Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 72
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60
FÓTBOLTI HK-ingnum Rúrik Gísla-
syni leið vel í Kórnum í gær eða
„HK-húsinu“ eins og hann kallar
Kórinn. Þó svo Rúrik sé að upp-
lagi sóknarmaður þá er hann einn
af þeim tilnefndu sem gætu spilað
stöðu hægri bakvarðar í leiknum.
„Ég gæti vel hugsað mér að
leysa bakvarðarstöðuna. Ég mun
spila hana með bros á vör ef eftir
því verður óskað. Það er betra að
spila bakvörð en spila ekki,“ segir
Rúrik, en hann hefur ekki mikla
reynslu af því að spila sem bak-
vörður.
„Ég spilaði einn hálfleik með OB
gegn Getafe. Það gekk bara nokkuð
vel. Ég er á því að ég sé með ágætis
leikskilning og geti spilað fleiri en
eina stöðu á vellinum.“
Rúrik hefur þurft að sinna
talsvert mikilli varnarskyldu í
Meistara deildinni með FCK og
hefur leyst það vel af hendi.
„Ég hef alltaf tekið varnarhlut-
verkið alvarlega og hef alltaf sinnt
því vel. Sama með hvaða liði ég er
að spila. Ég hef alltaf lagt hart að
mér og unnið varnarvinnu rétt
eins og sóknarvinnu.“
Strákarnir æfðu inni í Kórnum
í gær þar sem það var slabb úti.
Aðstæður sem gætu verið fyrir
hendi í leiknum á morgun. Hefðu
þeir ekki bara átt að æfa úti?
„Á sumum æfingum erum við
að labba í gegnum taktísk atriði og
þá er kannski betra að vera inni í
hlýjunni í HK-húsinu,“ sagði Rúrik
léttur. - hbg
Tek varnarhlutverkið alvarlega
Rúrik Gíslason segist vera til í að spila sem bakvörður ef þess verði óskað.
KALT Rúrik og félagar munu spila í
köldu veðri á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPORT
FÓTBOLTI „Það er lykilatriði að fá
ekki á sig mark í heimaleiknum.
Á meðan við höldum þeim marka-
lausum þá eigum við góða mögu-
leika,“ segir landsliðsmarkvörður-
inn og öldungurinn í íslenska
landsliðshópnum, Gunnleifur
Gunnleifsson. Hann segir sjálfs-
traustið í íslenska landsliðs-
hópnum vera gríðarlegt.“
„Við höfum mikla trú á okkur og
okkar getu. Við teljum okkur geta
gert hvað sem er gegn hverjum
sem er. Það er enginn hroki að
segja það. Við höfum mikla trú
á okkur og höfum sýnt hvað við
getum. Svo hafa menn mikinn
metnað fyrir landsliðinu. Það er
engin ástæða til annars en að vera
kokhraustur.“
Gunnleifur hefur þurft að verma
tréverkið þar sem Hannes Þór
Halldórsson heldur stöðu aðal-
markvarðar. Gunnleifur tekur
hlutverk sitt í hópnum alvarlega
og leggur sitt af mörkum þó svo
hann sé ekki að spila.
„Ég reyni að vera almennileg
manneskja og liðsmaður. Ég hjálpa
hópnum til þess að ná árangri.
Auðvitað vil ég spila en það spilar
bara einn markvörður í einu. Það
er Hannes í dag og hann er að spila
frábærlega. Það kemur því í minn
hlut að styðja við hann og ég geri
það eins vel og ég get. Við værum
ekkert að ná þessum árangri nema
allir stæðu saman. Alveg sama
hvar þeir eru í goggunarröðinni.“
Kópavogsbúinn segir að hópur-
inn hjá íslenska liðinu sé sérstakur
og samheldnin mikil. Það sé einn
hluti þess að liðið sé að ná þessum
flotta árangri.
„Það er algjört lykilatriði. Það
hefði ekki gengið svona vel ef
hópurinn væri ekki þetta góður
og í svona miklu jafnvægi. Það
styðja allir hver annan. Við
breytum því ekkert út af vanan-
um í undir búningnum. Við erum
ekkert of spenntir né of slakir. Þó
svo umfangið sé meira í kringum
þennan leik þá höldum við okkar
striki.“
Erum með gæðamenn
Það verður væntanlega nóg að
gera hjá bakverðinum Ara Frey
Skúlasyni við að halda aftur af
sprækum sóknarmönnum Króata.
„Ég verð að vera á tánum í 95
mínútur og vera tilbúinn, líkam-
lega sem andlega. Þetta verður
svipað erfitt og gegn Sviss,“ sagði
Ari Freyr ákveðinn fyrir æfingu
íslenska liðsins í Kórnum í gær.
„Þeir eru með frábæra kant-
menn. Virkilega góða fótbolta-
menn. Enginn rosalega fljótur en
allir góðir í fótbolta. Það verður
að halda einbeitingu allan tím-
ann. Vera í bakinu á þeim og gefa
ekkert eftir,“ bætir Ari við en
hann er kokhraustur.
„Við erum með gæðaleikmenn
sem geta skorað hvenær sem er.
Við þurfum ekki að bera virðingu
fyrir þeim. Þeir ættu frekar að
bera virðingu fyrir okkur þar sem
við komumst í þessa stöðu.“
henry@frettabladid.is
Höfum trú á okkur
Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður segir að íslenska landsliðið hafi
fulla ástæðu til þess að mæta kokhraust til leiksins gegn Króatíu. Ari Freyr
Skúlason segir að Króatarnir eigi að bera virðingu fyrir Íslandi en ekki öfugt.
LÉTTIR Markverðirnir Gunnleifur og Hannes Þór Halldórsson voru í stuði á æfngu
landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍSLAND KRÓATÍA 1 DAGUR
Englendingurinn Mark Blackbourne,
eftirlitsmaður á vegum Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, mun taka
ákvörðun í dag um það hvort
landslið Íslands og Króata fái
leyfi til að æfa á Laugardals-
velli. Stór og mikill dúkur
hefur þakið völlinn frá því á
föstudag. Heitu lofti hefur
verið blásið undir dúkinn
þegar veður hefur leyft.
Ljóst er að æf-
ingar landsliðanna
á vellinum myndu
fara illa með hann fyrir leikinn á
föstudag. Í gærkvöldi var reiknað
með töluverðri úrkomu í dag en hita
þó töluvert yfir frostmarki.
Mesta áhyggjuefni vallarstarfs-
manna í Laugardalnum hefur
verið að koma í veg fyrir frost
í jörðu á leikdegi. Þótt þeir
telji best að spara völlinn
fyrir föstudag kemur það í
hlut Blackbourne að meta
hvort liðin fái hvort sína
æfinguna á þjóðarleik-
vanginum í dag. - ktd
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100LINAN.IS
DDDD
AAAA
PPPPP
HHHHHHH
NNNNNN
YYYYYYY
DDDD
AAAAA
PPPPPPPPPPP
HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
NNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN
YYYYYYYYYYYYYYYY
kr. 252.200
kr. 306.800
kr. 182.200
kr. 152.000
kr. 123.500 kr. 106.200
kr. 99.400
FÓTBOLTI Karlalandslið Króata hefur
í þrígang tekið þátt í umspilsleikjum
fyrir stórmót. Í öll þrjú skiptin hafa
þeir haft sigur og aðeins einu sinni
stóðu leikar tæpt.
Króatar tryggðu sér sæti á HM í
Frakklandi árið 1998 eftir umspils-
leiki gegn Úkraínu. Slaven Bilic og
Alen Boksic voru meðal marka-
skorara Króata sem unnu 3-1 sigur
samanlagt. Þeir unnu svo brons í
lokakeppninni.
Þeir rauðu og hvítu endurnýjuðu
kynnin við umspilið fyrir EM 2004 í
Portúgal. Þá mættu þeir Slóvenum
og höfðu sigur samanlagt 2-1. Dado
Prso skoraði sigurmarkið í 1-0
útisigri í Ljubljana í seinni leiknum.
Enn mættu Króatar í umspilið fyrir
EM 2012 í Póllandi og Úkraínu. Nú
voru Tyrkir andstæðingurinn og eftir
3-0 sigur í fyrri leiknum í Istanbúl var
björninn þar með unninn. Ivica Olic,
Mario Mandzukic og Vedran Ćorluka
skoruðu mörk Króata en þeir eru allir
í hópnum gegn Íslandi. Liðin skildu
jöfn í síðari leiknum í Zagreb.
Strákarnir okkar geta því orðið
fyrst liða til að leggja Króata í um-
spilsleikjum fyrir stórmót gangi
liðinu allt í haginn í leikjunum sem
framundan eru. - ktd
Króatar tapa ekki umspilsleikjum
DAVOR SUKER Markakóngur HM 1998
og nú forseti Knattspyrnusambands
Króatíu. NORDICPHOTOS/GETTY