau séu kölluð skoðun. Áhrifamenn 28 ESB-ríkja vita betur. Þeir vita að síðustu ár, í síðustu sátt- málum ESB, hafa völd og áhrif hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings aukist. Skipulag leiðtogaráðsins og þar með völd þess hafa verið niður- negld, í Lissabon-sáttmálanum, og þar sitja til borðs leiðtogar aðildar- landanna. Sama á við um ráðherra- ráðið, þar ráða aðildarlöndin. Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna. Á næsta ári verður 751 lýðræðis- lega kjörinn fulltrúi á Evrópuþing- inu auk þess sem almenningi gefst kostur á að koma málum á dagskrá með undirskriftasöfnunum. Í framkvæmdastjórninni situr einn stjóri frá hverju aðildarland- anna, þannig að þrátt fyrir að fram- kvæmdastjórnin sé í eðli sínu sam- kunda embættismanna er þar að finna beina aðkomu aðildarland- anna. Evrópuþingið er kosið af almenningi og fulltrúarnir í leið- togaráðinu og ráðherraráðinu eru kjörnir fulltrúar hver frá sínu landi. Þannig að óbeint eru þeir lýð- ræðislega kosnir til þessara verka. Enginn lýðræðishalli Sambandið hefur aukið lýðræðið hjá sér á undanförnum árum, ekki dregið úr því. Það má færa fyrir því rök að það sé enginn lýðræðishalli í Evrópusambandinu og vissulega er ekkert fyrir- bæri, engin alþjóðleg stofnun til, þar sem meira lýðræði er að finna en innan ESB. Vilji menn ganga lýðræðisbraut- ina á enda þarf að breyta ESB í sambandsríki en fyrir því er ein- faldlega ákaflega hverfandi áhugi, það er engan raunverulegan áhuga á því að finna innan Evrópu. Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samninga- lýðræði frekar en meirihlutalýðræði. Það er ómögulegt að sjá miðstýr- ingu út úr leiðtoga- og ráðherraráði, framkvæmdastjórn og Evrópuþingi. Öðru nær, togstreitan og samvinnan milli þessara stofnana ESB sýnir einmitt valddreifinguna. Það gengur svo ekki að byggja skoðun sína á mýtu, hvað þá eld- gamalli mýtu. Hver svo sem skoðun utanríkisráðherra á ESB er þá verð- ur hann að afla sér haldbetri upp- lýsinga um sambandið en fyrrnefnd ummæli benda til að hann hafi gert. Og já, engar fréttir hafa borist um aukið lýðræði í Kína. Lýðræði í ESB ➜ Í vörugjaldafrum- skóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. ➜ Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna. ➜Þeir biðja um stöðug- leika, ekki sveigjanleika. ➜ Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verk- efni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna. NÝSKÖPUN Ásta Möller forstöðumaður Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórn- mála við HÍ Pétur Berg Matthíasson sérfræðingur hjá fj ármála- og efna- hagsráðuneytinu Anna Guðrún Björnsdóttir sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 200 150 100 50 0 Gengi ISK á móti Evru Ísland Eistland Lettland FJÁRMÁL Leifur Þorbergsson sérfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands EVRÓPUMÁL G. Pétur Matthíasson áhugamaður um Evrópusambandið VIÐSKIPTI Guðný Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri Parlogis og situr í stjórn FA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.