Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 56
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 LEIKLIST ★★★★ ★ Eldklerkurinn Höfundur og leikari: Pétur Eggerz Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd: Rósa Sigrún Jónsdóttir MÖGULEIKHÚSIÐ SÝNIR ELDKLERKINN Í HALLGRÍMSKIRKJU. Sagan af séra Jóni Steingríms- syni, prófasti Vestur-Skaftfellinga, hefur lengi verið þjóðinni hugstæð. Myndin af honum og hinum litla söfnuði hans í kirkjunni á Klaustri í júní 1783, þegar hraunflóðið ryðst í átt að þeim við upphaf Skaftárelda og Móðuharðinda, hefur greypst í vitund hennar, þó að trúlega sé sú mynd nú orðin máð hjá mörgum. Prestur og söfnuður sameinast í heitri bæn til Guðs, en enginn flýr af hólmi, fólkið bíður æðrulaust sinna örlaga. Og sjá, að messugerð lokinni hefur hraunið stöðvast, almættisverk átt sér stað. Sjálfsævisaga séra Jóns, þar sem þessum atburðum og fram- haldi þeirra, er ítarlega lýst, er eitt af merkisritum bókmenntanna, eflaust besta rit sinnar tegundar ásamt Dægradvöl Gröndals og sögu séra Árna eftir Þórberg. Þar sameinast mögnuð og dramatísk aldar farslýsing náinni og opin- skárri persónusögu höfundar, svo við fátt verður jafnað. Og það er vel til fundið hjá Pétri Eggerz að semja upp úr bókinni einleik sem dregur fram meginþræði sögunnar með eðlilegri áherslu á þær raunir sem á séra Jóni dynja, ekki aðeins af völdum náttúrunnar, heldur einnig og ekki síður hrokafullra stjórnar- herra og lítilmótlegra sveitunga. Pétur stendur einn á sviðinu allan tímann og rekur atburði, jafnframt því sem hann dramatíserar valda kafla, fer í gervi Jóns og ýmissa sem á vegi hans verða. Hann fléttar inn í brot úr kveðskap Jóns um hamfarirnar, sýnir sterka guðstrú hans sem sjaldan bilar, léttir ömur- leika sögunnar með hæfilegum skömmtum af gamansemi. Þessi handritsgerð öll er afburða vel heppnuð og Pétur er sjálfur góður sögumaður sem heldur okkur föst- um í tvo klukkutíma með stuttu hléi. Möguleikhús hans hefur einkum sinnt börnum og þó þessi sýning höfði til allra, þyrfti hún umfram allt að ná yngstu kynslóð- inni sem fátt veit enn um hin hörðu kjör forfeðra okkar. Textameðferð Péturs og fram- sögn er áheyrileg, en á til að verða eintóna, einkum þegar fram í sækir og lýsingarnar verða stórbrotnari. Það er ekki síst í köflunum eftir hlé að hann mætti draga af sér sem sögumaður, hægja á sér og standa kaldari gagnvart söguefninu sem eitt sér er kappnóg til að halda athygli okkar. Aðstæður í Hallgrímskirkju, þar sem leikið er, bjóða skiljanlega ekki upp á fjölbreytta ljósabeitingu sem sýningin hefði annars notið góðs af. Leikmunir eru örfáir og táknrænir: prédikunarstóll, ferðakista, bóka- kassi, brúnir að lit, á móti græn- um baksviðsdúk með óljósu stafa- kroti: græn grundin á leið undir hraunið, letrið sem geymir minn- inguna, þráðinn sem eyðingaröflin fá, þrátt fyrir allt, ekki slitið. Það er mjög við hæfi að sýna í kirkju, en ég hygg þó að séra Jón hefði sjálfur saknað þess að sjá hvergi neitt krossmark á sviðinu, kenni- tákn þess sem bar hann á örmum sér yfir voðann. Guðni Franzson hefur skapað sýningunni hljóðheim sem er snilldin sjálf. Hann er afar hóf- stilltur og nær hátindi í eldmess- unni, þar sem fjarlægir brestir og sprengingar í hrauneðjunni bland- ast saman við veikan en undur- fagran flaututón úr fjarska. Vonin og fyrirheitið frammi fyrir dauð- anum; pólarnir í sögu Eldklerksins og þess sem hann reisti líf sitt á. Jón Viðar Jónsson NIÐURSTAÐA: Afar vel heppnuð tilraun til að endursegja eitt af höfuðritum bókmenntanna og veita innsýn inn í eitt dramatískasta tímabil Íslandssögunnar. Eldklerkur á erindi enn BÆKUR ★★★★★ Grimmd Stefán Máni JPV ÚTGÁFA Stefán Máni hefur fundið fjölina sína og gefur e kki tommu eftir í sínum nýjasta trylli sem heitir Grimmd. Frásögnin flengist áfram og að- dáendur Stefáns Mána fá sitthvað fyrir sinn snúð. Þetta er stráka- bók, ef óhætt er að nota svo gróf- gerðan stimpil; sú fjórða sem fjallar um lögguna Hörð Grímsson en hann er einnig í lykil hlutverki í Hyldýpi, Feigð og Húsinu. Í Grimmd er smáglæpamaðurinn William Smári Clover miðpunktur atburða, athyglisverð andhetja og skemmtilega teiknuð af höf- undi. Hann lendir milli steins og sleggju, vægast sagt. Í Grimmd er því haldið fram að sagan byggi á sönnum atburðum. Og einhvers staðar segir að sann- leikurinn sé lygilegri en skáld- skapur. En, þetta er torkennilegt. Stefán Máni hefur einstakt lag á að lýsa öllum aðstæðum á lifandi hátt. Honum hefur farið fram í því sem heita dramatískar eigindir; samtöl persóna hans renna betur með hverri bókinni en á móti kemur að pers- ónusköpunin er of ein- feldningsleg, brött og gróf til að trúverðugt geti talist. Þegar vondi kallinn brosir, þá brosir hann „smeðjulega“. Stefán Máni leitar eftir raunsæislegum ástæð- um, einhvers konar sósí- alrealískum forsendum, fyrir því að Smári verður sá glæpamaður sem hann er: Þrátt fyrir gott upplag þá eru uppeldisaðstæður hans brútal. Þó hann sé skemmtileg persóna er hann jú erkitýpulegur. Þetta að blanda saman raunsæi og grófgerðri og mýtólógískri pers- ónusköpun virkar alveg innan þess ramma sem hinn sérstæði sögu- heimur Stefáns Mána ákvarðar, en af hverju að halda því fram að um sanna sögu sé að ræða? Ef höf- undur vill þróast og sprengja upp ramm- ann er það fremur hæpin slóð að troða. Vissulega hefur maður heyrt ótrúlegustu draugasögur af óhæfu- verkum misgæfulegra íslenskra glæpamanna og klíkumeðlima. En, æsispennandi bílaeltingar leikur um hálendi Íslands, þar sem allt lendir í steik og blóðugu uppgjöri er meira eins og maður ímyndar sér að finna megi í kvikmynda- handriti að Hollywood-mynd en úr íslenskum lögregluskýrslum. Þetta að ætlast til þess að lesandinn setji sig í þær stellingar að hann sé að lesa sanna sögu virkar einfaldlega sem pirrandi ósamræmi. Jakob Bjarnar Grétarsson NIÐURSTAÐA: Aðdáendur Stefáns Mána verða ekki fyrir vonbrigðum, sagan flengist áfram. En grófgerð persónusköpun karaktera sem spóka sig á raunsæislegu sögusviðinu aftra því að trúverðugleikinn sem sóst er eftir standist skoðun. Torkennilegt ósamræmi GRIMMD „Stefán Máni hefur einstakt lag á að lýsa öllum aðstæðum á lifandi hátt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ELDKLERKURINN „Textameðferð Péturs og framsögn er áheyrileg, en á til að verða eintóna“. PIPA PP PPPA R \\ TBW A TBW A TBW A TBW A SÍA SÍA SÍA SÍA 132 74 3 132 7 32 74 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.