Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 26
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | VIÐSKIPTI | 26 Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur farið fram á afskráningu úr Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær kemur fram að stefnt sé á skráningu í Kauphöllinni í Ósló í Noregi og að hún gangi í gegn í desember næst- komandi. Aðalskráning Atlantic Petroleum er í kauphöllinni hér, en félagið er einnig skráð í kauphöll Nasdaq OMX í Kaupmannahöfn. Eftir breytingu á aðalskráning að vera í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur skráningarnefnd Kauphallar- innar ekki enn tekið afstöðu til afskráningar Atlan- tic Petroleum úr Kauphöllinni og er ákvörðunarferlið sagt geta tekið nokkra daga. „Bréf félagsins voru sett á athugunarlista í ljósi til- kynningarinnar,“ segir í svörum Kauphallar. Komi til afskráningar dettur félagið út úr Heildarvísitölu Aðal- markaðar og færeysku vísitölunni. „Og þar sem þetta er eina olíufyrirtækið á markaði, dytti sú atvinnu- grein af markaði í bili.“ Þá kemur fram að kauphallarfólk sé stolt af því að hafa verið hluti af vexti félagsins síðan 2005. „Gjald- eyrishöftin gera það hins vegar að verkum að félagið getur ekki sótt nýtt fjármagn á íslenska markaðnum. Við óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.“ - óká Ríkisaðstoð, sem felst í fjár- mögnun lagningar og rekstri Skeiða- og Gnúpverjahrepps á ljósleiðara, brýtur ekki gegn EES- samningnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir verkefnið til þess fallið að auka samkeppnishæfni þessa dreif- býla svæðis og að ekki hafi verið líkur á að fjárfest yrði í slíkum háhraðanettengingum í sveitar- félaginu á markaðsforsendum í náinni framtíð. Þar að auki hefði verkefnið í för með sér stóraukið framboð á hágæða fjarskipta- þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. „Þegar almannafé er nýtt til að fjármagna framkvæmdir á borð við þessa er mikilvægt að ganga úr skugga um að virk samkeppni geti þrifist innan kerfisins. Með því er tryggt að íbúar og fyrirtæki njóti stöðugt batnandi fjarskipta- þjónustu á samkeppnishæfum kjörum,“ er haft eftir Oda Helen Sletnes, forseta Eftirlitsstofnunar EFTA, í tilkynningu ESA. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps ákvað árið 2012 að fjármagna uppbyggingu ljósleiðara- kerfisins. „Tvenn útboð voru haldin varðandi uppbyggingu ljósleiðara- kerfisins og sveitarstjórn stofnaði sérstakt félag til að sjá um rekstur kerfisins,“ segir í tilkynningu ESA. Þá geti allar þjónustuveitur sem þess óska fengið heildsöluaðgang að kerfinu á jöfnum kjörum. - óká ESA blessar framkvæmdir og starfsemi hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Máttu leggja og reka ljósleiðara SKURÐGRÖFTUR Félag var stofnað um rekstur ljósleiðarans og þjónustuveitur fá heildsöluaðgang á jöfnum kjörum. Atlantic Petroleum á leið úr Kauphöll Íslands og í Kauphöllina í Ósló: Olíuiðnaðurinn hverfur í bili 2500 2000 1500 1000 500 0 15.6.2013 15.6.2012 15.6.2011 15.6.2010 15.6.2009 15.6.2008 15.6.2007 15.6.2006 15.6.2005 GENGIÐ HEFUR SVEIFLAST Fyrstu ár Atlantic Petroleum voru allmiklar sveiflur á gengi bréfanna og þau náðu himinhæðum. Þær sveiflur hafa jafnað sig hin síðari ár. ➜ Saga félagsins frá því í maí 2005 „Verð á hlutum í HB Granda mun að öllum líkindum hækka töluvert í kjölfar þessarar ákvörðunar,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagrein- ingar Íslandsbanka. Hann vísar þar í fyriráætlanir stærstu eigenda HB Granda hf. um að selja allt að 32 prósenta eignarhlut sinn í félaginu áður en það verður tekið til skráningar á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands á næsta ári. Arion Banki á um 33 prósent af hlutafé HB Granda og ætlar að selja um 20-25 prósenta hlut í félaginu á næstu mánuðum. Aðrir stórir eigendur sem ætla að selja hluta af sinni eign eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. og stjórnarformanns HB Granda, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Félagið á 3,42 prósenta hlut í HB Granda og 39,5 prósenta hlut í Hval hf. Vogun hf. er dótturfélag Hvals og á 40,31 prósent hlut í HB Granda og 37,9 prósenta hlut í Hampiðjunni, sem á svo aftur 9,43 prósenta hlut í HB Granda. Útgerðarfyrirtækið er nú skráð á First North-markaði Kaup- hallarinnar þar sem viðskipti með hluti HB Granda hafa verið takmörkuð. Markaðsvirði félags- ins, samkvæmt skráðu gengi á First North, er um 30,7 milljarðar króna. Sala á 32 prósenta eignar- hlut myndi því skila um 9,8 millj- örðum króna. „Verðmyndun á First North er ekki mjög virk og þar eru viðskipti lítil og strjál. Skráð gengi á mark- aðinum þarf því ekki að endur- spegla rétta mynd af því hvert verðmæti eigin fjár félagsins yrði væri það skráð á Aðalmarkaðinum. Það að taka félagið af First North og setja það á Aðalmarkaðinn mun því vafalítið hafa aukningu í för með sér þegar kemur að verð- mæti eigin fjár félagsins,“ segir Kristján og heldur áfram: „Manni finnst sérstakt að það sé ekki eitt einasta sjávarútvegs- fyrirtæki skráð á Aðalmarkað- inum þar sem þetta er stærsta atvinnugrein okkar þegar kemur að gjaldeyrissköpun þjóðar- búsins.“ haraldur@frettabladid.is Tíu milljarða hlutur í HB Granda til sölu Stærstu eigendur HB Granda hf. ætla að selja allt að 32 prósent hlutafjár í félaginu. Salan myndi samkvæmt skráðu gengi skila um 9,8 milljörðum íslenskra króna. Sérfræðingur á hlutabréfamarkaði spáir því að virði félagsins muni aukast. ÚTGERÐ Sala á 32 prósenta eignarhlut í HB Granda hf. á samkvæmt tilkynningu félagsins að stuðla að dreifðara eignarhaldi og auka seljanleika hlutabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA First North er hliðarmarkaður hlutabréfamarkaðar Kauphallar Íslands og er hugsaður fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Markaðurinn hefur aldrei náð almennilegu flugi hérlendis en hefur á sama tíma virkað vel í sumum nágrannalöndum okkar. Hliðarmarkaður í krafti fjöldans A R\R\\\\\ IP A R A R A R PI PA R A R A PI PA PI PAIPPI W A W A W A W A TB W A W A W TB WBWBWBWTB WBWBWTB WBWBWBBBBTBTBTBT ••• ÍA S ÍASÍS •• 33 38 13 33 8 13 33 838 1 3 9999 TILBOÐ DAGSINS ER GISTING, JÓLAHLAÐBORÐ OG AÐGANGUR AÐ FONTANA Á LAUGARVATNI. Verð á hlut➜
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.