Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 4
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Þau mistök urðu við vinnslu fréttar um uppgjör Keflavik Music Festival að birt var mynd af Franz Gunnarssyni við hlið DJ Óla Geirs. Myndin átti að vera af Pálma Þór Erlingssyni, meðskipu- leggjanda Keflavik Music Festival. Í frétt blaðsins í gær var Hjördís Svan Aðalheiðardóttir rangnefnd. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Rangt var farið með fjölda ráðherra undir lok síðasta kjörtímabils í frétt í gær. Ráðherrar voru átta talsins þegar ríkisstjórnin fór frá í vor. Þá er áréttað að Siv Friðleifsdóttir er ráðin tíma- bundið til félags- og húsnæðismála- ráðherra í tengslum við formennskuár Íslands í Norðurlandaráði 2014. SKÓLAMÁL „Það þarf að gera gang- skör að því að breyta framhalds- skólakerfinu. Það byggist á ára- tugagömlu kerfi sem er úrelt,“ segir Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameistara- félags Íslands. Hann segir að það verði að fjölga kennslu- dögum á hverju ári og byggja námið þannig upp að ungmenni ljúki því yngri en nú er. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að það verði eitt af forgangsmálum hans að stytta nám til stúdentsprófs. Í svari menntamálaráðherra til Svandísar Svavarsdóttur, þing- manns VG, um lengd námstíma í framhaldsskólum kemur fram að nemendur eru lengi að ljúka námi. Af þeim sem innrituðust í fram- haldsskóla 2007 höfðu sex af hverjum tíu lokið námi sex árum síðar. Þar kom einnig fram að þeir sem fóru í áfangaskóla voru í mörgum tilfellum lengur að ljúka námi en þeir sem fóru í hefðbundna bekkjarskóla. Það verður að taka þeim tölum með fyrirvara, segir Ársæll. „Þeir sem fara í áfangaskóla taka oft bæði verknám og bóknám. Þeir eru oft og tíðum að taka hluta af verknámi samhliða því sem þeir útskrifast sem stúdentar af bóknámsbraut.“ Ársæll segir að það vanti nýja hugsun í skólakerfið. „Skólakerfið eins og við þekkjum það í dag er ósveigjanlegt. Hluti vandans er kjarasamningar kennara og fastir prófatímar. Þetta er allt svo niður- njörvað.“ En fleira kemur til, segir Ársæll. „Skólinn er ekki í forgangi. Í nágrannalöndum okkar tekur sam- félagið ábyrgð á menntun ungs fólks. Þar hefur verið byggt upp styrkjakerfi sem allir geta sótt í. Hér á landi er það lagt á herðar nemendanna sjálfra og foreldra þeirra að fjármagna nám í fram- haldsskólum. Það eru ekki allir sem geta staðið undir þvi. Unga fólkið fer því út á vinnumarkað- inn til afla sér tekna. Úr þessu verður einn allsherjar víta- hringur, sem erfitt er að brjótast út úr,“ segir Ársæll. johanna@frettabladid.is Vantar nýja hugsun í framhaldsskólana Hálft prósent nemenda sem fara í hefðbundna bekkjarskóla útskrifast á innan við fjórum árum. Í áfangaskólum er hlutfallið rúmlega 20 prósent. Skólameistari segir að kerfið sé úrelt. Það verði að breyta námstilhögun í framhaldsskólunum. ÁRSÆLL GUÐMUNDSSON Eyjakrakkar fljótastir að klára námið Fjórir af hverjum tíu nemendum, sem hófu nám í áfangaskólum árið 2007, voru lengur en fjögur ár að ljúka námi. Í hefðbundnum bekkjar- skólum luku níu af hverjum tíu námi á fjórum árum. Í bekkjarskólum luku 92 prósent nemenda námi á fjórum árum, 0,5 prósent á skemmri tíma og 7,5 prósent á lengri tíma. Í áfangaskólum lauk 34,1 prósent nemenda námi á fjórum árum, 23 prósent á skemmri tíma og 42,7 prósent á lengri tíma. KANADA, AP „Við þurfum bara að búa til box utan um borgarstjórann til þess að geta komið hlutunum í verk,“ segir borgarráðsmaður í Toronto. Borgarráð Toronto ætlar ekki að láta Rob Ford borgarstjóra komast upp með að stjórna borginni, þótt hann neiti að segja af sér. Framferði hans hefur vakið hneykslun margra landsmanna og kröfur um afsögn orðið æ hávær- ari, eftir að fram komu mynd- bönd af honum þar sem hann er annars vegar í „fyllerísrugli“, eins og hann orðar það sjálfur, og hins vegar æfur af reiði og hótar mannsmorði. Borgarstjórnin á í raun ekki svo erfitt með að útiloka hann frá störfum, því formleg völd borgar- stjórans í Toronto eru ekki mikil. Hann hefur atkvæðisrétt í borgar- ráði, en raunveruleg völd hans fel- ast einkum í pólitískum styrkleika, sem hann getur notað til þess að afla málum fylgis meðal borgar- fulltrúanna. Slíku er vart til að dreifa lengur, þar sem hann nýtur ekki trausts samstarfsmanna sinna. - gb Borgarstjóri Toronto situr sem fastast þrátt fyrir vaxandi þrýsting um afsögn: Borgarstjórinn einangraður ROB FORD Hefur lítil formleg völd. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Fjöldi Meðalnámstími Brottfall Bóknám 3.565 4,2 ár 34% Verknám 596 4,5 ár 54% ➜ Bekkjarskólar og áfangaskólar. 5 ár 4 ár 3 ár 2 ár 1 ár 0 Ve rz lu na rs kó li Ís la nd s Ve rz lu na rs kó li Ís la nd s 4 4 M en nt as kó lin n vi ð H am ra hl íð M en nt as kó lin n vi ð H am ra hl íð 4,1 M en nt as kó lin n í R ey kj av ík M en nt as kó lin n í R ey kj av ík 4,1 M en nt as kó lin n á Ak ur ey ri M en nt as kó lin n á Ak ur ey ri 4,4 M en nt as kó lin n í K óp av og i M en nt as kó lin n í K óp av og i 4,1 Kv en na sk ól in n í R ey kj av ík Kv en na sk ól in n í R ey kj av ík 4,1 M en nt as kó lin n vi ð Su nd M en nt as kó lin n vi ð Su nd 4,9 Fj öl br au ta sk ól in n í B re ið ho lti Fj öl br au ta sk ól in n í B re ið ho lti 4,1 Fj öl br au ta sk ól i S uð ur ne sj a Fj öl br au ta sk ól i S uð ur ne sj a 4 Fj öl br au ta sk ól i S uð ur la nd s Fj öl br au ta sk ól i S uð ur la nd s 4,6 Ve rk m en nt as kó lin n á Ak ur ey ri Ve rk m en nt as kó lin n á Ak ur ey ri 4,1 Fl en sb or ga rs kó lin n í H af na rf irð i Fl en sb or ga rs kó lin n í H af na rf irð i 4,5 Bo rg ar ho lts sk ól i Bo rg ar ho lts sk ól i 4,2 Fj öl br au ta sk ól in n í G ar ða bæ Fj öl br au ta sk ól in n í G ar ða bæ 4,9 Fj öl br au ta sk ól in n vi ð Ár m úl a Fj öl br au ta sk ól in n vi ð Ár m úl a 5,2 Tæ kn is kó lin n Tæ kn is kó lin n 3,9 M en nt as kó lin n á Eg ils st öð um M en nt as kó lin n á Eg ils st öð um 4,1 M en nt as kó lin n að L au ga rv at ni M en nt as kó lin n að L au ga rv at ni 4,1 M en nt as kó lin n á Ís af irð i M en nt as kó lin n á Ís af irð i 3,6 Fr am ha ld ss kó lin n í V es tm an na ey ju m Fr am ha ld ss kó lin n í V es tm an na ey ju m 4 Fj öl br au ta sk ól i S næ fe lli ng a Fj öl br au ta sk ól i S næ fe lli ng a 3,9 Fj öl br au ta sk ól i V es tu rla nd s Fj öl br au ta sk ól i V es tu rla nd s REYKJAVÍKURBORG Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orku- veitunnar eru byrjaðir að setja upp hefðbundna jólalýsingu að því er segir í tilkynningu frá borginni. Kveikt verður á lýs- ingu seinni hluta nóvember. „Jólabjöllur eru hengdar yfir götur í miðborginni ásamt öðru skrauti, jólatré verða sett upp á torgum víða um hverfin, jólaskraut fest á ljósastaura og lýsing sett í götutré,“ segir í til- kynningunni. Kveikt verður á Óslóartrénu á Austurvelli fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember næstkomandi. - gar Borgin í jólabúning: Jólaljósin verða hefðbundin í ár Á LAUGAVEGI Færri tré verða skreytt með fleiri ljósum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNTUN Stjórnendur Land- spítalans (LSH) og Háskólans í Reykjavík (HR) undirrituðu í gær samstarfssamning um þjónustu, kennslu og rannsóknir á sviði heilbrigðisverkfræði og stofnun Heilbrigðistækniseturs. Samkvæmt samningum mun HR annast menntun háskólanema í heilbrigðisverkfræði og standa fyrir nauðsynlegum rannsóknum. LSH mun koma að verklegu námi nemenda og leggja til húsnæði og aðstöðu. - hg Nýtt heilbrigðistæknisetur: Reka setrið sameiginlega LÖGREGLUMÁL Vegna ógæti- legs aksturs um vinnusvæði á Kjalarnesi við Móa hafa hraða- myndavélar á svæðinu verið virkjaðar til að mynda þá sem aka yfir leyfilegum hámarks- hraða. Hann er 50 kílómetrar á klukkustund þar til fram- kvæmdum lýkur. „Vélarnar voru virkjaðar á mánudag og sýna því miður að ökumenn virða ekki nægjanlega hraðamerkingar á vinnusvæðum né heldur rétt starfsmanna á svæðinu til öryggis. Tölur sýna að á hverri mínútu að meðaltali er ekið of hratt í gegnum vinnu- svæðið,“ segir lögreglan. - gar Öryggi ógnað á vinnusvæði: Hraðakstur við Móa myndaður HRAÐAMYNDAVÉL Ökumenn eru myndaðir á Kjalarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Stekkingur V-lands og með N- ströndinni annnars hægari. VINDASAMT Á LANDINU í dag með mikilli úrkomu sunnan- og vestanlands, snjókomu í fyrstu en síðan rigningu. Á morgun má búast við éljum en mögulega hvessir þegar líður á daginn með slyddu sunnanlands en snjókomu norðan heiða. 1° 16 m/s 5° 20 m/s 6° 14 m/s 8° 15 m/s Á morgun Strekkingur víða og hvasst með suður- og norðurströndinni. Gildistími korta er um hádegi 2° -2° -3° -4° -3° Alicante Aþena Basel 21° 17° 13° Berlín Billund Frankfurt 7° 9° 7° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 7° 8° 8° Las Palmas London Mallorca 21° 9° 20° New York Orlando Ósló 9° 22° 6° París San Francisco Stokkhólmur 10° 17° 5° 0° 5 m/s 3° 7 m/s -1° 3 m/s 0° 5 m/s 0° 6 m/s 1° 18 m/s -3° 14 m/s 3° 0° 3° 3° 2° 1. Hvenær stefnir innanríkisráðherra að gjaldtöku með náttúrupassa? 2. Af hvaða tilefni kom Margrét Þór- hildur Danadrottning í opinbera heim- sókn til Íslands nú í vikunni? 3. Gegn hvaða jurt telur sérfræðingur Náttúrufræðistofnunar að stríðinu sé tapað? SVÖR: 1. Á sumri komanda. 2. Vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. 3. Gegn lúpínu. VEISTU SVARIÐ? SLYS Ekið var á fimmtán ára pilt í Lönguhlíð í Reykjavík um hálf- fjögurleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá vaktlækni á Landspítala Íslands er hann alvarlega slasaður en þó ekki lífshættulega. Læknirinn sagði mikla mildi að ekki fór verr. Að sögn hans átti pilturinn að gangast undir aðgerð í gærkvöldi. - ka Alvarlegt slys í Lönguhlíð: Ekið á fimmtán ára pilt í gær Fermingartilboðin hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.