Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 80
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
1 Stúlkurnar í dómsal: „Ég gæti bara
dáið.“
2 Fimmtán orð tilnefnd í leitinni að
ljótasta orðinu
3 Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi
4 „Við erum öll í mikilli geðshræringu.“
5 Faðir stúlkunnar: „Við erum von-
svikin og reið.“
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Fjölga sýningum
Tilraunasýningar grínhópsins Mið-Ís-
lands hafa gengið framar vonum og
seldist upp á báðar sýningarnar á
mettíma. Hópurinn hefur brugðið á
það ráð að bæta við þriðju sýning-
unni sem verður í Þjóðleikhúskjallar-
anum, fimmtudaginn 21. nóvember.
Sýningar þeirra félaga snúast um að
prófa og þróa nýtt efni
í nýja sýningarröð
sem fer af stað eftir
áramót. Uppistands-
sýning þeirra sem bar
heitið Í kjallaranum
sló eftirminni-
lega í gegn
síðasta vetur.
Hópurinn hélt
yfir fimmtíu
sýningar og
komu yfir
tíu þúsund
manns að
sjá þá félaga.
Góðir dómar í Berlín
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, fær góða dóma í
þýska dagblaðinu Berliner Zeitung.
Blaðamaðurinn Philipp Bühler hrósar
íslensku stutt- og heimildarmynd-
unum sem sýndar voru á hátíðinni í
haust og einnig miklum hæfileikum
ungra íslenskra kvikmyndagerðar-
manna sem þurfa að vinna undir
erfiðum fjárhagslegum kringum-
stæðum. Einnig skrifar hann að þrátt
fyrir að RIFF hafi úr takmörkuðum
fjármunum að moða hafi stjórnand-
anum, Hrönn Marinósdóttur, tekist
að búa til góða hátíð og að hún sé
bjartsýn fyrir komandi ár, enda hafi
yfir eitt hundrað kvikmyndir frá
fjörutíu löndum verið sýndar á ný-
afstaðinni hátíð. - fb