Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
28
Ný sending frá
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING!AF VINSÆLU KULDASKÓNUMMEÐ MANNBRODDUNUM
FYRIR
DÖMU
R
OG HE
RRA
Verð:2
4.000.-
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIR
T
IL
B
O
Ð
Margar gerðir
f. 12 m.
með fylgihl.
A teronon er fyrsta og eina fæðu-bótarefnið sem inniheldur líf-fræðilega virkt lycopene. Eitt hylki af Ateronon á dag getur hamlað oxun LDL-kólesteróls í blóði, allt að 90% á átta vikum. Virka efnið í Atero-non er lycopene, öflugt andoxunarefni sem Miðjarðarhafsmataræði er ríkt af og hefur löngum verið tengt við gott ástand æðakerfis hjartans. Lycopene er náttúrulegt andoxunarefni sem finnst í tómötum og öðrum rauðum ávöxtum. Ateronon var þróað með það að mark-miði að gera náttúrulega vöru sem hefur skýran, vísindalegan ávinning og jákvæð langtímaáhrif á líf fólks.Vísindamenn í Cambridge hafa í sam-starfi við matvælafyrirtækið Nestlé upp-götvað nýja leið til að gera lycopene líffræðilega virkt svo líkaminn geti nýtt það betur en áður hefur þekkst. Atero-non er einstakt efni og er einkaleyfis-skráð uppgötvun á náttúrulegu efni.Hömlun oxunar á LDL-kólesteróli er lykillinn að því að hindra að fyrirstaða myndist í slagæðum. Ateronon bætir að auki blóðflæði um allan líkamann. Fyrirstaða í æðum gerir það að verkum að blóð hefur ekki eins greiða leið út í líkamann og getur valdið heils tjóAteron
UMSAGNIR SÉRFRÆÐINGA„Algjörlega ný leið í meðferð á háu kólesteróli í blóði.“
Prófessor Anthony Leeds,stjórnarmaður í HEART UK„Ateronon virðist hafa áhrif á efna-
skipti og LDL-kólesteról á allt annan
hátt en hefðbundin andoxunarefni.
Það er vegna þessarar virkni seAteronon l f
NÁTTÚRULEG LÆKK-UN KÓLESTERÓLSICECARE KYNNIR Fæðubótarefnið Ateronon markar tímamót þegar kemur að
því að viðhalda góðri heilsu hjarta og æðakerfis.
NÝJUNG
Birna Gísladóttir, sölu-stjóri hjá Icecare, segir að Ateronon hafi vakið mikla athygli í Bretlandi. Útsölustaðir Ateronon eru: Apótek, heilsu-verslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
GAGA FYRIR VERSACESönkonan Lady Gaga mun líklega sitja fyrir í auglýsingum fyrir tískumerkið Versace næst-komandi vor. Lady Gaga hefur lýst aðdáun sinni á Donatellu Versace en blondínurnar ná víst afar vel saman.
JÓLAGJÖFIN HENNARFIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2013 Kynningarblað Fatnaður, fylgihlutir og minnisstæðar gjafir.
2 SÉRBLÖÐ
Jólagjöfin hennar | Fólk
Sími: 512 5000
14. nóvember 2013
269. tölublað 13. árgangur
SPORT Ari Freyr Skúlason segir
Króata frekar eiga að bera virðingu
fyrir Íslendingum en öfugt. 60
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
MENNING Margrét F. Unnarsdóttir
býr til blúndulistaverk með dúkum
móður sinnar og ömmu. 54
SKÓLAMÁL „Það þarf að gera
gangskör að því að breyta fram-
haldsskólakerfinu,“ segir Ársæll
Guðmundsson, formaður Skóla-
meistarafélags Íslands. Hann segir
að framhaldsskólarnir byggi á kerfi
sem er áratuga gamalt og löngu
úrelt.
Ársæll segir að þörf sé á að
stokka upp, fjölga kennsludögum á
hverju ári og byggja námið þannig
upp að nemendur útskrifist yngri en
nú er. Hann segir að það sem standi
framhaldsskólakerfinu fyrir þrifum
sé meðal annars hversu ósveigjan-
legt það er.
„Hluti vandans er kjarasamn-
ingar kennara og fastir prófatímar.
Þetta er allt svo niðurnjörvað,“ segir
Ársæll.
Hann segir að setja skólann í
forgang. „Hér á landi er það lagt
á herðar foreldra og nemendanna
sjálfra að fjármagna nám í fram-
haldsskólum.“ Ekki geti allir staðið
undir því. Unga fólkið fari að vinna
til að afla tekna og lendi í vítahring.
Svandís Svavarsdóttir, þingmað-
ur VG, spurði menntamála ráðherra
á þingi um hver væri meðallengd
námstíma í framhaldsskólum.
Í svari ráðherra kom fram að af
ungmennum sem innrituðust í fram-
haldsskóla vorið 2007 hefðu 60 pró-
sent lokið prófi vorið 2013.
Það tók unglingana að meðaltali
4,2 ár að ljúka stúdentsprófi en með-
allengd námstíma verknámsnem-
enda var 4,5 ár.
Í svari menntamálaráðherra
kemur einnig fram að samkvæmt
lögum um framhaldsskóla frá 2008
hafi Kvennaskólinn í Reykjavík og
Menntaskóli Bogarfjarðar innleitt
nýtt kerfi. Þeir hafi innritað nem-
endur í fyrsta sinn á þriggja ára
námsbrautir haustið 2009. Þá inn-
rituðust 153 í Kvennaskólann, 107
þeirra höfðu lokið námi að þremur
árum liðnum eða 70 prósent. 40 inn-
rituðust í Menntaskóla Borgarfjarð-
ar, 23 höfðu brautskráðst eftir þrjú
ár eða 57 prósent.
- jme / sjá síðu 4
Framhaldsskólakerfið úrelt
Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að breyta þurfi framhaldsskólakerfinu. Það sé ekki lengur í takt
við tímann. Hann segir að hluti vandans sé kjarasamningar kennara og það hversu ósveigjanlegt kerfið er.
„Ég vil fara í sem flesta skóla
og láta gott af mér leiða,“ segir
Selma Björk Hermannsdóttir sem
sagði sögu sína ekki alls fyrir
löngu. Hún hefur náð að vekja
samfélagið til mikillar umhugsun-
ar um einelti og skaðsemi þess.
Hún fer ásamt föður sínum,
Hermanni Jónssyni, í grunnskóla
og halda þau þar fyrirlestra bæði
fyrir nemendur og foreldra.
Björg Jónsdóttir,
kennari og frænka
Selmu Bjarkar,
hefur lagt áherslu
á, ásamt umræðu-
hópi sem hún er í,
að koma frænku
sinni að í grunn-
skólum til að
halda fyrir-
lestra og hafa
áhrif.
- glp / sjá síðu 66
Segja sögur í grunnskólum:
Feðgin berjast
gegn einelti
SKOÐUN Ávinningur af makríl hefði
getað hlíft heilbrigðiskerfinu, skrifar
Kristinn H. Gunnarsson. 29
Eva Brá Önnudóttir útskrifaðist úr Kvennaskólanum eftir þriggja ára nám.
„Mín upplifun af styttingunni er mjög góð, það var jákvætt hvað það var
lítil endurtekning á námsefni milli grunnskóla- og framhaldsskólastigsins
og kennarar litu einnig til reynslu útskrifaðra nemenda varðandi hvað hefði
nýst þeim best í framhaldsnámi.“
Þórarinn Gunnarsson mun ljúka Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja á fjórum og
hálfu ári. „Mér finnst mikilvægast
að reyna að beina fólki beint á
réttar brautir og miða það að ein-
staklingnum. Ég byrjaði í rafvirkjun
eftir að hafa tekið grunnáfanga í
henni í grunnskóla en komst svo
að því að mér fannst það ekkert
skemmtilegt. Þá færði ég mig
yfir á félagsfræðibraut og mun
útskrifast um áramótin.“
Nemendur ánægðir með valmöguleika
HITTU STJÖRNURNAR Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu árituðu myndir í íþróttahöllinni Kórnum í
Kópavogi í gær. Stjörnurnar gáfu sér tíma til að heilsa æstustu aðdáendunum áður en æfi ngadagskráin hélt áfram. Landsleikur
Íslands gegn Króatíu fer fram á föstudag og ríkir mikil eft irvænting meðal stuðningsmanna liðsins fyrir leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bolungarvík 1° SA 16
Akureyri 0° S 6
Egilsstaðir -1° VSV 3
Kirkjubæjarkl. 0° SV 5
Reykjavík 6° S 14
Stormur V-lands eftir hádegi og
hvassviðri víða þegar líður á daginn.
Snjókoma og síðan mikil rigning S- og
V-til. Slydda NA-lands í kvöld. 4
Dýr orka um sæstreng
Raforkufyrirtækjum í Bretlandi býðst
þrefalt til fimmfalt hærra verð en
Landsvirkjun fær. Ekkert bendir til
þess að íslensk orka um sæstreng
yrði verðlögð lægra. 6
Kvarta undan vanefndum
Þjónustu samningar við Heilsustofn-
un HNLFÍ í Hveragerði hafa verið
þverbrotnir að sögn formanns. 2
Íslandsheimsókn drottningar
Margrét Þórhildur Danadrottning
sótti Ísland heim og skoðaði meðal
annars fornhandritin í Árnastofnun
og handritasýningu í Gerðarsafni. 18
Selja hlut í HB Granda Stærstu
eigendur HB Granda hf. ætla að
selja tæpan þriðjung hlutafjár í
félaginu. 26
NÝSKÖPUN Ísfirska nýsköpunar-
fyrirtækið Kerecis hefur tryggt
sér markaðsleyfi í Bandaríkj-
unum fyrir lækningavörur úr
þorskroði.
Um risaskref er að ræða fyrir
fyrirtækið, en Bandaríkin eru
stærsti markaður heims fyrir
vörur þess, sem ekki síst nýtast
sívaxandi hópi fólks með sykur-
sýki og fylgikvilla hennar, þrálát
sár sem valda þúsundum aflimana
á ári hverju.
Guðmundur
Sigurjónsson,
stjórnarfor-
maður Kerecis,
segir að fenginn
sé aðgöngumiði
að markaði sem
veltir 900 millj-
ónum dala á ári.
„Nú er næsta
verkefni að
vanda vel til
vals á samstarfsaðila sem getur
tekið að sér dreifingu á þessum
geysistóra markaði sem er í mikl-
um vexti vegna mikillar aukning-
ar á sykursýki í Bandaríkjunum.
Kerecis fékk fyrr á árinu mark-
aðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar
hafin á Íslandi og Bretlandi í
kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum
Evrópulöndum er í burðarliðnum
auk þess sem Kerecis vinnur að
öflun markaðsleyfa annars staðar
í heiminum, til dæmis í Kína og á
Indlandi. - shá / sjá síðu 8
Lækningavörufyrirtækið Kerecis komið inn á risamarkað vestanhafs:
Binda um sár í Bandaríkjunum
GUÐMUNDUR
SIGURJÓNSSON