Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 38
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 ■ GLIMMERJÓL Jólin, jólahlaðborðin og veislurnar nálgast og ekki seinna vænna en að fara að huga að jólakjólnum. Í ár er glimmer áberandi en fátt er jólalegra. Fatnaður með málmáferð hefur reyndar fengist í miklu úrvali í vetur en nú bætist glimmer við og stirnir á aðra hverja flík í búðum. Kjólarnir fást ýmist silfraðir, gylltir eða í lit. Þeir eru skraut í sjálfu sér og þarf ekki mikið meira en fallegar sokkabuxur og hælaskó til að fullkomna dressið. Rautt naglalakk, fallegt veski og hárauður varalitur spillir þó ekki fyrir. Ragnhildur Anna Jónsdóttir hannar samfellur og smekki á ung- börn undir heitinu Jónsdóttir&Co. Ragnhildur bætti nýverið við línuna koddaverum og svuntum en hún tekur þátt í sýningu Hand- verks og hönnunar í Ráðhúsinu þessa dagana. „Ég byrjaði fyrir tveimur árum að vinna með söguna um Stubb og prentaði myndir af honum á ungbarna- samfellur og rúmföt. Stubbur sló í gegn og boltinn fór að rúlla,“ segir Ragnhildur. „Nú er ég meðal annars með svæfil- ver fyrir lítil kríli með áprentaðri setningunni „Ég elska þig alla leið til tunglsins og til baka“, svuntur og ungbarnasamfellur með ásaumuðu bindi. Ég hafði átt efnið í mörg ár og lengi reynt að finna því nýtt líf, en það hékk fyrir mátunarklefunum í verslun foreldra minna. Ég sneið úr því lítil hálsbindi og saumaði á sam- fellurnar og kalla þær „Fínn í tauinu,“ útskýrir Ragnhildur en allar samfellur Jónsdóttur&Co eru úr lífrænni bómull og saum- aðar í Afríku. Prentun og vinnsla umbúðanna fer fram hér á landi en vörurnar vinnur Ragnhildur að stórum hluta í samvinnu við Vinnustofuna Ás. „Samfellurnar eru úr lífrænni bómull og Fair Trade-vottaðar og því fannst mér mikilvægt að halda vinnslunni áfram á þeim nótum. Allar samfellurnar koma í pokum sem saumaðir eru á Vinnu- stofunni Ási. Ég legg mikla áherslu á umbúðirnar og dúlla svolítið við hlutina,“ segir Ragnhildur. Seinni hluti sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsinu var opnaður í gær og stendur fram á sunnudag. FÍNN Í TAUINU Ragnhildur Anna Jónsdóttir tekur þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu en hún hannar vörur fyrir börn. FÍNN Í TAUINU Nýjasta vara Jóns- dóttur&Co eru samfellur með ásaumuðu bindi. SÝNIR Í RÁÐHÚSINU Ragnhildur Anna Jóns- dóttir tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu. Sýningin Handverk og hönnun var opnuð í Ráðhúsi Reykja víkur fimmtudaginn 7. nóvember. Á opnuninni voru Skúlaverðlaunin afhent, en árlega er efnt til samkeppni meðal þátttakenda í sýningunni um besta nýja hlutinn. Skilyrði eru að hluturinn hafi ekki verið til sýnis eða sölu opinberlega. Skúlaverðlaunin 2013 komu í hlut Helgu Óskar Einarsdóttur skart- gripahönnuðar fyrir verkið Jafnvægi. „Helga Ósk, sem er einn af okkar fremstu gullsmiðum, er með mjög persónulegan og skemmtilegan stíl og vinnur einnig með gamla víra virkið á nýstárlegan hátt,“ segir á heimasíðu Samtaka iðnaðarins, en verðlaunin eru styrkt af samtökunum. Auk verðlaunanna var veitt ein viðurkenning, en Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hlaut hana fyrir verkið „Doppur“. Valnefndin samanstóð af Guðbjörgu Gissurardóttur, grafískum hönnuði, og Evu Vilhelmsdóttur fatahönnuði. Sýningin Handverk og hönnun stendur yfir um þessar mundir en henni lýkur á sunnudaginn. Hægt er að skoða fleiri verk Helgu Óskar Einarsdóttur á heimasíðu hennar www.milla.is, en hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis. JAFNVÆGI SIGRAÐI SKÚLAVERÐLAUNIN 2013 Veitt voru verðlaun fyrir besta nýja hlutinn í sam- keppni sem haldin er árlega og kennd er við Skúla fógeta. Handhafi verð- launanna í ár er Helga Ósk Einarsdóttir. JAFNVÆGI Verðlaunaverkið ber titilinn „Jafnvægi“ og er eftir Helgu Ósk Einarsdóttur skartgripa- hönnuð. VERÐLAUNAHAFAR Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, ásamt Helgu Ósk Einarsdóttur Skúlaverðlaunahafa 2013 og Kristínu S. Garðarsdóttur sem hlaut sér- staka viðurkenningu. ÞAÐ STIRNIR Á JÓLAKJÓL- INN Í ÁR20-40% afsláttur af öllum vörum aðeins þessa helgi 2 fyrir 1 Kaupir eina færð aðra fría Yfir 20 tegundir Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.