Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 48
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT „Aðsóknin hefur farið eftir ýmsu síðustu ár, en við hvetjum að sjálf- sögðu fólk til að nýta tækifærið og skella sér í menninguna í Breiðholt- inu,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í listadeild Menn- ingarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í Breiðholti. Um helgina fer fram lífleg dagskrá í Gerðubergi í tilefni hverfis- hátíðarinnar Breiðholtsdaga, sem er þátttökuhátíð íbúa hverfisins, en þeir hefjast í dag. „Þessi hefð hefur gefist vel í þessi ár sem Breiðholtsdagar hafa verið haldnir og við notum auðvitað tæki- færið til að vekja athygli á okkur og starfsemi hússins með því að taka virkan þátt,“ segir Margrét og bætir við að uppistaða dagskrárinnar í Gerðubergi um helgina séu annars vegar viðburðir sem eru á viðburða- dagskrá miðstöðvarinnar og hins vegar viðburðir sem eru sérstaklega hugsaðir fyrir Breiðholtsdaga. Meðal þess sem finna má á dagskrá Gerðubergs um helgina er fjölskyldu- dagskráin Vertu með!, þar sem börn troða upp og syngja lög á hinum ýmsu tungumálum. Sú dagskrá er unnin í samstarfi við Móðurmál, samtök tví- tyngdra barna, og verður sett upp tombóla í anddyri Gerðubergs til styrktar samtökunum. Þá verður sett- ur upp flóamarkaður með vörur af ýmsum toga, meðal annars handverk, notuð föt, nytjahluti, listmuni, ýmis- legt matarkyns og fleira, og er tekið við skráningum á meðan húsrúm leyfir. „Við auglýsum eftir viðburðum til að halda meðan á Breiðholtsdögum stendur og Flóamarkaðurinn er dæmi um það að íbúar sendi inn hugmyndir sem við hjálpum þeim svo til að fram- kvæma,“ segir Margrét. Fleiri viðburðir sem tengjast Breið- holtinu beint í Gerðubergi um helgina eru til að mynda hönnunarsýning nemenda fata- og textílbrautar Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, sem lásu skáldverk og kynntu sér söguheim og tíðaranda þess tíma er sagan gerist á. Svo hönnuðu nemendurnir og saumuðu búninga er hæfðu aðal- persónum sögunnar og sýna afrakst- urinn í Gerðubergi. Þá verður Net- samfélag Flensborgarskóla með fréttastofu í Gerðubergi á Breiðholts- dögum, þar sem tekin verða viðtöl við gesti og gangandi og fréttum útvarp- að um það sem hæst ber hverju sinni. Margt fleira áhugavert á sér stað í Gerðubergi um helgina og má finna nánari upplýsingar um dagskrána á heimasíðunni Gerðuberg.is. kjartan@frettabladid.is Vilja fá fólk til að mæta í Breiðholts-menninguna Um helgina fer fram lífl eg dagskrá í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í tilefni af hverfi s hátíðinni Breiðholtsdögum sem hefj ast í dag. Meðal viðburða eru börn sem troða upp og syngja lög á hinum ýmsu tungumálum og hönnunarsýning nemenda í FB. MENNINGARMIÐSTÖÐ Margrét Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í listadeild Gerðubergs, segir dagskrá Gerðubergs í tengslum við Breiðholts- daga hafa gefist vel síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MERKISATBURÐIR 1665 Konungslögin um einveldið í Danmörku undirrituð af Friðriki 3. 1894 Sjómannafélagið Báran stofnað í Reykjavík. 1917 Staðfest lög um sjálfræði og fjárræði manna. Samkvæmt þeim verða menn sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Síðar lækkar fjárræðisaldur í 20 ár hinn 19. desember 1967 og í 18 ár hinn 1. október 1979. 1930 Hitaveita Reykjavíkur tekin í notkun með 2.800 metra langri heitavatnslögn frá þvottalaugunum í Laugardal. Þetta var fyrsta hitaveita á Íslandi og tengdust henni 70 - 80 hús, þar á meðal Sundhöllin og Landspítalinn. 1956 Togarinn Fylkir siglir á tundurdufl norður af Straumnesi og sekkur. Öll áhöfnin bjargast um borð í togarann Hafliða. 1963 Ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar tekur við völdum og situr í tæplega sjö ár. 1970 Bílgreinasambandið er stofnað á Íslandi. 1985 Hólmfríður Karlsdóttir er kjörin Ungfrú heimur. 2007 Jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter skekur Chile. 2009 Haldinn er um 1.500 manna þjóðfundur í Laugardalshöll í Reykjavík um framtíðarstefnu Íslands. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyja- klasanum. Hún er eina eyjan sem myndast hefur í neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins fyrst varir klukkan 7.15 að morgni 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu fjarlægð og var hitastigið nálægt 10°C. Gosið magnaðist hratt og varð gos- mökkurinn hár. Morguninn eftir sást að eyja hafði myndast í gosmekkinum og hefur gosið því hafist nokkrum dögum áður en þess varð vart. Surtseyjargosið stóð fram til 5. júní 1967, eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan þá hefur flatarmál eyjarinnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda. ÞETTA GERÐIST: 14. NÓVEMBER 1963 Surtseyjargossins varð fyrst vart Við auglýsum eftir viðburðum til að halda meðan á Breiðholtsdögum stendur og Flóamarkaðurinn er dæmi um það að íbúar sendi inn hugmyndir sem við hjálpum þeim svo til að framkvæma. Margrét Valdimarsdóttir Sveinn Einarsson leikstjóri mun ræða um ævi og störf leik- og skáldsagnahöfundarins Guðmundar Kambans í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi í kvöld klukkan átta, undir heitinu Hver drap Kamb- an? Hann mun líka sitja fyrir svörum að erindi loknu enda hefur hann ritað fyrstu ævisögu Kambans sem kemur út þessa dagana. Rithöfundarnir Pétur Gunnarsson, Hjörtur Pálsson og Ragnheiður Tryggvadóttir leikkona lesa úr verkum skáldsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. - gg Kambanskvöld Rithöfundasamband Íslands minnist Guðmundar Kambans í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, í kvöld. SVEINN EINARSSON Hver drap Kamban? nefnist fyrir- lestur Sveins í Gunnarshúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- og langalangamma, HALLA SÆMUNDSDÓTTIR lést föstudaginn 18. október. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Boðaþings 7-2, Hrafnistu í Kópavogi, fyrir góða umönnun og hlýhug. Hilmar S. Guðjónsson Bettý Jóhannsdóttir Snæfeld Kolbrún Jóhannsdóttir Snæfeld Bjarni J. Bogason Bára Snæfeld Guðjón Ingi Eggertsson barnabörn, barnabarna- og barnabarnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, fósturföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi starfsmanns Flugleiða, Brávallagötu 50, Reykjavík. Hrefna Björnsdóttir Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Sigurðardóttir Hjördís Sigurðardóttir Sigurður Blöndal Edda S. Strange Grétar Strange Birna Sigurðardóttir Einar Hjaltason Guðný María Sigurðardóttir Gilbert Ó. Guðjónsson Haraldur Sigurðsson Hrafn Sigurðsson Ingigerður Skúladóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÁRNASON frá Kópaskeri, sem lést föstudaginn 1. nóvember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Árni Ingimundarson Stefanía Björnsdóttir Gunnlaugur Ingimundarson Rakel Guðný Pálsdóttir Ari Ingimundarson Hildur Traustadóttir Sigurveig Ingimundardóttir Stefán Friðgeirsson Sólrún Ingimundardóttir Skúli Arnfinnsson barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.