Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 10
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 06.11.13 - 12.11.13
1 2Skuggasund Arnaldur Indriðason Ár drekansÖssur Skarphéðinsson
5 Ólæsinginn sem kunni að reikna Jonas Jonasson 6 Matargleði EvuEva Laufey Kjarna Hermansdóttir
7 Guðni léttur í lund Guðni Ágústsson 8 Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson
10 Árleysi aldaBjarki Karlsson9 Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson
4 Tímakistan Andri Snær Magnason3 Frá hruni og heimBjörn Þór Sigurbjörnsson
FILIPPSEYJAR Sameinuðu þjóðirnar
óska eftir nærri 40 milljörðum
króna til að standa straum af
hjálpar starfi á Filippseyjum.
Ástandið er afar erfitt í Tacloban
og víðar á hamfarasvæðunum, öng-
þveiti mikið og ólga. Átta manns
létu lífið í gær þegar þúsundir
manna réðust inn í hrísgrjóna-
geymslur á vegum stjórnvalda,
og hirti fólk þar meira en hundrað
þúsund poka af hrísgrjónum.
Hjálparstofnanir reyna eftir
megni að koma hjálpargögnum til
fólks, vatni, matvælum og lyfjum,
fatnaði og tjöldum.
„Áherslan er fyrst á að koma
vatni til fólks og huga að hrein-
lætismálum,“ segir Stefán Ingi
Stefánsson, framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi. „Svo er það
barnavernd og skólamálin. Það
þarf að koma börnunum frekar
hratt aftur í nám.“
Hann segir hjálparstarfið á
Filippseyjum vera komið á fullan
skrið, fólk sé komið á alla afskekkt-
ustu staðina og byrjað að vinna
þar, þótt ekki hafi heyrst frá því
öllu enn vegna samskiptaerfið-
leika.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) segir fjórar milljónir
barna í þörf fyrir aðstoð. Ástandið
versni með hverjum deginum sem
líður.
Allt að 2,8 milljónir barna á ham-
farasvæðunum hafi misst heim-
ili sín og þúsundir skóla og barna-
heimila hafi eyðilagst.
Opinberlega tala stjórnvöld á Fil-
ippseyjum nú um að hamfarirnar
hafi kostað hátt í 2.500 manns lífið,
nærri fjögur þúsund hafi slasast og
79 manns sé enn saknað.
Tugir þúsunda húsa eyðilögðust
og um 600 þúsund manns eru á
hrakhólum.
Enn var þó ekki búið að kanna
ástandið í mörgum bæjar félögum,
þannig að heildartjónið er enn
óljóst.
Hægt er að styrkja neyðarhjálp
UNICEF á Filippseyjum til dæmis
með því að senda sms-ið „barn“ í
númerið 1900, og fara þá 1900 krón-
ur í söfnunina. gudsteinn@frettabladid.is
Ástandið versnar
með hverjum degi
Hjálparstarf er komið í fullan gang á Filippseyjum. Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna segir fjórar milljónir barna þurfa á aðstoð að halda. Sameinuðu þjóðirnar
segja þörf á nærri 40 milljörðum króna til að standa straum af hjálparstarfinu.
Á LEIÐINNI FRÁ TACLOBAN Bandaríkjaher hefur aðstoðað við að flytja fólk frá borginni, sem varð einna verst úti í ham-
förunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Að undanskildum ógnarbylnum Haiyan, sem lagði stór svæði á Filipps-
eyjum í rúst í lok síðustu viku, hefur fellibyljatíðin í ár verið í meðallagi.
Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni hafa 86
hitabeltislægðir skotið upp kollinum það sem af er árinu, en meðaltalið
frá 1981 er aðeins þremur meira en það. Sérlega rólegt hefur verið á
Atlantshafinu, því einungis tvær af tólf hitabeltislægðum þar hafa náð því
að teljast fellibyljir. Hvorugur þeirra varð þó sérlega öflugur. Á vestanverðu
Kyrrahafi hefur ólgan verið meiri. Þrjátíu hitabeltislægðir hafa gengið þar
yfir, en ársmeðaltalið er 26. Þrettán af þeim voru fellibyljir, þar á meðal
Haiyan hinn ógurlegi sem Filippseyingar fengu að kynnast og reyndist
vera einn öflugasti fellibylur sögunnar.
Róleg fellibyljatíð þetta árið