Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 54
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 TÓNNINN GEFINN Haukur Viðar Alfreðsson Austurstræti 8-10 Nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. PI PA R\ TB W A - SÍ A - 13 31 31 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 31.11.2013 ➜ 6.11.2013 1 Samaris Samaris 2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 3 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 4 Ólafur Arnalds For Now I Am Winter 5 Mammút Komdu til mín svarta systir 6 Emilíana Torrini Tookah 7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 8 Drangar Drangar 9 Vök Tension 10 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 1 Steinar Up 2 Lorde Royals 3 Arctic Monkeys Do I Wanna Know? 4 Baggalútur og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma 5 One Republic Counting Stars 6 Katy Perry Roar 7 Miley Cyrus Wrecking Ball 8 John Newman Cheating 9 Emiliana Torrini Speed Of Dark 10 Drangar Bál „Þetta er svona lokahnykkurinn á þessum þríleik,“ segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður sem gefur út sína þriðju dúettaplötu í nóvember. Á plötunni, sem heitir Duet 3, syngja með honum söngv- arar eins og Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Eivör Pálsdóttir og Arnór Dan, ásamt mörgum fleirum. „Við eigum svo mikið af flottum söngvurum sem mig langaði til þess að syngja með,“ segir Björgvin. Á henni má finna lög eftir íslenska höfunda eins og Bubba Morthens, Björn Jörund og Einar Scheving í bland við erlend tökulög á borð Are You Lonesome Tonight, sem Elvis Presley söng svo eftir- minnilega. Vinnsla plötunnar var einkar áhugaverð því þó að platan sé dúetta plata þá sungu söngvararnir ekki alltaf saman, í sama rýminu. „Eivör söng sitt lag í Kaupmanna- höfn og Dísella söng sitt lag í New York, svo er þetta bara sent á milli rafrænt. Tæknin er orðin svo rosa- leg, þetta hefur breyst mikið frá því ég byrjaði í bransanum árið 1970,“ útskýrir Björgvin. Björgvin hafði í hyggju að vinna plötuna síðastliðið sumar en það dróst á langinn og lauk vinnunni núna í október. „Platan dróst sökum annarra verkefna en svo ákváðum við að keyra verkefnið í gang og ég sé alls ekki eftir því. Ég er í skýjunum yfir plötunni.“ Platan sem heitir Duet 3, kemur út 15. nóvember næstkomandi. „Það er líklegt að við fylgjum plötunum eftir með tónleikum en það gerist líklega ekki fyrr en eftir jól sökum mikilla anna,“ segir Björgvin, sem er þessa dagana á fullu að skipu- leggja Jólagestatónleikana sem fram fara í Laugardalshöll 14. des- ember. Þetta er sjöunda árið í röð sem Jólagestir Björgvins fara fram. gunnarleo@frettabladid.is Björgvin í skýjunum Björgvin Halldórsson gefur út þriðju dúettaplötuna og er í skýjunum yfi r henni. BÓ OG BUBBI Hér sjáum við Björgvin Halldórsson og Bubba Morthens deila sviði en þeir syngja saman á plötunni. MYND/ARI MAGG Á plötunni syngja með Björgvini: Eyþór Ingi Andrea Gylfadóttir Bubbi Morthens Eivör Pálsdóttir Svavar Knútur Daníel Ágúst Dísella Ragnheiður Gröndal Lay Low Jón Jónsson Arnór Dan PLÖTURNAR ÞRJÁR Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, fúli Skúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóð- lagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni. Jól alla daga JÓLIN BYJUÐ Haukur er byrjaður að hlusta á jólalögin. Save the Children á Íslandi Arcade Fire - Reflektor Íris - Penumbra Ultra Mega Technobandið Stefán - ! Í spilaranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.