Fréttablaðið - 07.11.2013, Side 36

Fréttablaðið - 07.11.2013, Side 36
FÓLK| TÍSKA Fyrrverandi yfirhönnuður hjá Balenciaga, Nicolas Ghesquière, 42 ára, er nýr listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton. Hann tekur við af hinum þekkta hönnuði Marc Jacobs sem ákvað að einbeita sér að eigin fatamerki. Ghesquière segir í samtali við New York Times, að hann sé afar hamingjusamur yfir nýja starfinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir Marc Jacobs. Hann hefur gert Louis Vuitton að stórveldi í tísku. Ég er stoltur af að taka við af honum,“ sagði hönnuðurinn. „Louis Vuitton hefur alltaf verið í mínum huga tákn fyrir eðalvöru,“ sagði hann í sam- tali við Womens Wear Daily. Ghesquière hefur starfað hjá Balenciaga undanfarin 15 ár en hætti þar í fyrra. Í mars á næsta ári ætlar Ghesquière að vera með sína fyrstu sýningu með Louis Vuitton í París svo hann ætlar greinilega að láta hendur standa fram úr ermum. Ghesquière er franskur, alinn upp í smábænum Loudun í Vestur-Frakklandi. Aðeins tólf ára ákvað pilturinn að verða tísku- hönnuður en móðir hans hafði mikinn tískuáhuga. Þá þegar var hann farinn að teikna tísku- fatnað. Ungur að árum hóf hann störf sem aðstoðarmaður Jean- Paul Gaultier. NÝR STJÓRNANDI LOUIS VUITTON Á SÝNINGU Nicolas Ghesquière og Kristen Stewart þegar vortískan 2013 var kynnt hjá Balenciaga á tískuviku í París. Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Stærð: 38 - 48 Verð 6.900 kr. 3 litir: art, blátt, brúntsv Kuldakast í Flash 30 % afsláttur f öllum vörum Kjóll áður 16.990 nú 11.890 Kápur áður 24.990 nú 17.490 a Mussur áður 14.990 nú 9.990 Úlpur áður 24.990 nú 14.990 20-40% afsláttur af öllum vörum aðeins þessa helgi Siffon mussurnar komnar Áður kr 12.900 nú aðeins kr 6.990 Stærð medium til XXL Háu aðhaldsbuxurnar komnar Verð áður kr 9.900 nú aðeins kr 6.990 Stærð small til XXL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.