Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 54
Auglýsing eftir umsóknum um aflaheimildir fyrir opinber sjóstangaveiðimót, skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða m.s.br. Auglýst er eftir umsóknum um vilyrði vegna afla- skráningar vegna opinberra sjóstangaveiðimóta sem áætlað er að halda á yfirstandandi fiskveiðiári, sbr. reglugerð nr. 969/2013, um skráningu afla á opin- berum sjóstangaveiðimótum. Skilyrði þess að afli sem veiðist á sjóstangaveiði- móti skráist ekki til aflaheimilda skips er að vilyrði Fiskistofu vegna aflaskráningar hafi verið aflað. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk. og skulu umsóknir sendar Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði á sérstöku eyðublaði sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar, http://www.fiskistofa.is/. Með umsókn skal fylgja kostnaðaráætlun fyrir móts- haldið, samþykktir félagsins, upplýsingar um reglur um félagsaðild og ársreikningar. MENNING 14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Sel- tjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann ein- hverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega ein- hver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann. „Aðferðin er sa msafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, við- eigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og upp- alinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Dan- mörku, Sviss og Finnlandi. Hvað Brot úr millimetra er býsna stór eining Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. „Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammer- kórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í South- wark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tón- skáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjöl- skyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálu- messu.“ Samstarf Tavener við Kammer- kór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Gríms- dóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnis- skránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknar kirkju Shakespears í South- wark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári. gun@frettabladid.is Þetta verður helg stund Kammerkór Suðurlands frumfl ytur verk eft ir John Tavener í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag, þrátt fyrir sviplegt andlát tónskáldsins. KAMMER- KÓR SUÐUR- LANDS Fjölskylda tónskáldsins John Tavener ætlar öll að mæta á tón- leika kórsins í Southwark. NÝ LIST Guðlaugur er kunnari sem rithöfundur en myndlistarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM John Tavener var vinsælasta klassíska tónskáld Breta síðustu árin sem hann lifði og hafa mörg verka hans unnið sér tryggan sess í þjóðarsálinni ytra. Til dæmis var verk hans, Song for Athene, sungið við útför Díönu prinsessu af Wales árið 1997, en Tavener er einnig þekktur fyrir fjölda trúarlegra verka á borð við The Whale og The Protecting Vail. Á síðari hluta sjöunda áratugarins var Tavener meðal annars á samningi hjá Apple-plötufyrirtækinu sem Bítlarnir ráku og var eina klassíska tón- skáldið af sinni kynslóð sem komst nærri þeirri frægð sem einungis popp- stjörnur öðlast oftast. John Tavener HEIMILISLEGT Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka. kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“ Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan. gun@frettabladid.is HARPA SILFURBERG Sunnudag 1.des kl. 17:00 Miðaverð kr. 1.500 / 3.500 STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR BOGOMIL FONT & Styrkt af Miðar á midi.is  harpa.is  í miðasölu Hörpu Jólastuð fyrir alla fjölskylduna Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006. Tónlistin er í léttum dúr, full af glettni og jólahúmor. Stjórnandi: Samúel J. Samúelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.