Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 22
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22
„Yfirleitt er ódýrara að kaupa
dýrari skó af því að það er hægt
að fara með þá svo oft í viðgerð
í staðinn fyrir að henda þeim og
kaupa nýja,“ segir Jónína Sigur-
björnsdóttir skósmiður hjá Skó-
vinnustofu Sigurbjörns Þorgeirs-
sonar í Austurveri.
Jónína segir að svipað hlutfall
fólks hafi sótt til skósmiða í gegn-
um árin. „En með ódýrari skóm
má þó segja að fólk komi síður
með þá. Það borgar sig ekki að
gera við ódýra skó,“ bendir hún á.
Alltaf séu einhverjir úr hópi
þeirra sem eigi dýrari skó sem
láti gera við þá. „Það er hægt að
fá margfalda endingu út úr einu
skópari í stað þess að kaupa nýja
í hvert skipti. Fyrir utan að fólki
líður betur í vandaðri skóm,“ segir
Jónína.
Aðspurð segir Jónína miklar
framfarir í viðgerðarefnum.
„Konur kvarta oft undan að það
heyrist mikið í hælum. Nú er
komið nýtt pólýúretan-efni og
það liggur við að skórnir verði
hljóðlausir,“ segir hún. „Það eru
líka komnar fleiri tegundir af
örþunnum sólum sem fólk lætur
jafnvel setja undir alveg splunku-
nýja skó.“
Mikilvægt er að draga ekki of
lengi að koma með til viðgerðar
skó sem farnir eru að gefa eftir.
„Það er minni tími sem fer í betur
farna skó. Í verði skiptir það auð-
vitað mjög miklu máli,“ segir
Jónína.
Minnsta viðgerð hjá Skóvinnu-
stofu Sigurbjörns kostar eitt
þúsund krónur. Jónína segir skó-
smiði á Íslandi þykja í sérflokki.
Erlendis sé víða ekki lögverndun
á iðninni eins og hér þar sem
þriggja ára nám liggi að baki.
„Erlendis þar sem ekki er skylda
að læra iðnina eru viðgerðirnar
einfaldlega ljótar og ekki ódýrari,“
segir Jónína hreint út.
Að sögn Jónínu eru flestar kyn-
slóðir meðal viðskiptavina. Oft
komi fólk með gamla skó sem detti
aftur í tísku. „Það er til dæmis
þó nokkuð um að ungar stúlkur
komi með skó sem amma átti. Það
liggur við að það sé hægt að halda
lífinu endalaust í skóm sem eru
vandaðir,“ segir hún.
Nú þegar veturinn er farinn að
rumska segir Jónína að huga þurfi
betur að skóbúnaði. Til séu fjöl-
margar gerðir mannbrodda undir
skó auk þess sem sumir fái grófari
sóla á haustin.
„Ef sólar eru mjög slitnir er
auðvitað lítið sem ekkert grip í
botninum og þeir verða sleipari.
En ef það er hrein ísing er ekkert
sem gagnast nema broddar og það
eru til margar tegundir af þeim.
Þetta er bara eins og það er betra
að vera með negld dekk,“ útskýrir
Jónína Sigurbjörnsdóttir.
gar@frettabladid.is
Verslunin Babysam ákvað ný-
verið að innkalla barna-ömmu-
stóla af gerðinni Venus.
Ástæða innköllunarinnar er sú
að börn geta runnið úr stólunum
og slasast ef þeir eru teknir upp á
leikslá sem er staðsett fyrir ofan
sætið. Einnig er hætta á að börn
klemmi fingur ef þau velta fram
fyrir sig í stólnum.
Stólarnir sem um ræðir voru
seldir í kössum sem merktir eru
BabySam og voru seldir á tíma-
bilinu mars til september 2013.
Babysam biður þá viðskiptavini
sem keyptu slíkan stól að skila
honum í verslun fyrir tækisins í
Mörkinni.
Innkalla barna-ömmustóla:
Börnin geta
runnið út fyrir
Dýrir skór ódýrari en ódýrir
Jónína Sigurbjörnsdóttir skósmiður segir vel getað borgað sig að láta gera við slitna skó. Það eigi sérstaklega við
um vandaða og dýra skó. Íslenskir skósmiðir séu góðir og ódýrir. Minnsta viðgerð kostar eitt þúsund krónur.
1. sæti í Reykjavík
www.juliusvifill.is
Júlíus Vífill
Reynsla og þekking til forystu
Ég gef kost á mér til að leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í komandi borgar-
stjórnarkosningum. Það er ögrandi
verkefni sem ég mun takast á við af mikilli
ábyrgð. Ég hef trú á því að þekking mín
á borgarsamfélaginu, reynsla úr atvinnu-
lífinu og ótakmarkaður áhugi á að
Reykjavíkurborg blómstri sem aldrei fyrr
muni skila okkur árangri og borgar-
búum meiri lífsgæðum.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 16. nóvember.
JÓNÍNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Íslendingar eru duglegir að koma með skó til við-
gerðar, segir Jónína Sigurbjörnsdóttir í Skóvinnustofu Sigurbjörns. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er til dæmis þó
nokkuð um að ungar
stúlkur komi með skó sem
amma átti.
Jónína Sigurbjörnsdóttir
skósmiður
Inga Dóra hefur staðið í ströngu upp á síðkastið þar
sem hún hefur verið vakin og sofin við undirbúning
Fiðrildafagnaðar sem fer fram í Hörpu í kvöld. Hún
er ekki lengi að nefna þann hlut sem eru hennar
bestu kaup.
„Það er síminn minn, i-Phone 5, sem ég keypti mér
í New York í febrúar. Þetta er miklu meira en bara sími
og nauðsynlegt að hafa slíkt til að vera í sambandi,
sérstaklega þegar mikið er að gera eins og núna.
Raunar var maðurinn minn að stríða mér á
því að ég hefði teygt mig í símann í svefni
til að tékka á tölvupóstinum.“
Varðandi verstu kaupin segir Inga Dóra
að þau hafi einmitt verið gerð í sömu ferð.
„Ég fór í Bath and Bodyworks þar sem
ég ætlaði að kaupa mér sápur og krem, en
þegar ég kom að kassanum sá ég að þetta
voru alls konar tilboð þar sem önnur
eða þriðja var ókeypis þannig að ég átti
inni fimmtán aukreitis hluti sem ég gat
auðvitað ekki neitað. Það endaði með
því að ég þurfti að kaupa mér aukatösku
til að koma þessu heim og ég sit uppi
með sápur og krem sem endast í mörg
ár þó að ég gefi þetta í allar gjafir. Þetta
var frábært tilboð sem kostaði mig á
endanum stórfé!“
NEYTANDINN Inga Dóra Pétursdóttir,
framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Frábært tilboð sem kostaði stórfé
Samnorræna
merkið Skráargatið,
sem er á umbúðum
matvara sem upp-
fylla ákveðin skilyrði
varðandi innihald nær-
ingarefna, hefur nú verið innleitt
á Íslandi. Markmiðið með Skráar-
gatinu er að neytendur geti á ein-
faldan hátt valið hollari matvöru. Í
matvælum merktum með samnor-
ræna merkinu er minni og hollari
fita, minni sykur, minna salt og
meira ef trefjum og heilkorni.
Auk þess að vera upplýsandi
fyrir neytendur hvetur merkið
matvælaframleiðendur til að þróa
hollari matvörur og stuðlar þannig
að auknu úrvali á hollum mat.
Skráargatið innleitt:
Auðveldara að
velja holla vöru
Október er besti ferða-
mánuður þessa árs, þar sem
þúsund fleiri farþegar fóru í
flugi frá Keflavík en í ágúst.
Vefsíðan Túristi.is greinir frá
þessu.
Alls fóru 37.749 farþegar
í flugi frá Keflavík í mán-
uðinum.
Nærri allar brottfarir Wow
Air voru á áætlun í október
og hjá Icelandair fóru níu af
hverjum tíu vélum á tíma.
Komutímar í Keflavík stóð-
ust sjaldnar en brottfarar-
tímar, en 81,7% af komum
hjá Icelandair voru á réttum
tíma en 90,9% hjá Wow Air.
Meðalseinkun koma var
2,5 mínútur hjá Icelandair en
3 mínútur hjá Wow Air.
Flugfélögin tvö stóðu fyrir
nærri 90% ferða frá landinu
í október.
Flestar flugferðir á áætlun í október