Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 28
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgar- búar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar tak- markanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við for- eldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórn- málamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörð- unum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarð- ar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar full- trúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgar- innar. Með því að kjósa beint um borgar- stjóra yrði til skýrari tenging milli kjós- enda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima. Beint lýðræði og borgarstjóri STJÓRNMÁL Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sæti í prófk jöri sjálfstæðismanna ➜ Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfi r á íbúana. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu ALLAR HELSTU AÐFERÐIR VIÐ PRJÓN, HEKL, ÚTSAUM OG BÚTASAUM KENNDAR – SKREF FYRIR SKREF – Í MÁLI OG MYNDUM Fyrir allt áhugafólk um hannyrðir! Frjóir í hugsun Það gætir sárinda í garð Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ráðherra og rit- stjóra, í skrifum Gunnars Braga Sveins- sonar utanríkisráðherra á heimasíðu hans. Utanríkisráðherrann skrifar: „Þorsteinn Pálsson er um margt geðugur maður og dagsfarsprúður. Því kemur á óvart hversu ómálefna- legur hann er orðinn þar sem hann stendur á Kögunarhóli Fréttablaðsins, þar sem hann í þríliðu pönkast á því fólki og flokkum sem ekki vilja ganga í Evrópusam- bandið.“ Gunnar Bragi segist hafa velt því fyrir sér hvað Þorsteini gangi til. Í þeim þankagangi rifjuðust upp fyrir utan- ríkisráðherra atburðir, sem hann heyrði talað um sem ungur maður fyrir norðan, þar sem hann afgreiddi bensín og mokaði skít. „Svo var sagt að þegar Sjálfstæðisflokkurinn skrapp úr hendi Þorsteins, eftir að honum hafði reynst ofviða að stjórna ráðuneyti sem hann veitti forstöðu, hafi hann kennt Fram- sókn um.“ Þeir hafa greinilega verið frjóir í hugsun norður í Skagafirði fyrir síðustu aldamót. Háttvirtur þingmaður Ráðning Ásmundar Einars Daðasonar sem aðstoðar- manns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra fer fyrir brjóstið á stjórnarandstöðunni á þingi. Steingrímur J. Sigfússon í VG spyr til að mynda hvort að það sé eðlilegt að Alþingi greiði launakostnað aðstoðarmanns uppi í Stjórnarráði og hvernig verka- skiptingin og trúnaðarskyldur vegast á. Ásmundur Einar sé annars vegar maður sem starfar undir boðvaldi ráðherra og hins vegar maður sem er sem þingmaður bundinn af sann- færingu sinni einni á Alþingi. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, blés áhyggjurnar ljúflega út af borðinu. Kvaðst hafa ígrundað málið og komist að þeirri niðurstöðu að Ásmundur Ein- ar verði áfram háttvirtur þingmaður sem gegni sínum þinglegu skyldum. „Það er ekki óþekkt að þingmenn gegni öðrum störfum launuðum og ólaunuðum utan þingsins án þess að að því sé fundið. Það gengur því að öllu leyti upp að mati forseta.“ johanna@frettabladi.is M örgu ljótu og neikvæðu úr sameiginlegri sögu Íslands og Danmerkur hefur löngum verið haldið á lofti hér á landi. Þrátt fyrir þrotlaust endurskoðun- arstarf yngri sagnfræðinga situr einokunarverzl- unin, maðkaða mjölið, íslenzku kirkjuklukkurnar sem voru bræddar upp í dönsk hallarþök og fangelsisdómar fyrir snærisþjófnað allt býsna fast í þjóðar minninu. Við getum kannski ekki kennt því um lengur, en fyrr á árum var ein af ástæðunum fyrir því hvað margir Íslend- ingar lærðu litla dönsku þrátt fyrir margra ára skyldunám sú að sögu kennararnir rifu markvisst niður það sem dönskukennararnir reyndu að byggja upp með því að vekja hjá okkur jákvæðan áhuga á landi og þjóð. Staðreyndin er nú samt að Danir voru fremur mild og elskuleg herraþjóð, svona í alþjóðlegum samanburði. Þeir beittu sér fyrir ýmiss konar umbótum og framförum sem Íslendingar voru ekki alltaf spenntir fyrir. Það var ekki bara einstakri friðarást Íslend- inga að þakka að sjálfstæðisbaráttan fór fram án blóðsúthellinga; afstaða Dana átti þar sinn ríka þátt. Þeir gerðu heldur enga alvörutilraun til að troða tungu sinni og menningu upp á Íslendinga, þótt við yrðum auðvitað fyrir áhrifum af hvoru tveggja í meira en fimm alda sambúð í sama ríki. Þvert á móti báru Danir virðingu fyrir íslenzkri menningu. Danska málfræðingnum Rasmusi Christian Rask er stundum þakkað að hafa með starfi sínu orðið íslenzkunni til bjargar. Hátíðahöldin í tilefni af 350 ára afmæli handritasafnarans og fræðimannsins Árna Magnússonar eru ágæt áminning um það hvað samband Dana og Íslendinga er þrátt fyrir allt einstakt meðal þjóða – og í algjörum sérflokki meðal fyrrverandi herra- þjóða og hjálendna. Margrét Þórhildur Danadrottning og Ólafur Ragnar Grímsson forseti fara nánast hönd í hönd um bæinn og taka þátt í hátíðahöldunum, sem aðallega snúast um verðmætin sem Árni bjargaði frá glötun – handritin. Það er algjört einsdæmi í veraldarsögunni að fyrrverandi herraþjóð skili hjálendunni jafndýrmætum menningarverð- mætum og handritin eru. Það er einfaldlega ekki hægt að finna neinar hliðstæður, hvorki fyrr né síðar. Handritin eru ekki bara Íslendingum mikilvæg; þau voru líka talin þjóðargersemi í Danmörku og hluti af sameiginlegum norrænum menningararfi. Vinarbragð Dana er ekki sízt einstakt fyrir þær sakir að þrýstingurinn á að Íslendingum yrðu afhent handritin kom að neðan; frá samtökum almennings, en danska menningarelítan var heldur á því að halda í skinn skræðurnar. Það er þess vegna líka alveg prýðilega viðeigandi að á þessum tímamótum er sameiginlegrar sögu Danmerkur og Íslands minnzt með margvíslegum hætti, til dæmis með útgáfu bókar Jóns Þ. Þór og Guðjóns Friðrikssonar um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands í 500 ár. Í gamla höfuðstaðnum er íslenzk saga við hvert fótmál. Við eigum fyrir löngu að vera vaxin upp úr tautinu um danska kúgun, sem var kannski nauðsynlegt í sjálfstæðisbaráttunni. Nú eigum við bara að rétta úr okkur og segja takk fyrir allt. Samband Danmerkur og Íslands er einstakt: Tak for alt Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.