Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 78
Finlux 24FLY189L • 24" Full HD LED með 1920x1080p upplausn • Progressive Scan • Stafrænn móttakari DVB-T+C • Nicam Stereo hljóðkerfi • USB, HDMI, Scart, Ci, S-video og PC tengi • Heyrnartólstengi, S/PDIF, og CVBS tengi • USB margmiðlunarspilari 49.990 ÁFRAM ÍSLAND 14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 66 í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ung- menni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrir lestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrir- spurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíð- um. gunnarleo@ frettabladid.is „Mér líður mjög vel og það er rosa- lega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Her- mannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunn- skólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kenn- ari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldis- sviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og lang- aði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmynd- ar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað Ég er að lesa Vefarann mikla frá Kasmír. Ég les vanalega eina bók eftir Laxness á ári. Venjulega les ég þær á sumrin en við Vefarinn urðum viðskila síðsumars og tók ég hana aftur til handargagns nýlega. Greipur Gíslason, verkefnastjóri Hönnunarmars BÓKIN „Þessi bók er sjálfstætt framhald af kvikmyndinni Borgríki. Ólaf de Fleur kvikmyndagerðarmaður hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að skrifa þetta framhald. Hann kom með hugmynd í grófum dráttum og ég fékk svo listrænt frelsi til þess að skrifa söguna eftir mínu höfði,“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur. Hann sendir frá sér bókina Blóð hraustra manna. Sagan er eins konar samstarfsverkefni Óttars og Ólafs sem framhald af vinsælu kvikmyndinni Borgríki, eftir Ólaf. „Ólafur vann framhaldsmynd af Borgríki á sama tíma. Við vorum báðir að skapa okkar sögu, allt í sama sagnaheiminum,“ segir Óttar. „Við fengum lánað hvor frá öðrum. Við gerð myndarinnar skoðuðu menn kafla í bókinni til að fá hugmyndir um hvernig persónur ættu að líta út. Og bókin mín er auðvitað byggð á grunnhugmyndum Ólafs.“ Stefnt er að því að bók Óttars komi í verslanir fyrir helgi. Blóð hraustra manna er ekki eina járnið í eldi Óttars. „Bókin mín, Sólkross sem kom út á Íslandi árið 2008, var að koma út í franskri þýðingu og var á tímabili í efsta sæti franska Amazon Kindle-listans. Franskir útgefendur hafa sýnt Borgríki og þessum pælingum okkar Ólafs mikinn áhuga þannig að það er í nógu að snúast.“ kjartanatli@frettabladid.is Framhald af Borgríki í bókarformi og bíóhús Bókin Blóð hraustra manna eft ir Óttar Norðfj örð, sjálfstætt framhald af kvikmyndinni Borgríki, er tilbúin. MÖRG JÁRN Í ELDINUM Óttar er með mörg járn í eldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Appið verður fyrir bæði iPhone og Android en það verður tilbúið í janúar, þegar árshátíðatíma bilið fer á flug,“ segir Ómar Þröstur Hjaltason, sem er eigandi þjón- ustunnar Keyrðu mig heim en nýtt app er væntanlegt frá fyrir- tækinu. Appið, sem verður frítt, kemur til með að auðvelda þjón- ustu fyrirtækisins enn frekar, en Optimus margmiðlun sér um að hanna appið. Þar verður hægt að panta, sjá hve mikill biðtími er og hvað þjón- ustan kostar, ásamt ýmsum öðrum hagnýtum upplýsingum. Fyrirtækið Keyrðu mig heim var stofnað af Ómari Þresti og Kristni Sævari Magnússyni í október- mánuði í fyrra og hefur stækkað mikið síðustu mánuði. „ Eftirspurnin hefur aukist mjög mikið undan- farna mánuði, sérstaklega eftir að við fórum að hafa opið á virkum dögum. Fólk sem hefur fengið sér áfenga drykki á viðskiptafundum og mannamótum á virkum dögum nýtir þjónustuna svo dæmi séu tekin,“ útskýrir Ómar. Keyrðu mig heim-app væntanlegt Keyrðu mig heim-þjónustan hefur stækkað mikið undanfarið og nýtt app er væntanlegt í janúar. Eft irspurnin hefur aukist og nú er opið á virkum dögum. NÝTT APP Ómar Þröstur Hjaltason og Kristinn Sævar Magnússon, stofnendur þjónustunnar Keyrðu mig heim. Eftir- spurnin hefur aukist og nýtt app er í smíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem fl estum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. Lóa Hrönn Harðardóttir, náms- og starfsráðgjafi Kolbrún Þorsteinsdóttir, kennari og lýðheilsufræðingur Kristín Lillendahl, aðjúnkt við Menntavísindasvið Anna Hulda Einarsdóttir, BA í guðfræði og kennari Karen Úlfarsdóttir, M.Ed. í íslensku og kennari Svandís Sturludóttir, náms- og starfsráðgjafi Björg Jónsdóttir, kennari og MA í uppeldis- og menntunar- fræði Umræðuhópurinn sem stendur á bak við átakið Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Selma Björk Hermannsdóttir Hjá fyrirtækinu starfa fimm starfsmenn. „Allir þeir sem vinna hjá fyrirtækinu eru vanir öku- menn, allir með meirapróf og vinna við akstur af ýmsu tagi.“ Þjónustan virkar þannig að kúnninn hringir og hittir ökumann hjá bílnum sínum, sem ekur bílnum heim, en oftast fer eigandi bílsins einnig með og sparar sér þá aukinn leigubílakostnað. Fyrirtækið hefur keyrt bíla af öllum stærðum og gerðum fyrir almenning. „Við höfum keyrt allt frá 1983-árgerð af Benz sem kostar kannski fimmtíu þúsund krónur, fram til 2013-árgerð af Range Rover sem kostar líklega um tuttugu milljónir króna,“ bætir Ómar við að lokum. - glp HAFA ÁHRIF Hermann Jónsson, Selma Björk Hermanns- dóttir og Björg Jóns- dóttir vilja hafa áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.