Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 07.11.2013, Síða 50
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Hamborgarabúllan í London, eða Tommi‘s Burger Joint eins og staðurinn heitir þar í landi, fékk frábæra umsögn í dagblaðinu The Times í London. Stað- urinn var valinn einn af 20 svölustu veitingastöðum Bretlands. Umsögnin kemur á frábærum tíma því aðstand- endur staðarins hafa stækkað við sig og opna nýjan veitingastað á King‘s Road í London. Róbert Aron Magnússon, einn eigenda Tommi‘s Burger Joint, er að vonum ánægður með gang mála. „Þetta er algjörlega frábært. Bæði umsögnin og stækkunin. Í sumar fengum við óvænt tækifæri til þess að stækka við okkur og ákváðum að skella okkur á það,“ segir Róbert. Staðsetningin á nýja staðnum er frábær að sögn Róberts. „Þetta er mjög vinsæl verslunargata og margir flottir veitingastaðir í kring. Þetta er í Chelsea-hverfinu, hér er nóg um að vera.“ Stefnt er að því að opna staðinn fyrir desember- byrjun. kjartanatli@frettabladid.is Margir þekktustu söngvarar þjóðarinnar koma fram. „Þetta er upprunalega hugmynd frá Röggu Gröndal, hún hefur gengið með hana síðan í haust,“ segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistar kona sem kemur fram á heiðurstónleikum í kvöld. Afmælisheiðurstónleikarnir eru til heiðurs Robertu Joan Anderson, sem er betur þekkt sem Joni Mitchell og af því til- efni ætla nokkrir af fremstu flytjendum og listamönnum þjóðarinnar að koma saman og halda upp á afmælið hennar. „Við förum yfir feril hennar sem er ansi langur og tökum lög frá hinum ýmsu tímabilum, alveg frá fyrstu plötunum til nýjustu platna hennar,“ bætir Kristjana við. Á tónleikunum koma ein- göngu fram söngvarar sem eru miklir aðdáendur Joni Mitchell. „Við erum öll miklir aðdáendur og höfum hlustað mikið á hana.“ Fram koma þau Andr- ea Gylfadóttir, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Egill Ólafsson, Kristjana Stefánsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir Lay Low, Margrét Eir Hönnudóttir, Ragnheiður Gröndal, Sigríður Thorlacius og Valdimar Guð- mundsson. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Pétursson, Guð- mundur Óskar spilar á bassa og Ragnheiður Gröndal leikur á píanó. „Við höfum æft undanfarna daga, þetta gengur rosalega vel og ég hlakka mikið til.“ Tónleikarnir fara fram í Iðnó og eru miðar seldir við inn- ganginn. Húsið verður opnað kl. 19.30 en tónleikarnir hefjast kl. 21.00. „Við lofum notalegri og fallegri kvöldstund,“ segir Kristjana að lokum. - glp Tónleikar til heiðurs Joni Mitchell VINSÆL Búllan í London er gríðarlega vinsæl. HEIÐURSTÓNLEIKAR Tónlistar- konurnar Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal koma fram á tónleikunum. MYND/AÐSEND ➜ Joni Mitchell vann sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1969 og hefur unnið Grammy-verð- launin samtals átta sinnum á ferlinum. FLOTTUR DÓMUR Hamborgarabúl- lan fékk flottan dóm í The Times. Búllan meðal 20 svölustu veitingastaða Bretlands Dagblaðið The Times gefur Hamborgarabúllunni í London frábæra umsögn. Ný Búlla opnuð í Chelsea-hverfi nu seinna í mánuðinum. Gildir á meðan birgðir endast. Fæst í Smáralind, Garðabæ og Kringlunni, minna úrval í öðrum verslunum. Á ÓTRÚLEGU VERÐI SJÓNVÖRP 32” 50“ FULL HD EDGE LED SMART TV Edge LED Full HD 1920x1080 Smart TV snjallsjónvarp DVB-T2 móttakari ásamt CI+ kortarauf Styður USB upptöku á utanáliggjandi drif 32“ LED TV: ED HD 1366x768 DVB-T/C móttakari ásamt CI+ kortarauf 2x HDMI, 2x USB, 1x Scart, 1x VGA Dolby Digital Plus Orkunotkun A 75.999KR 89.999KR39“ FULL HD EDGE LED TV:LED ÖRÞUNNT FULL HD 1920X1080 FINLUX 39FLHKR185B DVB-T2 móttakari ásamt CI+ kortarauf Styður USB upptöku á utanáliggjandi drif 2x HDMI 1.4, 2x USB, 2x Scart Dolby Digital Plus Orkunotkun A 2x HDMI 1.4, 2x USB, 2x Scart Dolby Digital Plus, DLNA 1.5 WiFi með meðfylgjandi USB dongle Internet vafri Orkunotkun A 39” 50” 189.999KR ÖRÞUNNT VANDAÐ TÆKI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.