Fréttablaðið - 07.11.2013, Page 56

Fréttablaðið - 07.11.2013, Page 56
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 44 „Við byrjum á tökum um mánaðamótin febrúar mars og ef allt gengur upp ættum við að ná að frumsýna myndina haustið 2014,“ segir leiklistarmógúllinn Bjarni Haukur Þórs- son. Hann undirbýr nú tökur á kvikmyndinni Afinn sem byggð er á samnefndum einleik sem settur var upp í Borgarleikhúsinu. Bjarni leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt leikaranum Ólafi Agli Egilssyni. Grínistinn Sigurður Sigurjónsson fór með hlutverk afans í einleikum og verður sama uppi á teningnum í myndinni. „Sagan er sú sama og í einleiknum að mörgu leyti. Við þurftum aðeins að breyta og bæta og færa handritið í kvikmyndaform en Siggi Sigur jóns verður afinn á ný. Hann leikur þó ekki öll hlutverkin í myndinni en meðal annarra leikara eru Þorsteinn Bachmann og Sigrún Edda Björnsdóttir,“ bætir Bjarni við. Myndin verður tekin upp í Reykjavík, í Stykkishólmi og á Spáni en á síðastnefnda staðnum verður afinn í sumarfríi. „Hann gerir tilraun að sumarfríi með hörmulegum afleiðingum. Svo þarf hann að glíma við hjónabandið, er óánægður með ráðahag yngri dótturinnar sem er að fara að gifta sig, verður veikur, það gengur ekkert hjá honum í golfi og hann missir góðan vin. Það fer allt á hvolf hjá afanum og get ég lofað mörgum ógleymanlegum senum sem margir kannast við eða hafa upplifað sjálfir.“ Sagan er sú sama og í einleiknum að mörgu leyti. Við þurftum aðeins að breyta og bæta og færa handritið í kvik- myndaform en Siggi Sigurjóns verður afinn á ný. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL LEIGU Helgi Már Karlsson Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Heilsutengt húsnæði-/skrifstofa 2. hæð - 107,2 fm. Allar nánari upplýsingar veitir: Húsnæðið skiptist í 3 til 4 herbergi, þ.a. eitt stórt, móttöku, kaffistofu, 2 Wc og sturtuaðstöðu. Húsnæðið hentar vel fyrir sjúkraþjálfun, nuddara og/eða aðra í svipaðri starfsemi. Handlaugar í hverju herbergi. Lyfta og húsvarsla er í húsinu. Húsnæðið hentar einnig vel sem skrifstofuhúsnæði. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL LEIGU Helgi Már Karlsson Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Verslunarhúsnæði 139 fm. Allar nánari upplýsingar veitir: Húsnæðið skiptist í opið verslunarrými með flísum á gólfi, mátunarklefa og lager bakatil. Gengið er upp á milliloft af lager og er þar til staðar starfsmannaaðstaða og salerni. Bjart og gott verslunarhúsnæði. Laust strax! Skytten, dönsk spennumynd Sundkennara fatlaðra barna er ekki skemmt þegar hann heyrir að danska ríkið hyggst hefja tilraunaboranir fyrir olíu úti fyrir strönd Grænlands í samvinnu við Bandaríkin. Hann er frábær skytta og býr til upptökur sem hann sendir blaðamönnum þar sem hann hótar því að fremja voðaverk ef danska ríkisstjórnin hættir ekki við þessi áform. Escape Plan, spennumynd Öryggissérfræðingurinn Ray Breslin er meistari í því að brjótast út úr rammgerðustu fangelsum veraldar. Hann tekur að sér spennandi verk- efni en sér fljótt eftir því þar sem ekki er allt sem sýnist. Hér leiða ofur- myndatröllin Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger saman hesta sína en leikstjóri er hinn sænski Mikael Håfström, maðurinn á bak við myndir á borð við 1402 og Derailed. The Starving Games, grínmynd Nýjasta mynd Jasons Friedberg og Aarons Seltzer, sem gerðu meðal annars Scary Movie, Spy Hard og Date Movie, gerir miskunnarlaust grín að stórmyndinni The Hunger Games og fleiri góðum myndum. FRUMSÝNINGAR Spennan er allsráðandi í myndum sem frumsýndar eru á föstudag HASAR OG HLÁTUR Tökur á fyrstu seríu af sjónvarps- þáttunum Fortitude munu hefjast hér á landi í febrúar á næsta ári en þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Banda- ríkjunum. Alls verða teknir upp þrettán þættir og fara tökur aðal- lega fram á Reyðarfirði. Tökurnar eru mjög umsvifamikl- ar því allar útisenur í þáttunum verða teknar á Íslandi. Af þeim sökum mun tökulið þáttanna dvelja hér á landi í margar vikur sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þjónustuaðili þeirra á Íslandi er kvikmynda fyrirtækið Pegasus. Ef þessi fyrsta sería gengur vel er von um fleiri seríur á komandi árum sem gætu þá hugsanlega líka verið teknar upp á Íslandi. Serían fjallar um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpur- inn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur. Þættirnir verða sýndir á Sky Atlantic HD og Starz á næsta ári en ekkert er ákveðið hverjir muni fara með aðalhlutverkin í þáttunum. liljakatrin@frettabladid.is Bresk/bandarísk sjónvarpssería tekin upp á Reyðarfi rði Sjónvarpsþáttaserían Fortitude verður tekin upp á Íslandi eft ir áramót. Þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Banda- ríkjunum. Kvikmyndafyrirtækið Pegasus þjónustar tökuliðið á Íslandi. Gerir tilraun að sumarfríi á Spáni Bjarni Haukur Þórsson gerir kvikmynd um Afann með Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverki. Kvikmyndafyrirtækið Lionsgate er að þróa enn aðra Saw-mynd en ef hún verður að raunveru- leika verður þetta sú áttunda í röðinni. Ekki er búið að skrifa undir neina samninga en ljóst er að reynt verður að halda illmenn- inu Jigsaw á hvíta tjaldinu eins lengi og hægt er. Aðdáendur Saw-myndanna fengu síðast að berja Jigsaw augum árið 2010 í Saw 3D en á næsta ári verða tíu ár síðan fyrsta Saw-myndin var frumsýnd með Cary Elwes í aðalhlutverki. Lionsgate-liðar vilja ólmir fara með þessa nýju Saw-mynd í aðra átt en sú síðasta fór og því verður spennandi að sjá hver leikfléttan verður að þessu sinni. - lkg Enn önnur Saw-mynd REYÐARFJÖRÐUR BREYTIST Í SJÓNVARPSBÆ Þrettán þátta sería verður tekin upp á Reyðarfirði eftir áramót. SPENNAN MAGNAST Hvernig verður nýja Saw-myndin? NÓG AÐ GERA Bjarni Haukur undirbýr kvikmyndina Afinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nítján teiknimyndir hafa verið sendar inn til dómnefndar 86. Óskarsverðlaunanna og gæti baráttan um titilinn Besta teikni- myndin orðið hörð. Monsters University og Cloudy with a Chance of Meatballs 2 eru líklegar til að hreppa hnossið að sögn sérfræðinga en aðrar myndir sem gætu fagnað sigri eru How to Train Your Dragon, Toy Story 3, Despicable Me 2 og ParaNorman. - lkg Teiknimynda- slagur BÍÓFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.