Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 7. nóvember 2013 | MENNING | 39 Systir mín er alltaf að týna kettinum sínum og mér fannst þetta því mjög áhugavert tæki. Friðjón Gunnarsson, eigandi 1949 „Okkur langaði alltaf að gera þetta eftir að fyrsta platan okkar kom út, en nú létum við verða af því,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower, sem gefur út plötuna Mixtúrur úr Mósebók í dag. Platan inniheldur lög hljómsveit- arinnar þar sem ýmsir listamenn hafa klætt lög sveitarinnar í nýjan og breyttan búning. „Það eru lista- menn á borð Borko, Sin Fang, Múm, Forgotten Lores og Retro Stefson, ásamt fleirum sem hafa gert nýjar útgáfur af lögunum okkar,“ segir Magnús. Nýju útgáfurnar eru eins mis- jafnar og þær eru margar, sumar eru rólegri og aðrar eru hress- ari en upprunalega lagið. „Okkur finnst þessi plata frábær og sum lögin í rauninni betri en uppruna- lega útgáfan,“ bætir Magnús við. Platan er fjármögnuð með hjálp vefsíðunnar Karolina Fund, sem er síða þar sem hægt er að safna fé fyrir alls kyns uppátækjum. „Okkur þótti þetta góð hugmynd og það gekk mjög vel að safna fjármunum í gegnum síðuna,“ útskýrir Magnús. Í tilefni útgáfunnar verður slegið upp gleðskap í Lucky Records við Rauðarárstíg 10, klukkan 20.00 í kvöld. „Það er alveg líklegt að við gríp- um í hljóðfærin eftir að við höfum hlustað á plötuna,“ bætir Magnús við að lokum. - glp Moses Hightower í nýju ljósi Ýmsir listamenn endurhljóðblanda tónlist hljómsveitarinnar á nýrri plötu. ENDURHLJÓÐBLÖNDUN Ný plata með efni Moses Hightower kemur út í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Óvitaherbergi hefur verið opnað almenningi í anddyri Þjóðleik- hússins í tilefni leiksýningar- innar Óvita. „Þetta er mjög fyndið. Þarna er búið að snúa heiminum á hvolf eins og í sýningunni,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, mark- aðs- og kynningarstjóri Þjóð- leikhússins. Herbergið kallast „Ames room“ og er hannað til þess að blekkja augað. Veggir, loft og gólf herbergisins hallast öll og ekkert er hornrétt, heldur afbakað á hárnákvæman máta. Þannig virðist manneskja sem stendur í einu horninu vera stór á meðan önnur sem stendur í hinu horninu sýnist lítil. „Þetta er leikhússjón- hverfing sem þekktist allt frá 16. öld í óperuhúsum í Þýskalandi,“ segir Sigurlaug. - fb Sjónhverfi ngar í óvitaherbergi Svokallað óvitaherbergi opnað almenningi í anddyri Þjóðleikhússins. HERBERGIÐ Óvitaherbergið er tilbúið til notkunar í Þjóðleikhúsinu. „Systir mín er alltaf að týna kettinum sínum og mér fannst þetta því mjög áhugavert tæki,“ segir Friðjón Gunnarsson, eig- andi fyrirtækisins 1949. Fyrir- tækið er rekstraraðili BestBuy. is á Íslandi, og selur tækið Pet Locator. Tækið er staðsetningar- tæki sem kattaeigendur hafa nýtt sér í töluverðu magni. Staðsetningartækið er sett í ól kattarins og svo hefur eigand- inn hjá sér píptæki sem hann kveikir á ef kötturinn hefur ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. „Þetta drífur 122 metra, sem er ekkert svo mikið, en ef þú ferð út í bíl og keyrir um hverfið er líklegra að tækið nemi merki frá sendi kattar ins. Merkið styrkist svo þegar þú kemur nær dýrinu,“ segir Friðjón um virkni tækisins. Það getur verið óþægilegt og erfitt að týna kettinum sínum og það vita kattaeigendur vel. Núna á kötturinn hins vegar erfiðara með að drolla úti. - glp Ýtarlegt eft irlit með kettinum HEFÐI HAFT GOTT AF TÆKINU Danski kötturinn Nuk hefði haft gagn af stað- setningartækinu. MYND/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.