Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 14. nóvember 2013 | SKOÐUN | 29 Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suður landi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Lands- virkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnar aðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóða- bankinn lánaði til byggingar Búr- fellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvu- pósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldar- vefurinn var fundinn upp á rann- sóknarstöð Evrópu í kjarneðlis- fræði, CERN, 1990. Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskipta- hugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostn- aðinn við Búrfellsvirkjun almenn- ingi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upp- lýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hita- stig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýs- ingum og birta þær. Ker- skálar framtíðar eru í net- heimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxtur inn, líka í gagnaverum sem þjónusta upp- lýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, mynd- list og tónlist, líka vistvænni ferða- mennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, eng- inn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að mark- miðum Landsvirkjunar. Upphaf- lega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenn- ingi fyrir raforku. Löngu er tíma- bært að endur skoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orku- skort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í land- inu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni? Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Lands virkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostn- aður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildar tekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tækni- leg, lagaleg og fjárhagsleg. Og póli- tísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innan- lands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnu- staður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir sam- keppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn. Kerskálar framtíðar HAGVÖXTUR Sveinn Valfells eðlisfræðingur ➜ Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upp- hafl egur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenn- ingur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Þegar verst stóð á eftir bankahrunið fengu Íslendingar einstæðan happafeng. Ný verðmæt fiskitegund, makríllinn, tók að veiðast í miklu magni. Frá 2010 hafa veiðst 550-600 þúsund tonn og útflutnings- verðmætið er um 70 milljarðar króna. Þetta bætist við góða afkomu sjávar útvegsins síðan 2008 af hefðbundnum veiðum vegna lágs gengis krónunnar. Ekki hefur þurft að leggja út í neina fjárfestingu til þess að ná í þessa 70 milljarða króna. Skip, veiðarfæri og annar búnaður er þegar til staðar og greiddur af öðrum veiðum og vinnslu. Einu útgjöldin vegna makrílsins eru breytilegur kostnaður, einkum laun og olía. Fái útgerð tekjur sem greiða breytilega kostnað- inn, er hver króna umfram það ávinningur og það borgar sig að stunda veiðarnar. Samkvæmt ákvæðum kjara- samninga og opinberum gögnum Hagstofunnar má ætla að breyti- legi kostnaðurinn sé um 37% af útflutningsverðmæti makríls. Hagnaðurinn frá 2010 hefur því orðið samtals um 45 milljarðar króna. Greiðslur fyrir veiðirétt- inn urðu hins vegar aðeins um 2,4 milljarðar króna. Skipting ágóð- ans milli ríkis og útgerðarinnar var 95%:5%, útgerðinni í vil. Makríllinn er ekki í kvóta, enginn kostnaður hefur fallið til. Makríllinn er alger viðbót utan við kerfið. Verðið sem útgerðin hefði séð sér hag í að greiða fyrir veiðiréttinn á mark- aði hefði verið allt að öllum tekjum umfram breytilegan kostnað. Veiðiréttinn er hægt að verðleggja á markaði eins og útgerðarmenn gera fyrir kvóta- bundnar tegundir. Gefum okkur að niðurstaðan hefði orðið að greiða 80% af hagnaðinum fyrir veiðiréttinn. Þegar makríllinn verður kominn inn í kvótakerfið mun þetta verða a.m.k. verðið fyrir veiðiréttinn. Þá hefði ríkið fengið 34 milljarða króna í stað 2,4 milljarða kr. og hagnaður af makrílveiðunum og -vinnslunni samt orðið um 8.5 milljarðar króna. Síðasta ríkis- stjórn hefði hæglega getað sótt þessar tekjur, en ákvað að skilja þær eftir í vösum eigenda sjávar- útvegsfyrirtækjanna. Ávinn- ingurinn af makrílnum hefði getað hlíft heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum við niður- skurði síðustu ár. Tækifærið var ekki nýtt. Það er sár niðurstaða fyrir almenning. Makríll: 45 millj- arða kr. vinningur SJÁVAR- ÚTVEGUR Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður ➜ Hagnaðurinn frá 2010 hefur því orðið samtals um 45 milljarðar króna. Greiðslur fyrir veiði- réttinn urðu hins vegar aðeins um 2,4 milljarðar króna. WWW.I-T.IS FJÖLDI ANNARRA INNRÉTTINGA Á TILBOÐSVERÐI ÝMSAR AÐRAR VÖRUR, STURTUKLEFAR, STURTUHURÐIR, BLÖNDUNARTÆKI, BAÐKÖR, SPEGLAR OG FLEIRI FYLGIHLUTIR MEÐ VERULEGUM AFSLÆTTI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9 – 18 LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 11 - 15 Postulíns handlaug Postulíns handlaug Postulíns handlaug Postulíns handlaug Postulíns handlaug Postulíns handlaug ELDHÚS, hvítt háglans, bökuð duftlökkun ELDHÚS, hvítt háglans, höldulaus, bökuð duftlökkun ELDHÚS, eik eða hvítt háglans, duftlökkun BAÐ, 110x48 cm, askur BAÐ 47x47 cm, hvítt háglansBAÐ, 80x46 cm, heil handlaug BAÐ, 60x46 cm Spegilskápur fylgir BAÐ, 100x46 cm Spegilskápur fylgir BAÐ, 53x31 cm Spegill fylgir BAÐ, 160x56 cm, hvítt háglans BAÐ, 80x36 cm, heil handlaug Postulíns handlaug Postulíns handlaug NÝTT ELDHÚS OG BAÐ FYRIR JÓLIN Ármúla 31 Sími: 588 7332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.