Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 30
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | Morg u n ei n n fy r i r skömmu, milli klukkan fjögur og hálf átta, ein- hvers staðar í 101 Reykja- vík, lagði ákafur stuðnings- maður Íslands hart að sér til að tryggja að hann og félagar hans kæmu lang- tímaverkefni sínu í höfn. Þessi síðasta vinnutörn eða lokahnykkur myndi færa öllum sem að verk- inu höfðu komið mikinn heiður og sóma. Þeir höfðu beðið lengi eftir því að ná svona langt. Ég vísa að sjálfsögðu til uppdikt- aðs erlends fræðimanns sem var að vinna að doktorsverkefni sínu eða ritverki um íslenskar bók- menntir eða sögu. Ég veit þó ekki fyrir víst hvort nokkur þeirra fjöl- mörgu erlendu eða íslensku fræði- manna sem starfa á Árnastofnun var í raun og veru að ljúka lang- tímaverkefni sínu þennan tiltekna morgun. En, miðað við að það hafa verið meira en 50 erlendir gesta- fræðimenn á stofnuninni á þessu ári, er það fremur líklegt. Líkt og með íslenska knattspyrnu- menn hafa rannsóknir á íslenskum fræðum aldrei verið jafn vinsælar og vandaðar og nú. Þau okkar sem eru ögn tekin að reskjast – ég bendi á að ég sá Arnór Guðjohnsen spila á móti Svíþjóð árið 1994 og horfði á Eið Smára leika með Val – verð- um rækilega vör við hinn mikla alþjóðlega áhuga á öllu sem snertir íslenska menningu. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa fengið að læra íslensku á Íslandi og síðan stunda rannsóknir hér af og til. Ég er afar þakklátur fyrir þá aðstoð og stuðning sem ég hef fengið frá íslenskum starfsfélögum mínum, frá Stofnun Sigurðar Nordals og Fornleifastofnun Íslands. Ég hef fylgst með því hvernig hinn almenni áhugi á Íslandi hefur margfaldast og hið sama á við, að mínu mati, um fræðistörfin. Sjálfur er ég lektor í miðaldasögu við háskólann í Birm- ingham og er svo gæfusamur að hafa tvo doktorsnema í íslenskum fræðum, annan frá Bandaríkjunum með meistarapróf frá Háskóla Íslands, og hinn frá Bretlandi, svo staðráðinn í að læra nútíma íslensku að hann hefur nýlega tekið sér hlé frá formlegu námi og sest að í Dölunum. Einstakir eiginleikar Á sjálfri Árnastofnun erum við til dæmis núna fjögur gest- komandi sem höfum sér- stakan áhuga á íslenskri miðaldasögu, frá Banda ríkjunum, Kanada, Frakklandi og Bretlandi. Þetta er meiri gestagangur en ég hef áður gert mér grein fyrir. Við erum með ólíkan akademískan bakgrunn. Hin þrjú fást við rann- sóknir sem munu vekja áhuga fræðimanna og stúdenta á allt öðrum fræðasviðum en ég fæst við, þegar niðurstöður þeirra birt- ast á ensku í víðlesnum alþjóð- legum fræðitímaritum. Þegar ég hugsa um það þá gæti það reynst þrautin þyngri að finna fjóra fræðimenn með svo mikinn áhuga á sambærilegum hluta Bretlands, og alls ómögulegt ef þeir þyrftu að koma úr jafn ólíkum áttum. Þann mánuð sem ég hef nú dval- ið á Íslandi hef ég heyrt fjölmörg fræðileg erindi í hæsta gæða- flokki um íslensk efni, ætluð bæði almenningi og fræðimönnum. Í síðustu viku hlustaði ég til dæmis á fyrirlestur forvarðar frá Tékk- landi sem hafði boðið fram sér- þekkingu sína til viðgerða á Flateyjarbók, einni af allra mikil- vægustu heimildum um norræna sögu og menningu – sem er sér- lega fallegt handrit að auki. Ákafi hans og áhugi á viðfangsefninu í bland við stolt yfir að hafa fengið að taka þátt í viðhaldi bókarinnar var smitandi. Ég fæ oft á tilfinninguna að margir Íslendingar séu furðu lostnir yfir því að útlendingar skuli leggja stund á íslensk fræði. Ég get bara svarað fyrir mig í því sambandi. Sjálfur fæst ég við sagnfræði vegna þess að ég hef áhuga á fólki, hvernig það hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir. Íslensk saga, fornleifa- fræði og handritamenningin bjóða upp á sumar af bestu leiðunum til að skilja hlutskipti manns- ins. Þessir eiginleikar íslenskrar menningar eru bæði einstakir og alþjóðlegir, rétt eins og ást manns á íþróttafélaginu sínu. Í tilefni af umræðunni um lækna og nám þeirra vil ég benda á nokkrar stað- reyndir. Sérnámskostnaður lækna er dýrasti hluti námsins. Á heilsugæslu- stöðinni sem ég stýri í Gautaborg eru tveir sér- námslæknar í heimilis- lækningum. Okkur eru greiddar 40-65 þúsund sænskar krónur á mánuði fyrir að hafa hvern náms- lækni hjá okkur. Þetta eru um 500-700 þúsund sænskar krónur á ári fyrir námslækni í fullri stöðu. Síðan bætist við kostnaður við kennslu, kennslustjóra, náms ferðir og fleira. Þannig er árskostnaður um 600- 900 þúsund sænskar krónur á ári á hvern námslækni, sem eru um 11-17 milljónir íslenskra króna á ári. Kostnaður sænskra yfirvalda við allt sérnámið, sem tekur fimm ár, er um 55-85 milljónir íslenskra króna. Í vissum öðrum sérgreinum getur þetta verið töluvert hærra. Til samanburðar var kostnaður við 6 ára grunnnám í læknisfræði á Íslandi 8,5 milljónir árið 2011, eða um 1,4 milljónir á ári. Áður fyrr skiluðu um 80% íslenskra lækna sér heim eftir sérnám erlendis þannig að ávinn- ingur Íslendinga af því hefur verið gríðar legur, bæði fjárhags- lega og faglega. Því miður hefur orðið breyting á þessu síðastliðin ár, þar sem færri læknar skila sér heim vegna lakari samkeppnis- stöðu Íslands. Þrátt fyrir það njóta Íslendingar enn verulega góðs af því námi sem íslenskir læknar hafa sótt erlendis. ➜ Áður fyrr skiluðu um 80% íslenskra lækna sér heim eftir sérnám erlendis þannig að ávinningur Íslendinga af því hefur verið gríðar- legur, bæði fjárhags- lega og faglega. ➜ Ég fæ oft á tilfi nn- inguna að margir Íslendingar séu furðu lostnir yfi r því að útlendingar skuli leggja stund á íslensk fræði. „Misjöfn eru morgunverkin“ Hvað kostar læknir og hver borgar? HEILBRIGÐIS- MÁL Oddur Steinarsson sérfræðingur í heimilislækningum og MBA MENNING Chris Callow breskur sagnfræð- ingur og Valsmaður ERU MYGLU- SVEPPIR HEIMA HJÁ ÞÉR? FRUMKVÖÐLAR Í LAUSNUM Á RAKA OG MYGLU Í HÍBÝLUM – Fagleg vinna byggð á vísindalegum grunni – Mælingar, rannsóknir, fræðsla, ráðgjöf, eftirlit. FYRIRLESTUR UM RAKA OG MYGLU Í HÍBÝLUM Laugardaginn 16. nóvember í BYKO Breidd kl. 13 og 15. Dagskrá: – Sérfræðingar Húss og heilsu með fyrirlestur og svara spurningum. – Kynning á hreinsiefnum og myglusveppaprófi. – Sérfræðingar kynna lausnir og frágang í votrýmum. – Agnar Snædahl frá SIGA veitir ráðgjöf um frágang á rakavarnarlögum. – Leigumarkaður BYKO kynnir verkfæri. – Einar Loftsson málarameistari kynnir lausnir og vöru frá Málningu. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Sérfræðingur Húss & heilsu B.SC líffræði Certified mold inspector CMI BOÐAÐU KOMU ÞÍNA Á BYKO.IS/MYGLUSVEPPUR Boðið verður upp á kaffi og kleinur fyrir gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.