Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 66
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING |
Funda- og veisluþjónusta
að hætti Jóa Fel
Verð per. mann 945 kr.-
PÖNTUNARSÍMI: 588 8998
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
? Ég er 28 ára gömul stúlka sem langar að prófa endaþarms-
mök með kærastanum mínum og
hann er pínulítið hræddur við það.
Hann vill samt endilega prófa en er
hræddur við að meiða mig. Hvernig
er best að bera sig að því? Eigum
við að undirbúa okkur eitthvað sér-
staklega? Er einhver aðferð sem
veitir meiru ánægju en aðrar?
● ● ●
SVAR Endaþarmsmök byrja
gjarnan á örvun með til dæmis
fingri. Mér finnst ágætt að taka
það fram þar sem endaþarmurinn
er svæði sem þarf að hita hægt og
rólega upp en ekki þrykkja inní,
eins og klámmyndir gjarnan sýna.
Þá fíla ekki allir endaþarmsörvun,
hvort sem það er að fá putta inn
eða setja putta inn, og slíkt ber
að virða. Allt kynlíf byrjar uppi í
rúmi með þér sjálfum/-ri svo það
getur verið ágætis æfing að putta
eigin rass áður en maður treður
sér inn í annarra manna rass.
Til að gera upplifunina sem
ánægjulegasta fyrir báða aðila þá
eru ýmis atriði sem ber að hafa
í huga því rassinn er þröngur og
þurr staður. Hann slakar á til að
sleppa hægðum en er annars að
mestu lokaður. Því ber fyrst að
nefna slökun. Það er betra ef báðir
aðilar eru slakir og duglegir að
tala saman. Bæði þarf að segja
hvað manni þykir gott og spyrja
hvort allt sé í lagi. Þá er mikil-
vægt að nota sleipiefni og nóg af
því. Þú getur ímyndað þér fransk-
ar og góða bernaise-sósu, maður
vill þekja frönskurnar vel, og þú
gerir eins með rassinn (og þá með
þar tilgerðu sleipiefni). Þú þarft
að vanda valið á sleipiefninu ef þú
notar smokk og passa að það megi
nota það með smokknum. Þá skaltu
passa að kaupa ekki sleipiefni sem
deyfir svæðið því þú þarft að finna
hvar þín mörk liggja og hvað lík-
ami þinn er að segja þér.
Það er aukin hætta á smiti kyn-
sjúkdóma í rassinum og því er viss-
ara að gæta að öryggisatriðum eins
og að nota smokk. Við örvun með
fingri þá er hægt að nota smokk,
plastfilmu eða latex hanska. Það
þarf að gæta sérstaklega vel að því
að flakka ekki á milli endaþarms og
píku því það getur boðið upp á leiði-
gjarna sýkingu fyrir píkuna. Rass-
inn er ekki góður staður til að nota
hefðbundna heimilismuni til örvun-
ar því þeir geta festst þar og þá er
eina leiðin til að ná þeim út að heim-
sækja heilsugæsluna. Til eru sér-
framleidd kynlífstæki fyrir rass-
inn og eru þau með breiðum botni
eða snúru svo hægt sé að ná þeim
til baka. Lykillinn að vel heppnaðri
endaþarmsörvun eru samræður,
afslöppun og nóg af sleipiefni.
Samræður, slökun og sleipiefni
„Ég stífa dúkana og nota þá á glerið
þannig að þeir verða eins og stensill.
Ég get fjöldaframleitt diska og skál-
ar með sama dúknum á. Dúkurinn
sem ég er hrifnust af er heklaður og
ég hef notað hann í þrjú ár og hef
einu sinni þvegið hann,“ segir Mar-
grét F. Unnarsdóttir. Hún hannar
glervörur undir nafninu Blúndugler.
„Liturinn sem ég nota er mulið
gler. Ég strái því yfir dúkinn og
tek hann svo í burtu. Eftir verður
þetta fína mynstur,“ segir Margrét
en aðferðina lærði hún á námskeiði
hjá Glit.
„Ég fór beint á Egilsstaði til
móður minnar eftir námskeiðið.
Þar sá ég fjólubláan dúk á ofninum
og reif hann upp. Síðan kíkti ég inn
í skáp til mömmu og tíndi til alla
dúkana sem hún átti og leitaði líka
aðeins í skúffuna hjá ömmu,“ segir
Margrét sem á blikksmiðjuna Kopar
og zink ehf. með manni sínum,
Kristjáni Viborg. Þar er hún einnig
með aðstöðu til að búa til glermuni
en hún er sjálflærð í faginu.
„Ég er ekki listmenntuð en ég er
búin að fara á mörg glerlistanám-
skeið. Blúndugler gengur mjög
vel og stefni ég á að gera eitthvað
meira, nýtt og spennandi, í fram-
tíðinni.“ liljakatrin@frettabladid.is
Glerfín blúndulistaverk
Margrét Unnarsdóttir hannar glermuni með blúndumynstri. Hún notar dúka frá
mömmu sinni og ömmu sem eru báðar miklar handverkskonur.
SJÁLFLÆRÐ Margrét er ekki listmenntuð en hefur sótt fjölda glerlistanámskeiða. Hér að ofan má sjá vörur sem Margrét fram-
leiðir en hún fær stöðugt nýjar og spennandi hugmyndir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég, Bryndís Geirsdóttir og Guðni
Páll Sæmundsson stofnuðum
okkar eigið framleiðslufyrirtæki,
Búdrýgindi ehf. í kringum
sjónvarpsþættina Hið blómlega bú.
Við erum lítið framleiðslufyrirtæki
og það fylgir því mikill kostnaður
að fjármagna DVD-útgáfu. Við
ákváðum að nota síðuna Karolina
Fund til að fá velunnara okkar til að
aðstoða við fjármögnun þannig að í
raun er fólk að styrkja okkur beint
frá býli,“ segir Árni Ólafur Jónsson,
kokkur þáttanna sem sýndir voru
á Stöð 2. Viðtökurnar sem teymið
fékk á Karolina Fund, fyrstu
hópfjármögnunarsíðu landsins, voru
framar öllum vonum.
„Á innan við sólarhring söfnuðum
við þriðjungi upphæðarinnar.
Þetta er fullkomin leið fyrir fólk
að fjármagna verkefnin sín og
mjög jákvæð fyrir litla aðila eins
og okkur. Við fengum margar
fyrirspurnir um hvort ætti að gefa
seríuna út á DVD og við ákváðum að
svara því kalli. Við erum ákaflega
þakklát fyrir þetta trygglyndi,“
segir Árni. Þau Bryndís og Guðni
hafa til 9. desember til að safna
upphæðinni á Karolina Fund og
stefna á að gefa seríuna, alls átta
þætti, út á DVD fyrir jólin.
Það er nóg að gera hjá fram-
leiðslufyrirtækinu þar sem önnur
sería af Hinu blómlega búi verður
frumsýnd á Stöð 2 þann 22. nóvem-
ber. En hvað ber framtíðin í skauti
sér hjá þremenningunum?
„Við viljum halda áfram með Hið
blómlega bú og markmiðið er að
gera sumarseríu.“ - lkg
Styrkja útgáfu beint frá býli
Árni Ólafur safnar fyrir DVD-útgáfu á Hinu blómlega búi á Karolina Fund.
NÓG AÐ GERA Árni er nú í tökum á
annarri seríu af Hinu blómlega búi.